707 milljóna halli á rekstri Landspítala 4. október 2006 06:45 VAXANDI REKSTRARHALLI Þrátt fyrir margs konar aðhaldsaðgerðir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi á undanförnum árum er rekstrarkostnaðurinn hundruð milljóna umfram áætlun. Rúmlega 700 milljóna króna halli er á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss umfram rekstraráætlun, samkvæmt uppgjöri fyrir fyrstu átta mánuði þessa árs. Þetta kemur fram í nýjum stjórnunarupplýsingum sem LSH hefur sent frá sér yfir rekstrarstöðu tímabilsins janúar til ágúst 2006. Hallinn eftir fyrstu sex mánuði ársins var 4,2 milljónir. Þensla á vinnumarkaði og óhagstæð gengisþróun hefur leitt til mun meiri kostnaðarhækkana en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Rekstrargjöld umfram rekstraráætlun eru samtals 707 milljónir króna eða 3,5 prósent. Launagjöld eru 3,9 prósent umfram áætlun, rekstrargjöld 2,5 prósent og kostnaður vegna S-merktra lyfja er 13,6 prósent umfram áætlun. Þá eru sértekjur 7,5 prósent umfram áætlun. "Rekstraráætlunin hefur einfaldlega ekki gengið upp," segir Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga á LSH. "Starfsemi spítalans yfir sumarmánuðina var talsvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Það þýddi að kaupa þurfti umtalsverða yfirvinnu af starfsfólki spítalans. Kaup á hjúkrunarþjónustu frá innlendum og erlendum verktakafyrirtækjum hefur aukist til muna. Að auki hefur óhjákvæmileg aukning í starfseminni kallað á meiri mannafla. Þá hefur verið mikill þrýstingur á hækkun launa vegna þensluástands í landinu og álags í starfseminni. Launakostnaður á umræddum átta mánuðum er rúmar 530 milljónir króna umfram rekstraráætlun." Í stjórnunarupplýsingunum kemur enn fremur fram, að komum á dagdeildir spítalans hefur fjölgað, svo og komum á göngudeildir. Hins vegar hefur legudögum fjölgað um nær 3.000 á þessum tíma, sem skýrist af auknum fjölda mikið veikra sjúklinga og einnig útskriftarvanda sem spítalinn hefur lengi átt við að etja. Komum á slysa- og bráðamóttökur LSH hefur fjölgað ört á undanförnum árum og á þessum átta mánuðum alls um 4,1 prósent. Í stjórnunarupplýsingunum er gerð grein fyrir stöðu biðlista. Í mörgum sérgreinum er engin bið, til að mynda í krabbameinslækningum. Í öðrum er nokkurra vikna bið. Biðtíminn hefur hins vegar ekki styst hjá þeim sem bíða eftir gerviliðaaðgerðum, en þeir sem þurfa í gerviliðaaðgerð á hné þurfa að bíða í rúmt ár. Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Rúmlega 700 milljóna króna halli er á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss umfram rekstraráætlun, samkvæmt uppgjöri fyrir fyrstu átta mánuði þessa árs. Þetta kemur fram í nýjum stjórnunarupplýsingum sem LSH hefur sent frá sér yfir rekstrarstöðu tímabilsins janúar til ágúst 2006. Hallinn eftir fyrstu sex mánuði ársins var 4,2 milljónir. Þensla á vinnumarkaði og óhagstæð gengisþróun hefur leitt til mun meiri kostnaðarhækkana en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Rekstrargjöld umfram rekstraráætlun eru samtals 707 milljónir króna eða 3,5 prósent. Launagjöld eru 3,9 prósent umfram áætlun, rekstrargjöld 2,5 prósent og kostnaður vegna S-merktra lyfja er 13,6 prósent umfram áætlun. Þá eru sértekjur 7,5 prósent umfram áætlun. "Rekstraráætlunin hefur einfaldlega ekki gengið upp," segir Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga á LSH. "Starfsemi spítalans yfir sumarmánuðina var talsvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Það þýddi að kaupa þurfti umtalsverða yfirvinnu af starfsfólki spítalans. Kaup á hjúkrunarþjónustu frá innlendum og erlendum verktakafyrirtækjum hefur aukist til muna. Að auki hefur óhjákvæmileg aukning í starfseminni kallað á meiri mannafla. Þá hefur verið mikill þrýstingur á hækkun launa vegna þensluástands í landinu og álags í starfseminni. Launakostnaður á umræddum átta mánuðum er rúmar 530 milljónir króna umfram rekstraráætlun." Í stjórnunarupplýsingunum kemur enn fremur fram, að komum á dagdeildir spítalans hefur fjölgað, svo og komum á göngudeildir. Hins vegar hefur legudögum fjölgað um nær 3.000 á þessum tíma, sem skýrist af auknum fjölda mikið veikra sjúklinga og einnig útskriftarvanda sem spítalinn hefur lengi átt við að etja. Komum á slysa- og bráðamóttökur LSH hefur fjölgað ört á undanförnum árum og á þessum átta mánuðum alls um 4,1 prósent. Í stjórnunarupplýsingunum er gerð grein fyrir stöðu biðlista. Í mörgum sérgreinum er engin bið, til að mynda í krabbameinslækningum. Í öðrum er nokkurra vikna bið. Biðtíminn hefur hins vegar ekki styst hjá þeim sem bíða eftir gerviliðaaðgerðum, en þeir sem þurfa í gerviliðaaðgerð á hné þurfa að bíða í rúmt ár.
Innlent Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira