Ofursönnunarbyrði lögð á landeigendur 3. október 2006 07:00 Hæstiréttur Íslands Nýlega úrskurðaði Hæstiréttur að landnámslýsingar ættu að styðja eignarrétt frekar en eignarsaga. Hæstiréttur úrskurðaði nýlega í máli landeigenda og íslenska ríkisins um mörk þjóðlenda á einni af stærstu jörðum landsins, Stafafelli í Hornafirði. Ágreiningurinn stóð um svæði norðan og austan Jökulsár á Lóni sem óbyggðanefnd hafði á sínum tíma úrskurðað að væri þjóðlenda. Landeigendur höfðuðu þá gagnsök og kröfðust ógildingar á þeim úrskurði. Héraðsdómur dæmdi landeigendum í hag en Hæstiréttur snéri þeim úrskurði síðastliðinn fimmtudag. Gunnlaugur Ólafsson, talsmaður landeiganda Stafafells, segir málið mjög sérstakt þar sem ríkið hafi selt langafa hans jörðina árið 1913. Með þessum úrskurði Hæstaréttar er ríkið því að taka aftur land sem það hefur þegar selt án þess að tefla fram neinum heimildum þess efnis að það hafi nokkurn tímann átt landið. „Það er búið að greiða alla skatta af þessari jörð síðan þá og allar opinberar stofnanir hafa viðurkennt tiltekna landeigendur sem eigendur, enda rekja þeir rétt sinn til þessara kaupa af ríkinu með öllum gögnum og gæðum. Við getum sýnt fram á 300 ára eignarsögu á þessu landi. En dómurinn er fastur í því að landnám eigi að styðja eignarsöguna. Þetta er meginstef sem ríkið hefur komið sér upp, að láta landnámslýsingar vega meira en fleiri hundruð ára sögur.“ Gunnlaugur segir tvennt í stöðunni nú, annars vegar geti landeigendur kært ríkið fyrir að selja sér land sem það átti ekki á sínum tíma og hins vegar að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður landeigendanna, segir að Hæstiréttur sé með dómi sínum að leggja ofursönnunarbyrði á landeigendur. „Það er gert í hag íslenska ríkisins og þar með hverfa lönd sem hafa verið í einkaeign til ríkisins og verða að þjóðlendum. Átakaatriðið er fyrst og fremst það að það sé hægt að leggja slíka sönnunarbyrði, sem nær langt aftur í aldir og jafnvel aftur fyrir ritöld á Ísland, á eigendur jarða.“ Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
Hæstiréttur úrskurðaði nýlega í máli landeigenda og íslenska ríkisins um mörk þjóðlenda á einni af stærstu jörðum landsins, Stafafelli í Hornafirði. Ágreiningurinn stóð um svæði norðan og austan Jökulsár á Lóni sem óbyggðanefnd hafði á sínum tíma úrskurðað að væri þjóðlenda. Landeigendur höfðuðu þá gagnsök og kröfðust ógildingar á þeim úrskurði. Héraðsdómur dæmdi landeigendum í hag en Hæstiréttur snéri þeim úrskurði síðastliðinn fimmtudag. Gunnlaugur Ólafsson, talsmaður landeiganda Stafafells, segir málið mjög sérstakt þar sem ríkið hafi selt langafa hans jörðina árið 1913. Með þessum úrskurði Hæstaréttar er ríkið því að taka aftur land sem það hefur þegar selt án þess að tefla fram neinum heimildum þess efnis að það hafi nokkurn tímann átt landið. „Það er búið að greiða alla skatta af þessari jörð síðan þá og allar opinberar stofnanir hafa viðurkennt tiltekna landeigendur sem eigendur, enda rekja þeir rétt sinn til þessara kaupa af ríkinu með öllum gögnum og gæðum. Við getum sýnt fram á 300 ára eignarsögu á þessu landi. En dómurinn er fastur í því að landnám eigi að styðja eignarsöguna. Þetta er meginstef sem ríkið hefur komið sér upp, að láta landnámslýsingar vega meira en fleiri hundruð ára sögur.“ Gunnlaugur segir tvennt í stöðunni nú, annars vegar geti landeigendur kært ríkið fyrir að selja sér land sem það átti ekki á sínum tíma og hins vegar að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður landeigendanna, segir að Hæstiréttur sé með dómi sínum að leggja ofursönnunarbyrði á landeigendur. „Það er gert í hag íslenska ríkisins og þar með hverfa lönd sem hafa verið í einkaeign til ríkisins og verða að þjóðlendum. Átakaatriðið er fyrst og fremst það að það sé hægt að leggja slíka sönnunarbyrði, sem nær langt aftur í aldir og jafnvel aftur fyrir ritöld á Ísland, á eigendur jarða.“
Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira