Kjartan Gunnarsson hættur sem framkvæmdastjóri 4. október 2006 05:30 Nýir tímar í Sjálfstæðisflokknum Kjartan Gunnarsson og Andri Óttarsson stilla sér upp inni í fundarherbergi í Valhöll eftir að hafa rætt saman á skrifstofu Kjartans. Í baksýn hanga myndir af Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni flokksins, og Geir H. Haarde, núverandi formanni. MYND/GVA Kjartan Gunnarsson hætti í gær sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins eftir 26 ára starf. Andri Óttarsson, 31 árs lögmaður, tekur við af Kjartani. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til við miðstjórn flokksins að Andri yrði ráðinn framkvæmdastjóri. Kjartan segir langan tíma í starfi hafa ráðið mestu um að hann ákvað að hætta sem framkvæmdastjóri. Ég hef verið í þessu starfi í 26 ár og það er langur tími í sama starfinu. Mér fannst vera tími til kominn til þess að breyta til, segir Kjartan og leggur áherslu á að staða flokksins nú hafi aldrei verið betri. Ég hefði síður vilja fara frá ef allt hefði verið hér í brunarúst. En staða flokksins nú er virkilega sterk. Þegar ég tók við voru 20 þúsund félagsmenn í flokknum en þeir eru nú 45 þúsund. Þó að ég eigi nú ekki einn allir þakkir fyrir það þá gefur það merki um hvernig framþróunin hefur verið í flokksstarfinu. Þá hef ég einnig komið að skipulagningu þriðjungs allra landsfunda flokksins frá upphafi, og það hefur verið virkilega skemmtilegt og gefandi. Andri segist hlakka til þess að takast á við krefjandi verkefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég lít svo á að þetta verði krefjandi starf. Helsta verkefnið framundan verður að stuðla að því að flokkurinn haldi samheldinn inn í næstu kosningar. Fyrst um sinn ætla ég að setja mig inn í alla þætti starfsins og Kjartan verður mér innan handar í því ferli, sagði Andri eftir að hann lauk fundi með Kjartani í Valhöll í gær. Geir Haarde segir Kjartan hafa skilað góðu starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á löngum starfstíma. Kjartan hefur verið afar farsæll í sínu starfi og hans verður að sjálfsögðu sárt saknað. Það er skiljanlegt að hann vilji hverfa á braut eftir langt starf. Við fáum í hans stað góðan eftirmann sem, þrátt fyrir ungan aldur, hefur mikla reynslu af starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á ýmsum sviðum. Andri lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Hann hefur starfað hjá Lögmönnum við Austurvöll frá því að hann útskrifaðist og verið meðeigandi í lögmannsstofunni frá því árið 2004. Síðastliðið ár hefur Andri lagt stund á meistaranám í mannréttindum við Raoul Wallenberg stofnunina og Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Kjartan útilokar ekki að hann stígi inn á svið stjórnmálanna í framtíðinni. Ég ætla mér ekki að taka þátt í prófkjörsbaráttu persónulega fyrir komandi kosningar en það getur vel komið til þess í framtíðinni. Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
Kjartan Gunnarsson hætti í gær sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins eftir 26 ára starf. Andri Óttarsson, 31 árs lögmaður, tekur við af Kjartani. Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði til við miðstjórn flokksins að Andri yrði ráðinn framkvæmdastjóri. Kjartan segir langan tíma í starfi hafa ráðið mestu um að hann ákvað að hætta sem framkvæmdastjóri. Ég hef verið í þessu starfi í 26 ár og það er langur tími í sama starfinu. Mér fannst vera tími til kominn til þess að breyta til, segir Kjartan og leggur áherslu á að staða flokksins nú hafi aldrei verið betri. Ég hefði síður vilja fara frá ef allt hefði verið hér í brunarúst. En staða flokksins nú er virkilega sterk. Þegar ég tók við voru 20 þúsund félagsmenn í flokknum en þeir eru nú 45 þúsund. Þó að ég eigi nú ekki einn allir þakkir fyrir það þá gefur það merki um hvernig framþróunin hefur verið í flokksstarfinu. Þá hef ég einnig komið að skipulagningu þriðjungs allra landsfunda flokksins frá upphafi, og það hefur verið virkilega skemmtilegt og gefandi. Andri segist hlakka til þess að takast á við krefjandi verkefni fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég lít svo á að þetta verði krefjandi starf. Helsta verkefnið framundan verður að stuðla að því að flokkurinn haldi samheldinn inn í næstu kosningar. Fyrst um sinn ætla ég að setja mig inn í alla þætti starfsins og Kjartan verður mér innan handar í því ferli, sagði Andri eftir að hann lauk fundi með Kjartani í Valhöll í gær. Geir Haarde segir Kjartan hafa skilað góðu starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á löngum starfstíma. Kjartan hefur verið afar farsæll í sínu starfi og hans verður að sjálfsögðu sárt saknað. Það er skiljanlegt að hann vilji hverfa á braut eftir langt starf. Við fáum í hans stað góðan eftirmann sem, þrátt fyrir ungan aldur, hefur mikla reynslu af starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á ýmsum sviðum. Andri lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Hann hefur starfað hjá Lögmönnum við Austurvöll frá því að hann útskrifaðist og verið meðeigandi í lögmannsstofunni frá því árið 2004. Síðastliðið ár hefur Andri lagt stund á meistaranám í mannréttindum við Raoul Wallenberg stofnunina og Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Kjartan útilokar ekki að hann stígi inn á svið stjórnmálanna í framtíðinni. Ég ætla mér ekki að taka þátt í prófkjörsbaráttu persónulega fyrir komandi kosningar en það getur vel komið til þess í framtíðinni.
Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira