Algjört leyndó hvað er í kúluskítsdrykknum 22. september 2006 06:00 YNGVI RAGNAR KÚLUSKÍTSHÖFÐINGI Með ferskan kúluskít úr Mývatni. MYND/JÓHANN ÍSBERG Hin árlega Kúluskítshátíð var haldin í fjórða skipti um síðustu helgi við Mývatn. Kúluskíturinn, hinn sérkennilegi hringlaga þörungur, vex sem kunnugt er bara á tveimur stöðum í heiminum, í Akan vatninu í Japan og í Mývatni. Þetta tókst ágætlega og er skemmtileg viðbót við haustið hérna hjá okkur, segir Yngvi Ragnar Kristjánsson, upphafsmaður hátíðarinnar. Hann var að vanda kúluskítshöfðinginn í ár. Dagskráin hófst með því að veiðimaður kom í land með kúluskít sem ég varðveitti um helgina. Og hátíðin endaði svo með því að kúluskítnum var skilað í vatnið. Boðið var m.a. upp á kúluskítstengda myndlistarsamkeppni barna, kokkar Sel-hótels buðu til veislu þar sem réttir minntu á kúluskít og nýr kúluskítsdrykkur var kynntur. Það er algjört leyndó hvað er í honum, segir Yngvi, það eina sem ég gef upp er að við notum grænt kokteilber og grænan matarlit. Margt er framundan í Mývatnssveit. Hið árlega villibráðarhlaðborð verður haldið á Sel-hóteli í lok október og íslensku jólasveinarnir þrettán eiga nú opinberlega heima í Dimmuborgum. Öllum pósti til jólasveinsins er beint norður á Mývatn. Stúfur og Kertasníkir eru á ferðamálaráðstefnu í Frakklandi og þeir hafa það bara gott, segir Yngvi. Reyndar kvarta þeir aðeins yfir hitanum enda í ullarfötum að hætti íslenska jólasveinsins. Þegar nær dregur jólum förum við svo af stað með jólasveinaverkefnið okkar þar sem karlarnir þrettán taka á móti börnum í Dimmuborgum. Nýjasti viðburðurinn nyrðra er svo sérstök homma og lesbíuhelgi, sem haldin verður í mars. Við ætlum að sníða eina helgi fyrir þennan markhóp og erum á fullu að púsla dagskránni saman, segir Yngvi en vill að svo stöddu ekki ljóstra frekar upp um atburði helgarinnar.- glh Innlent Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira
Hin árlega Kúluskítshátíð var haldin í fjórða skipti um síðustu helgi við Mývatn. Kúluskíturinn, hinn sérkennilegi hringlaga þörungur, vex sem kunnugt er bara á tveimur stöðum í heiminum, í Akan vatninu í Japan og í Mývatni. Þetta tókst ágætlega og er skemmtileg viðbót við haustið hérna hjá okkur, segir Yngvi Ragnar Kristjánsson, upphafsmaður hátíðarinnar. Hann var að vanda kúluskítshöfðinginn í ár. Dagskráin hófst með því að veiðimaður kom í land með kúluskít sem ég varðveitti um helgina. Og hátíðin endaði svo með því að kúluskítnum var skilað í vatnið. Boðið var m.a. upp á kúluskítstengda myndlistarsamkeppni barna, kokkar Sel-hótels buðu til veislu þar sem réttir minntu á kúluskít og nýr kúluskítsdrykkur var kynntur. Það er algjört leyndó hvað er í honum, segir Yngvi, það eina sem ég gef upp er að við notum grænt kokteilber og grænan matarlit. Margt er framundan í Mývatnssveit. Hið árlega villibráðarhlaðborð verður haldið á Sel-hóteli í lok október og íslensku jólasveinarnir þrettán eiga nú opinberlega heima í Dimmuborgum. Öllum pósti til jólasveinsins er beint norður á Mývatn. Stúfur og Kertasníkir eru á ferðamálaráðstefnu í Frakklandi og þeir hafa það bara gott, segir Yngvi. Reyndar kvarta þeir aðeins yfir hitanum enda í ullarfötum að hætti íslenska jólasveinsins. Þegar nær dregur jólum förum við svo af stað með jólasveinaverkefnið okkar þar sem karlarnir þrettán taka á móti börnum í Dimmuborgum. Nýjasti viðburðurinn nyrðra er svo sérstök homma og lesbíuhelgi, sem haldin verður í mars. Við ætlum að sníða eina helgi fyrir þennan markhóp og erum á fullu að púsla dagskránni saman, segir Yngvi en vill að svo stöddu ekki ljóstra frekar upp um atburði helgarinnar.- glh
Innlent Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Sjá meira