Fyrsta leiguþyrlan komin til landins 8. október 2006 06:30 Flugmönnum heilsað. Þyrlan er af sambærilegri tegund og þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF. Ný leiguþyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hún er af tegundinni Puma og er sambærileg við Super Puma þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF. Þyrlan er sú fyrsta af þremur sem leigðar hafa verið í kjölfar brottfarar þyrlusveitar varnarliðsins. Önnur þyrlan kemur til landsins í næsta mánuði og sú þriðja kemur í maí á næsta ári. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra voru viðstaddir komu þyrlunnar í gær. Landhelgisgæslunni var á dögunum veitt flugrekstrarleyfi frá Flugmálastjórn, sem gerir henni kleift að leigja þyrlurnar. Með komu þyrlunnar hefur Landhelgisgæslan yfir þremur björgunarþyrlum að ráða. Með þyrlunni fylgja flugmenn frá AirLift, en á Íslandi eru ekki nógu margir þyrluflugmenn til að Íslendingar geti séð um að fljúga þyrlunni. Þegar ljóst var að varnarliðið myndi hverfa af landi brott lét Björn Bjarnason hefja leit að leiguþyrlum sem koma áttu í stað þeirra sem varnarliðið tæki með sér. Að sögn forstjóra Landhelgisgæslunnar tekur slík leit yfirleitt eitt til tvö ár en Íslendingum hafi tekist að ganga frá samningum um leigu á rúmum sex mánuðum. Fyrirtækið sem leigir þyrlurnar út er norskt og heitir AirLift. Þyrlurnar þrjár eru leigðar til eins árs í senn. horft til himins Fjöldi manns var saman kominn þegar þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hún er sú þriðja sem Landhelgisgæslan hefur yfir að ráða, en í maí næstkomandi verða þær orðnar fimm. Með þyrlunni fylgja þyrluflugmenn frá AirLift. „Þetta er mjög góður dagur og það er glæsilegt að ná þessum árangri á svona skömmum tíma, að fá þetta tæki hingað ásamt þyrlunni sem við fáum í nóvember,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. „Þegar við höfðum samband við erlenda aðila og sögðumst þurfa á þyrlu að halda í september var spurt á móti hvort við værum að tala um árið 2007 eða 2008. Menn áttu erfitt með að skilja að við þyrftum þyrlu svona fljótt en það tókst.“ Hann segir að leitað hafi verið um allan heim að þyrlum til að leigja með svona skömmum fyrirvara. „Þessi heimur er ekki stór. Við fórum allsstaðar þar sem þyrlur eru og fengum að lokum þessa.“ „Þessi dagur er stór, ekki hvað síst vegna þess að við skulum vera komin með flugrekstrar- og flugrekendaleyfi,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. „Þetta er upphafið að nýjum tímum í flugsögu Landhelgisgæslunnar. Það má segja að þetta sé mettími í að finna leiguþyrlu.“ Innlent Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira
Ný leiguþyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hún er af tegundinni Puma og er sambærileg við Super Puma þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF. Þyrlan er sú fyrsta af þremur sem leigðar hafa verið í kjölfar brottfarar þyrlusveitar varnarliðsins. Önnur þyrlan kemur til landsins í næsta mánuði og sú þriðja kemur í maí á næsta ári. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra voru viðstaddir komu þyrlunnar í gær. Landhelgisgæslunni var á dögunum veitt flugrekstrarleyfi frá Flugmálastjórn, sem gerir henni kleift að leigja þyrlurnar. Með komu þyrlunnar hefur Landhelgisgæslan yfir þremur björgunarþyrlum að ráða. Með þyrlunni fylgja flugmenn frá AirLift, en á Íslandi eru ekki nógu margir þyrluflugmenn til að Íslendingar geti séð um að fljúga þyrlunni. Þegar ljóst var að varnarliðið myndi hverfa af landi brott lét Björn Bjarnason hefja leit að leiguþyrlum sem koma áttu í stað þeirra sem varnarliðið tæki með sér. Að sögn forstjóra Landhelgisgæslunnar tekur slík leit yfirleitt eitt til tvö ár en Íslendingum hafi tekist að ganga frá samningum um leigu á rúmum sex mánuðum. Fyrirtækið sem leigir þyrlurnar út er norskt og heitir AirLift. Þyrlurnar þrjár eru leigðar til eins árs í senn. horft til himins Fjöldi manns var saman kominn þegar þyrlan lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær. Hún er sú þriðja sem Landhelgisgæslan hefur yfir að ráða, en í maí næstkomandi verða þær orðnar fimm. Með þyrlunni fylgja þyrluflugmenn frá AirLift. „Þetta er mjög góður dagur og það er glæsilegt að ná þessum árangri á svona skömmum tíma, að fá þetta tæki hingað ásamt þyrlunni sem við fáum í nóvember,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. „Þegar við höfðum samband við erlenda aðila og sögðumst þurfa á þyrlu að halda í september var spurt á móti hvort við værum að tala um árið 2007 eða 2008. Menn áttu erfitt með að skilja að við þyrftum þyrlu svona fljótt en það tókst.“ Hann segir að leitað hafi verið um allan heim að þyrlum til að leigja með svona skömmum fyrirvara. „Þessi heimur er ekki stór. Við fórum allsstaðar þar sem þyrlur eru og fengum að lokum þessa.“ „Þessi dagur er stór, ekki hvað síst vegna þess að við skulum vera komin með flugrekstrar- og flugrekendaleyfi,“ segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. „Þetta er upphafið að nýjum tímum í flugsögu Landhelgisgæslunnar. Það má segja að þetta sé mettími í að finna leiguþyrlu.“
Innlent Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Sjá meira