Fjarðarárvirkjun fyrirmynd 9. október 2006 18:00 Það er fyllilega tímabært að staldra við og endurskoða með hvaða hætti er rétt að ráðast í virkjanaframkvæmdir líkt og Samfylkingin hefur lagt til. Hingað til hafa nýtingarsjónamiðin verið í forgrunni en náttúruverndin afgangsstærð. Þessu þarf að breyta. Það þarf að setja náttúruverndina í fyrsta sætið en síðan að skoða nýtingarmöguleikana. Gott dæmi um forgang náttúrunnar er ný virkjun Fjarðarár í Seyðisfirði. Það kom í minn hlut sem þá bæjarstjóri Seyðisfirðinga að stýra samningagerðinni við Íslenska Orkuvirkjun. Þar voru sett fram skýr náttúruverndarsjónarmið áður en hafist var handa við að reikna út arðsemina. Framkvæmdin skyldi taka mið af verndun náttúrunnar og arðsemisútreikningar byggja á þeim forsendum. Í gömlu vatnalögunum var gert ráð fyrir að við virkjanaframkvæmdir væru nýtingarmöguleikarnir hámarkaðir. Við virkjun Fjarðarár var þessu öfugt farið. Víðtæk sátt náðist innan bæjarins um að ásýnd árinnar og fossana mætti ekki eyðileggja. Þannig fékk áin og fossarnir forgang að vatnsrennslinu en það sem umfram var mátti nýta til raforkuframleiðslu. Náttúran kom fyrst en síðan nýting. Annað var gert ljóst áður en hafist var handa um arðsemisútreikninga. Allar pípur skyldu lagðar í jörð þannig að þær skemmdu ekki hið ægifagra umhverfi Seyðisfjarðar. Að þessum forsendum gefnum gat fyrirtækið farið að reikna út hvort framkvæmdin væri arðbær. Fyrirliggjandi rammaáætlunum um virkjanir á Íslandi þarf að henda út í hafsauga og vinna þær alveg upp á nýtt. Byrja þarf á að skilgreina hvort og þá með hvaða hætti megi ganga á náttúru Íslands í hverju og einstöku tilfelli. Þegar sett hafa verið skýr mörk á forsendum náttúrverndar er hægt að fara að skoða hvort og hvar sé arðsamt að virkja. Nýting og arðsemi taki þannig mið af fyrirframgefnum náttúruverndarsjónarmiðum en ekki að reynt verði að þvinga náttúruverndina að nýtingarsjónarmiðum. Það á jafnt við um vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir. Sú mikla umræða sem verið hefur undanfarið um virkjunarmál og umgengni við náttúru Íslands kallar á ný vinnubrögð og nýja nálgun varðandi slíkar framkvæmdir. Ný virkjun í Fjarðará getur orðið þar til fyrirmyndar. Látum náttúruna hafa forgang en nýtinguna mæta afgangi. Höfundur sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fyllilega tímabært að staldra við og endurskoða með hvaða hætti er rétt að ráðast í virkjanaframkvæmdir líkt og Samfylkingin hefur lagt til. Hingað til hafa nýtingarsjónamiðin verið í forgrunni en náttúruverndin afgangsstærð. Þessu þarf að breyta. Það þarf að setja náttúruverndina í fyrsta sætið en síðan að skoða nýtingarmöguleikana. Gott dæmi um forgang náttúrunnar er ný virkjun Fjarðarár í Seyðisfirði. Það kom í minn hlut sem þá bæjarstjóri Seyðisfirðinga að stýra samningagerðinni við Íslenska Orkuvirkjun. Þar voru sett fram skýr náttúruverndarsjónarmið áður en hafist var handa við að reikna út arðsemina. Framkvæmdin skyldi taka mið af verndun náttúrunnar og arðsemisútreikningar byggja á þeim forsendum. Í gömlu vatnalögunum var gert ráð fyrir að við virkjanaframkvæmdir væru nýtingarmöguleikarnir hámarkaðir. Við virkjun Fjarðarár var þessu öfugt farið. Víðtæk sátt náðist innan bæjarins um að ásýnd árinnar og fossana mætti ekki eyðileggja. Þannig fékk áin og fossarnir forgang að vatnsrennslinu en það sem umfram var mátti nýta til raforkuframleiðslu. Náttúran kom fyrst en síðan nýting. Annað var gert ljóst áður en hafist var handa um arðsemisútreikninga. Allar pípur skyldu lagðar í jörð þannig að þær skemmdu ekki hið ægifagra umhverfi Seyðisfjarðar. Að þessum forsendum gefnum gat fyrirtækið farið að reikna út hvort framkvæmdin væri arðbær. Fyrirliggjandi rammaáætlunum um virkjanir á Íslandi þarf að henda út í hafsauga og vinna þær alveg upp á nýtt. Byrja þarf á að skilgreina hvort og þá með hvaða hætti megi ganga á náttúru Íslands í hverju og einstöku tilfelli. Þegar sett hafa verið skýr mörk á forsendum náttúrverndar er hægt að fara að skoða hvort og hvar sé arðsamt að virkja. Nýting og arðsemi taki þannig mið af fyrirframgefnum náttúruverndarsjónarmiðum en ekki að reynt verði að þvinga náttúruverndina að nýtingarsjónarmiðum. Það á jafnt við um vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir. Sú mikla umræða sem verið hefur undanfarið um virkjunarmál og umgengni við náttúru Íslands kallar á ný vinnubrögð og nýja nálgun varðandi slíkar framkvæmdir. Ný virkjun í Fjarðará getur orðið þar til fyrirmyndar. Látum náttúruna hafa forgang en nýtinguna mæta afgangi. Höfundur sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar