Herleysinu fagnað 2. október 2006 06:30 Á miðnesheiði Mikill fjöldi herstöðvaandstæðinga fór í skoðunarferð um varnarliðssvæðið í fylgd leiðsögumanna og kyrjaði baráttusöngva þrátt fyrir bann við háreysti.Fréttablaðið/Víkurfréttir Í kringum 70 herstöðvaandstæðingar fylktu liði til Suðurnesja í gær og skoðuðu herstöðina á Miðnesheiði, fyrstir almennra borgara eftir að Bandaríkjaher yfirgaf svæðið í gær. Ferðin var farin á vegum Samtaka herstöðvaandstæðina og fór hópurinn um varnarsvæðið fyrrverandi í fylgd leiðsögumanns sem sýndi þeim markverðustu og menguðustu staði þess. Hópurinn hóf einnig upp raust sína af og til og kyrjaði alkunna baráttusöngva sína. Eftir að Bandaríkjaher hvarf á brott hefur slagorð samtakanna þó tekið breytingum, og í stað hins gamalkunna „Ísland úr NATÓ - herinn á brott" stóð á skiltum þeirra slagorðið „Ísland úr NATÓ - herinn frá Írak". Svæðið telst þó enn vera varnarsvæði og því var hópnum gert að lúta ströngum reglum sem bönnuðu meðal annars háreysti og ósæmilega háttsemi. „Þetta var mikill gleðidagur," sagði Atli Gíslason, lögfræðingur og varaþingmaður vinstri grænna, sem var í ferðinni. „Manni auðnaðist sú gæfa að lifa þennan dásamlega dag og veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og voru greinilega mjög hamingjusamir með að herinn væri farinn." En brotthvarfi varnarliðsins var fagnað víðar. Þjóðarhreyfingin - með lýðræði hélt almennan borgarafund og hátíð á NASA við Austurvöll í gær af því tilefni, sem bar nafnið „Vopnin kvödd". Vopnin kvödd Jón Baldvin Hannibalsson flutti hátíðarræðu fyrir fullu húsi á NASA við Austurvöll. Fréttablaðið / vilhelm Á fundinum flutti Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, innblásna hátíðarræðu auk þess sem ýmsir listamenn stigu á svið. Rithöfundurinn Pétur Gunnarsson flutti ávarp, og læknirinn og varaþingkona Sjálfstæðisflokksins Katrín Fjeldsted las ljóð sem, Matthías Johannessen orti í tilefni dagsins, og ber nafnið „1. október". „Því var svo vel tekið að hún var beðin að koma á sviðið að lesa það aftur," sagði Hans Kristján Árnason, einn forvígismanna Þjóðarhreyfingarinnar. Hann kvaðst ánægður með samkomuna. „Það var ljómandi vel mætt og samdóma álit allra að þetta hafi verið með smekklegustu samkomum sem haldnar hafa verið." Þá segir hann ræður þeirra Jóns Baldvins og Péturs tímamótaræður sem eflaust endi í sögubókunum. Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
Í kringum 70 herstöðvaandstæðingar fylktu liði til Suðurnesja í gær og skoðuðu herstöðina á Miðnesheiði, fyrstir almennra borgara eftir að Bandaríkjaher yfirgaf svæðið í gær. Ferðin var farin á vegum Samtaka herstöðvaandstæðina og fór hópurinn um varnarsvæðið fyrrverandi í fylgd leiðsögumanns sem sýndi þeim markverðustu og menguðustu staði þess. Hópurinn hóf einnig upp raust sína af og til og kyrjaði alkunna baráttusöngva sína. Eftir að Bandaríkjaher hvarf á brott hefur slagorð samtakanna þó tekið breytingum, og í stað hins gamalkunna „Ísland úr NATÓ - herinn á brott" stóð á skiltum þeirra slagorðið „Ísland úr NATÓ - herinn frá Írak". Svæðið telst þó enn vera varnarsvæði og því var hópnum gert að lúta ströngum reglum sem bönnuðu meðal annars háreysti og ósæmilega háttsemi. „Þetta var mikill gleðidagur," sagði Atli Gíslason, lögfræðingur og varaþingmaður vinstri grænna, sem var í ferðinni. „Manni auðnaðist sú gæfa að lifa þennan dásamlega dag og veðurguðirnir léku við hvern sinn fingur og voru greinilega mjög hamingjusamir með að herinn væri farinn." En brotthvarfi varnarliðsins var fagnað víðar. Þjóðarhreyfingin - með lýðræði hélt almennan borgarafund og hátíð á NASA við Austurvöll í gær af því tilefni, sem bar nafnið „Vopnin kvödd". Vopnin kvödd Jón Baldvin Hannibalsson flutti hátíðarræðu fyrir fullu húsi á NASA við Austurvöll. Fréttablaðið / vilhelm Á fundinum flutti Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra Íslands í Bandaríkjunum, innblásna hátíðarræðu auk þess sem ýmsir listamenn stigu á svið. Rithöfundurinn Pétur Gunnarsson flutti ávarp, og læknirinn og varaþingkona Sjálfstæðisflokksins Katrín Fjeldsted las ljóð sem, Matthías Johannessen orti í tilefni dagsins, og ber nafnið „1. október". „Því var svo vel tekið að hún var beðin að koma á sviðið að lesa það aftur," sagði Hans Kristján Árnason, einn forvígismanna Þjóðarhreyfingarinnar. Hann kvaðst ánægður með samkomuna. „Það var ljómandi vel mætt og samdóma álit allra að þetta hafi verið með smekklegustu samkomum sem haldnar hafa verið." Þá segir hann ræður þeirra Jóns Baldvins og Péturs tímamótaræður sem eflaust endi í sögubókunum.
Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira