Íslendingar rotaðir í Ríga 8. október 2006 08:15 Ekkert gekk upp. Eiður Smári Guðjohnsen átti fínan leik í gær en náði ekki að nýta nokkur afbragðs marktækifæri. Á sama tíma gekk allt upp hjá Lettum og er ekki hægt að segja annað en að þeir hafi nýtt sín færi. Íslenska landsliðið var rotað í fyrri hálfleik gegn Lettum í gær. Eftir að hafa fengið færi til að komast yfir og síðar jafna í stöðunni 1-0 fengu strákarnir ódýr mörk í andlitið og enduðu með því að tapa stórt, 4-0, í mun líflegri leik en búist hafði verið við. Það voru fínar aðstæður til knattspyrnuiðkunar í Ríga í gær. Logn og milt veður en völlurinn var ekki upp á sitt besta og í raun eins og malbik, svo harður var hann. Leikurinn byrjaði með miklum látum því eftir rúmlega 80 sekúndur slapp Eiður Smári Guðjohnsen einn í gegnum lettnesku vörnina eftir sendingu Brynjars. Skot Eiðs var því miður slappt og sigldi yfir markið. Aðeins nokkrum sekúndum síðar komst Verpakovskis í fínt færi hinum megin en Árni Gautur varði slakt skot hans auðveldlega. Á 8. mínútu stakk Eiður Smári boltanum snilldarlega inn á Kára Árnason sem var í ágætis færi, hann hitti boltann aftur á móti mjög illa og skot hans endaði í innkasti. Tvö góð færi farinn í súginn og það átti eftir að reynast dýrkeypt að hafa ekki nýtt þau betur. Leikurinn var áfram mjög líflegur, bæði lið sýndu fína sóknartilburði og eitthvað hlaut undan að láta. Það gerðist á 17. mínútu þegar Girts Karlsons kom Lettum yfir með skoti af stuttu færi eftir frábært spil heimamanna. Lettarnir ærðust af fögnuði enda hafði liðið ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum. Áhorfendur róuðust nokkrum sekúndum síðar þegar Eiður Smári komst í fínt færi en Kolinko varði skot hans auðveldlega. Lettarnir brunuðu upp í kjölfarið og Ívari Ingimarssyni urðu á skelfileg mistök þegar hann ætlaði að skalla boltann til baka á Árna Gaut í markinu. Skallinn var of stuttur, Verpakovskis komst á milli og skoraði annað mark Letta á rétt rúmri mínútu. Ótrúlegur leikkafli og íslenska liðið í verulegum vandræðum eftir aðeins 18 mínútur. Martröð íslenska liðsins var fullkomnuð á 28.mínútu þegar Verpakovskis skoraði öðru sinni. Nú með skoti af stuttu færi eftir að íslenska liðinu hafði mistekist að hreinsa frá eftir hornspyrnu. Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari setti Veigar Pál Gunnarsson inn á fyrir Jóhannes Karl í hálfleik og Helgi Valur leysti Kára af hólmi skömmu fyrir hlé. Það var ljóst að íslenska liðið var ekki búið að gefast upp og strákarnir reyndu hvað þeir gátu að sækja. Vörn Lettanna var fljót að opnast líkt og fyrr í leiknum og fimm mínútum eftir hlé komst Eiður aftur í ákjósanlegt færi en skot hans hafnaði í þverslánni. Þrem mínútum síðar komst Eiður aftur í dauðafæri en skot hans var lélegt og fór beint á Kolinko. Rétt eins og í fyrri hálfleik refsuðu Lettarnir Íslendingum fyrir að klúðra færunum sínum og varamaðurinn Aleksejs Visnakovs skoraði fjórða markið með glæsilegu skoti utan teigs nokkrum sekúndum eftir klúður Eiðs. Það fjaraði undan leiknum eftir markið en Ísland fékk samt fleiri færi sem þeim tókst ekki að nýta. Niðurstaðan gríðarleg vonbrigði í leik sem var góður hjá liðinu hvað varðar sóknarleikinn en strákarnir voru einfaldlega sjálfum sér verstir í leiknum, bæði fyrir framan markið og í vörninni. Varnarmennirnir voru allt of værukærir í fyrri hálfleik og það kostaði sitt. Lettarnir virtust tilbúnir að deyja fyrir sigur, voru sem blóðhundar á hverjum bolta og uppskáru ríkulega þótt sigurinn hafi verið allt of stór því Ísland átti ekki síðri færi í leiknum. Það verður verðugt verkefni hjá Eyjólfi þjálfara að berja sjálfstraust í sína menn á ný fyrir leikinn á miðvikudag gegn Svíum en eftir að hafa flogið hátt í Belfast er liðið búið að brotlenda illilega. Fótbolti Íþróttir Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Sjá meira
Íslenska landsliðið var rotað í fyrri hálfleik gegn Lettum í gær. Eftir að hafa fengið færi til að komast yfir og síðar jafna í stöðunni 1-0 fengu strákarnir ódýr mörk í andlitið og enduðu með því að tapa stórt, 4-0, í mun líflegri leik en búist hafði verið við. Það voru fínar aðstæður til knattspyrnuiðkunar í Ríga í gær. Logn og milt veður en völlurinn var ekki upp á sitt besta og í raun eins og malbik, svo harður var hann. Leikurinn byrjaði með miklum látum því eftir rúmlega 80 sekúndur slapp Eiður Smári Guðjohnsen einn í gegnum lettnesku vörnina eftir sendingu Brynjars. Skot Eiðs var því miður slappt og sigldi yfir markið. Aðeins nokkrum sekúndum síðar komst Verpakovskis í fínt færi hinum megin en Árni Gautur varði slakt skot hans auðveldlega. Á 8. mínútu stakk Eiður Smári boltanum snilldarlega inn á Kára Árnason sem var í ágætis færi, hann hitti boltann aftur á móti mjög illa og skot hans endaði í innkasti. Tvö góð færi farinn í súginn og það átti eftir að reynast dýrkeypt að hafa ekki nýtt þau betur. Leikurinn var áfram mjög líflegur, bæði lið sýndu fína sóknartilburði og eitthvað hlaut undan að láta. Það gerðist á 17. mínútu þegar Girts Karlsons kom Lettum yfir með skoti af stuttu færi eftir frábært spil heimamanna. Lettarnir ærðust af fögnuði enda hafði liðið ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum. Áhorfendur róuðust nokkrum sekúndum síðar þegar Eiður Smári komst í fínt færi en Kolinko varði skot hans auðveldlega. Lettarnir brunuðu upp í kjölfarið og Ívari Ingimarssyni urðu á skelfileg mistök þegar hann ætlaði að skalla boltann til baka á Árna Gaut í markinu. Skallinn var of stuttur, Verpakovskis komst á milli og skoraði annað mark Letta á rétt rúmri mínútu. Ótrúlegur leikkafli og íslenska liðið í verulegum vandræðum eftir aðeins 18 mínútur. Martröð íslenska liðsins var fullkomnuð á 28.mínútu þegar Verpakovskis skoraði öðru sinni. Nú með skoti af stuttu færi eftir að íslenska liðinu hafði mistekist að hreinsa frá eftir hornspyrnu. Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari setti Veigar Pál Gunnarsson inn á fyrir Jóhannes Karl í hálfleik og Helgi Valur leysti Kára af hólmi skömmu fyrir hlé. Það var ljóst að íslenska liðið var ekki búið að gefast upp og strákarnir reyndu hvað þeir gátu að sækja. Vörn Lettanna var fljót að opnast líkt og fyrr í leiknum og fimm mínútum eftir hlé komst Eiður aftur í ákjósanlegt færi en skot hans hafnaði í þverslánni. Þrem mínútum síðar komst Eiður aftur í dauðafæri en skot hans var lélegt og fór beint á Kolinko. Rétt eins og í fyrri hálfleik refsuðu Lettarnir Íslendingum fyrir að klúðra færunum sínum og varamaðurinn Aleksejs Visnakovs skoraði fjórða markið með glæsilegu skoti utan teigs nokkrum sekúndum eftir klúður Eiðs. Það fjaraði undan leiknum eftir markið en Ísland fékk samt fleiri færi sem þeim tókst ekki að nýta. Niðurstaðan gríðarleg vonbrigði í leik sem var góður hjá liðinu hvað varðar sóknarleikinn en strákarnir voru einfaldlega sjálfum sér verstir í leiknum, bæði fyrir framan markið og í vörninni. Varnarmennirnir voru allt of værukærir í fyrri hálfleik og það kostaði sitt. Lettarnir virtust tilbúnir að deyja fyrir sigur, voru sem blóðhundar á hverjum bolta og uppskáru ríkulega þótt sigurinn hafi verið allt of stór því Ísland átti ekki síðri færi í leiknum. Það verður verðugt verkefni hjá Eyjólfi þjálfara að berja sjálfstraust í sína menn á ný fyrir leikinn á miðvikudag gegn Svíum en eftir að hafa flogið hátt í Belfast er liðið búið að brotlenda illilega.
Fótbolti Íþróttir Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Sjá meira