Áskorun til félagsmálaráðherra Jóhanna sigurðardóttir skrifar 21. september 2006 06:00 Það er ólíðandi að deilur milli ríkis og sveitarfélaga bitni með fullum þunga á 370 fötluðum grunnskólabörnum og foreldrum þeirra eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Ekki er deilt um hvort þörfin sé fyrir hendi, heldur um hvort það sé hlutverk ríkis eða sveitarfélaga að veita þessa þjónustu og síðan hvað hún kostar. Um er að ræða lengda viðveru í grunnskólum hjá fötluðum börnum 10-16 ára. Ágreiningurinn snýst um hvort lengd viðvera falli undir lög um málefni fatlaðra eða almenna þjónustu sveitarfélaga við grunnskólabörn. Svo virðist að komin sé upp algjör pattstaða. Það gengur hreinlega ekki, því á meðan líða 370 fatlaðir einstaklingar, foreldrar þeirra og aðstandendur, sem þurfa jafnvel að minnka við sig vinnu vegna þessara kerfisdeilna. Við þessar aðstæður er það skylda félagsmálaráðherra að höggva á þennan hnút. Skora ég á félagsmálaráðherra að leysa málið tafarlaust. Ef lagaákvæði eru óljós á strax að breyta þeim. Ríki og sveitarfélög greinir líka á um útgjöldin vegna þessarar þjónustu sem ríki metur á rúmlega 100 milljónir en sveitarfélög nær 200 milljónum. Ríkið vill setja hámark á greiðslurnar og greiða einungis samanlagt 50-55 milljónir og inni í því er 45 milljón kr. kostnaður sem nú þegar er greiddur vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna á sjálfseignarstofnunum sem hagsmunasamtök fatlaðra reka eins og Lyngás. Ríkið virðist því einungis tilbúið að leggja til 10 milljónir af heildarkostnaði á bilinu 100-200 milljónir sem lengd viðvera 10-16 ára fatlaðra barna kostar. Félagsmálaráðherra verður að fá óvilhalla aðila til að meta með hlutlausum hætti raunverulegan kostnað við þessa þjónustu. Þeim kostnaði á að skipta refjalaust og án allra undanbragða milli ríkis og sveitarfélaga þar til Alþingi hefur með lögum kveðið skýrt á um hvort ríki eða sveitarfélaga eða þau sameiginlega eiga að reka og kosta þessa þjónustu. Málið verður tekið fyrir nú í upphafi þings hafi félagsmálaráðherra ekki orðið við þessari áskorun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er ólíðandi að deilur milli ríkis og sveitarfélaga bitni með fullum þunga á 370 fötluðum grunnskólabörnum og foreldrum þeirra eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Ekki er deilt um hvort þörfin sé fyrir hendi, heldur um hvort það sé hlutverk ríkis eða sveitarfélaga að veita þessa þjónustu og síðan hvað hún kostar. Um er að ræða lengda viðveru í grunnskólum hjá fötluðum börnum 10-16 ára. Ágreiningurinn snýst um hvort lengd viðvera falli undir lög um málefni fatlaðra eða almenna þjónustu sveitarfélaga við grunnskólabörn. Svo virðist að komin sé upp algjör pattstaða. Það gengur hreinlega ekki, því á meðan líða 370 fatlaðir einstaklingar, foreldrar þeirra og aðstandendur, sem þurfa jafnvel að minnka við sig vinnu vegna þessara kerfisdeilna. Við þessar aðstæður er það skylda félagsmálaráðherra að höggva á þennan hnút. Skora ég á félagsmálaráðherra að leysa málið tafarlaust. Ef lagaákvæði eru óljós á strax að breyta þeim. Ríki og sveitarfélög greinir líka á um útgjöldin vegna þessarar þjónustu sem ríki metur á rúmlega 100 milljónir en sveitarfélög nær 200 milljónum. Ríkið vill setja hámark á greiðslurnar og greiða einungis samanlagt 50-55 milljónir og inni í því er 45 milljón kr. kostnaður sem nú þegar er greiddur vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna á sjálfseignarstofnunum sem hagsmunasamtök fatlaðra reka eins og Lyngás. Ríkið virðist því einungis tilbúið að leggja til 10 milljónir af heildarkostnaði á bilinu 100-200 milljónir sem lengd viðvera 10-16 ára fatlaðra barna kostar. Félagsmálaráðherra verður að fá óvilhalla aðila til að meta með hlutlausum hætti raunverulegan kostnað við þessa þjónustu. Þeim kostnaði á að skipta refjalaust og án allra undanbragða milli ríkis og sveitarfélaga þar til Alþingi hefur með lögum kveðið skýrt á um hvort ríki eða sveitarfélaga eða þau sameiginlega eiga að reka og kosta þessa þjónustu. Málið verður tekið fyrir nú í upphafi þings hafi félagsmálaráðherra ekki orðið við þessari áskorun.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar