707 milljóna halli á rekstri Landspítala 4. október 2006 06:45 VAXANDI REKSTRARHALLI Þrátt fyrir margs konar aðhaldsaðgerðir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi á undanförnum árum er rekstrarkostnaðurinn hundruð milljóna umfram áætlun. Rúmlega 700 milljóna króna halli er á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss umfram rekstraráætlun, samkvæmt uppgjöri fyrir fyrstu átta mánuði þessa árs. Þetta kemur fram í nýjum stjórnunarupplýsingum sem LSH hefur sent frá sér yfir rekstrarstöðu tímabilsins janúar til ágúst 2006. Hallinn eftir fyrstu sex mánuði ársins var 4,2 milljónir. Þensla á vinnumarkaði og óhagstæð gengisþróun hefur leitt til mun meiri kostnaðarhækkana en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Rekstrargjöld umfram rekstraráætlun eru samtals 707 milljónir króna eða 3,5 prósent. Launagjöld eru 3,9 prósent umfram áætlun, rekstrargjöld 2,5 prósent og kostnaður vegna S-merktra lyfja er 13,6 prósent umfram áætlun. Þá eru sértekjur 7,5 prósent umfram áætlun. "Rekstraráætlunin hefur einfaldlega ekki gengið upp," segir Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga á LSH. "Starfsemi spítalans yfir sumarmánuðina var talsvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Það þýddi að kaupa þurfti umtalsverða yfirvinnu af starfsfólki spítalans. Kaup á hjúkrunarþjónustu frá innlendum og erlendum verktakafyrirtækjum hefur aukist til muna. Að auki hefur óhjákvæmileg aukning í starfseminni kallað á meiri mannafla. Þá hefur verið mikill þrýstingur á hækkun launa vegna þensluástands í landinu og álags í starfseminni. Launakostnaður á umræddum átta mánuðum er rúmar 530 milljónir króna umfram rekstraráætlun." Í stjórnunarupplýsingunum kemur enn fremur fram, að komum á dagdeildir spítalans hefur fjölgað, svo og komum á göngudeildir. Hins vegar hefur legudögum fjölgað um nær 3.000 á þessum tíma, sem skýrist af auknum fjölda mikið veikra sjúklinga og einnig útskriftarvanda sem spítalinn hefur lengi átt við að etja. Komum á slysa- og bráðamóttökur LSH hefur fjölgað ört á undanförnum árum og á þessum átta mánuðum alls um 4,1 prósent. Í stjórnunarupplýsingunum er gerð grein fyrir stöðu biðlista. Í mörgum sérgreinum er engin bið, til að mynda í krabbameinslækningum. Í öðrum er nokkurra vikna bið. Biðtíminn hefur hins vegar ekki styst hjá þeim sem bíða eftir gerviliðaaðgerðum, en þeir sem þurfa í gerviliðaaðgerð á hné þurfa að bíða í rúmt ár. Innlent Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Rúmlega 700 milljóna króna halli er á rekstri Landspítala - háskólasjúkrahúss umfram rekstraráætlun, samkvæmt uppgjöri fyrir fyrstu átta mánuði þessa árs. Þetta kemur fram í nýjum stjórnunarupplýsingum sem LSH hefur sent frá sér yfir rekstrarstöðu tímabilsins janúar til ágúst 2006. Hallinn eftir fyrstu sex mánuði ársins var 4,2 milljónir. Þensla á vinnumarkaði og óhagstæð gengisþróun hefur leitt til mun meiri kostnaðarhækkana en gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins. Rekstrargjöld umfram rekstraráætlun eru samtals 707 milljónir króna eða 3,5 prósent. Launagjöld eru 3,9 prósent umfram áætlun, rekstrargjöld 2,5 prósent og kostnaður vegna S-merktra lyfja er 13,6 prósent umfram áætlun. Þá eru sértekjur 7,5 prósent umfram áætlun. "Rekstraráætlunin hefur einfaldlega ekki gengið upp," segir Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjárreiðna og upplýsinga á LSH. "Starfsemi spítalans yfir sumarmánuðina var talsvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir. Það þýddi að kaupa þurfti umtalsverða yfirvinnu af starfsfólki spítalans. Kaup á hjúkrunarþjónustu frá innlendum og erlendum verktakafyrirtækjum hefur aukist til muna. Að auki hefur óhjákvæmileg aukning í starfseminni kallað á meiri mannafla. Þá hefur verið mikill þrýstingur á hækkun launa vegna þensluástands í landinu og álags í starfseminni. Launakostnaður á umræddum átta mánuðum er rúmar 530 milljónir króna umfram rekstraráætlun." Í stjórnunarupplýsingunum kemur enn fremur fram, að komum á dagdeildir spítalans hefur fjölgað, svo og komum á göngudeildir. Hins vegar hefur legudögum fjölgað um nær 3.000 á þessum tíma, sem skýrist af auknum fjölda mikið veikra sjúklinga og einnig útskriftarvanda sem spítalinn hefur lengi átt við að etja. Komum á slysa- og bráðamóttökur LSH hefur fjölgað ört á undanförnum árum og á þessum átta mánuðum alls um 4,1 prósent. Í stjórnunarupplýsingunum er gerð grein fyrir stöðu biðlista. Í mörgum sérgreinum er engin bið, til að mynda í krabbameinslækningum. Í öðrum er nokkurra vikna bið. Biðtíminn hefur hins vegar ekki styst hjá þeim sem bíða eftir gerviliðaaðgerðum, en þeir sem þurfa í gerviliðaaðgerð á hné þurfa að bíða í rúmt ár.
Innlent Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent