Tæplega 400 með lífshættulega offitu 14. ágúst 2006 07:30 offituaðgerð á landspítalanum Eftir að byrjað var að gera offituaðgerðir á Landspítalanum fyrir tveimur árum hafa fleiri sótt um að komast að á Reykjalundi. Þrjúhundruð og níutíu manns bíða eftir þjónustu næringarsviðs á Reykjalundi að sögn Hjördísar Jónsdóttur lækningaforstjóra. Nýr ráðningasamningur við heilbrigðisráðuneytið mun fela í sér aukið fjármagn til sviðsins og í kjölfarið má búast við að biðlistarnir styttist. Þeir 390 sem bíða teljast allir vera með lífshættulega offitu og hluti þess hóps hefur áhuga á að komast í offituaðgerð á Landspítalanum. Hjördís segir að eftir að byrjað var að gera offituaðgerðir á Landspítalanum fyrir tveimur árum hafi fleiri sótt um að komast að á Reykjalundi en forsenda þess að komast í aðgerðina er að léttast um ákveðin kílóafjölda. Meðalbiðtími á næringarsviði Reykjalundar eru 10 mánuðir. Þá bíða tæplega 300 manns eftir innlögn á gigtarsviðið á Reykjalundi en Hjördís telur að hluta þeirra sem bíða hafi leitað sér meðferðar annarsstaðar eins og til dæmis á Heilsuhælið í Hveragerði. Um 200 manns bíða eftir innlögn á verkjasviði en þar bíður fólk eftir að komast að í endurhæfingu eftir slys. Hjördís segir hluta þessa fólks óstarfhæft vegna verkja og að meðferð geti verið forsenda þess að það komist út á vinnumarkaðinn. Alls bíða 110 manns eftir að komast að á geðsviði Reykjalundar en þar kemur fólk gjarnan í kjölfar innlagnar á geðdeild LSH til að fá frekari stuðning. Hjördís segir beiðnir inn á hinar ýmsu deildir Reykjalundar í nokkru jafnvægi og að reynt sé að forgangsraða biðlistum hvers sviðs eftir þröfum. Hjördís segir mikilvægt að efla starfsemi sumra sviða á Reykjalundi og nefnir sem dæmi taugasvið en þar kemur fólk sem hlotið hefur taugaskaða í kjölfar sjúkdóma eða slysa. Þetta er hópur sem þarf að sinna betur en oft er hægt að bæta skaðann sem fólk hefur orðið fyrir með réttri endurhæfingu. Hjördís segir mikilvægt að Reykjalundur sé í góðum samskiptum við heilsugæslustöðvar um allt land og segir að hlutverk stofnunarinnar eigi meðal annars að felast í miðlun upplýsinga. Með þessu fyrirkomulagi er ekki nauðsynlegt að stækka Reykjalund heldur gegnir hann þá hlutverki sérfræðikjarna sem sé í góðum tengslum við aðrar heilbrigðisstofnanir. Innlent Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Þrjúhundruð og níutíu manns bíða eftir þjónustu næringarsviðs á Reykjalundi að sögn Hjördísar Jónsdóttur lækningaforstjóra. Nýr ráðningasamningur við heilbrigðisráðuneytið mun fela í sér aukið fjármagn til sviðsins og í kjölfarið má búast við að biðlistarnir styttist. Þeir 390 sem bíða teljast allir vera með lífshættulega offitu og hluti þess hóps hefur áhuga á að komast í offituaðgerð á Landspítalanum. Hjördís segir að eftir að byrjað var að gera offituaðgerðir á Landspítalanum fyrir tveimur árum hafi fleiri sótt um að komast að á Reykjalundi en forsenda þess að komast í aðgerðina er að léttast um ákveðin kílóafjölda. Meðalbiðtími á næringarsviði Reykjalundar eru 10 mánuðir. Þá bíða tæplega 300 manns eftir innlögn á gigtarsviðið á Reykjalundi en Hjördís telur að hluta þeirra sem bíða hafi leitað sér meðferðar annarsstaðar eins og til dæmis á Heilsuhælið í Hveragerði. Um 200 manns bíða eftir innlögn á verkjasviði en þar bíður fólk eftir að komast að í endurhæfingu eftir slys. Hjördís segir hluta þessa fólks óstarfhæft vegna verkja og að meðferð geti verið forsenda þess að það komist út á vinnumarkaðinn. Alls bíða 110 manns eftir að komast að á geðsviði Reykjalundar en þar kemur fólk gjarnan í kjölfar innlagnar á geðdeild LSH til að fá frekari stuðning. Hjördís segir beiðnir inn á hinar ýmsu deildir Reykjalundar í nokkru jafnvægi og að reynt sé að forgangsraða biðlistum hvers sviðs eftir þröfum. Hjördís segir mikilvægt að efla starfsemi sumra sviða á Reykjalundi og nefnir sem dæmi taugasvið en þar kemur fólk sem hlotið hefur taugaskaða í kjölfar sjúkdóma eða slysa. Þetta er hópur sem þarf að sinna betur en oft er hægt að bæta skaðann sem fólk hefur orðið fyrir með réttri endurhæfingu. Hjördís segir mikilvægt að Reykjalundur sé í góðum samskiptum við heilsugæslustöðvar um allt land og segir að hlutverk stofnunarinnar eigi meðal annars að felast í miðlun upplýsinga. Með þessu fyrirkomulagi er ekki nauðsynlegt að stækka Reykjalund heldur gegnir hann þá hlutverki sérfræðikjarna sem sé í góðum tengslum við aðrar heilbrigðisstofnanir.
Innlent Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira