Japanar og Íranar semja um olíu 6. september 2006 00:01 Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans Íranar og Japanar eru sagðir vera að ná samkomulagi um byggingu olíuvinnslustöðvar í íran. MYND/AP Stjórnvöld í Íran og japanska fyrirtækið Inpex, sem er í meirihlutaeigu japanska ríkisins, eru sögð vera nálægt því að ljúka samningum um sameiginlega olíuvinnslu í Azadeganhéraði í suðvesturhluta Írans en það mun vera eitt stærsta ónýtta olíuvinnslusvæði í heimi. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, verður skrifað undir samninginn eftir tæpan hálfan mánuð. Stutt var í að samningar næðust um olíuvinnslu landanna á milli á svæðinu fyrir tveimur árum en þar sem samningamenn komu sér hins vegar ekki saman um fjármögnun verkefnisins rann það út í sandinn. Reiknað er með því að kostnaður við uppbyggingu á olíuvinnslusvæðinu í Azadeganhéraði geti numið um 2 milljörðum Bandaríkjadala eða tæpum 138 milljörðum íslenskra króna. Stefnt er að því að hefja olíuframleiðslu í héraðinu eftir tvö ár en búist er við því að hægt verði að dæla um 26 milljörðum tunna af hráolíu af svæðinu. BBC segir Japana háða innflutningi á olíu og því skipti samningurinn miklu fyrir stjórnvöld en Íranar eru fjórða stærsta olíuframleiðsluríki í heimi. Viðskipti Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stjórnvöld í Íran og japanska fyrirtækið Inpex, sem er í meirihlutaeigu japanska ríkisins, eru sögð vera nálægt því að ljúka samningum um sameiginlega olíuvinnslu í Azadeganhéraði í suðvesturhluta Írans en það mun vera eitt stærsta ónýtta olíuvinnslusvæði í heimi. Að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC, verður skrifað undir samninginn eftir tæpan hálfan mánuð. Stutt var í að samningar næðust um olíuvinnslu landanna á milli á svæðinu fyrir tveimur árum en þar sem samningamenn komu sér hins vegar ekki saman um fjármögnun verkefnisins rann það út í sandinn. Reiknað er með því að kostnaður við uppbyggingu á olíuvinnslusvæðinu í Azadeganhéraði geti numið um 2 milljörðum Bandaríkjadala eða tæpum 138 milljörðum íslenskra króna. Stefnt er að því að hefja olíuframleiðslu í héraðinu eftir tvö ár en búist er við því að hægt verði að dæla um 26 milljörðum tunna af hráolíu af svæðinu. BBC segir Japana háða innflutningi á olíu og því skipti samningurinn miklu fyrir stjórnvöld en Íranar eru fjórða stærsta olíuframleiðsluríki í heimi.
Viðskipti Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira