Tæplega 400 með lífshættulega offitu 14. ágúst 2006 07:30 offituaðgerð á landspítalanum Eftir að byrjað var að gera offituaðgerðir á Landspítalanum fyrir tveimur árum hafa fleiri sótt um að komast að á Reykjalundi. Þrjúhundruð og níutíu manns bíða eftir þjónustu næringarsviðs á Reykjalundi að sögn Hjördísar Jónsdóttur lækningaforstjóra. Nýr ráðningasamningur við heilbrigðisráðuneytið mun fela í sér aukið fjármagn til sviðsins og í kjölfarið má búast við að biðlistarnir styttist. Þeir 390 sem bíða teljast allir vera með lífshættulega offitu og hluti þess hóps hefur áhuga á að komast í offituaðgerð á Landspítalanum. Hjördís segir að eftir að byrjað var að gera offituaðgerðir á Landspítalanum fyrir tveimur árum hafi fleiri sótt um að komast að á Reykjalundi en forsenda þess að komast í aðgerðina er að léttast um ákveðin kílóafjölda. Meðalbiðtími á næringarsviði Reykjalundar eru 10 mánuðir. Þá bíða tæplega 300 manns eftir innlögn á gigtarsviðið á Reykjalundi en Hjördís telur að hluta þeirra sem bíða hafi leitað sér meðferðar annarsstaðar eins og til dæmis á Heilsuhælið í Hveragerði. Um 200 manns bíða eftir innlögn á verkjasviði en þar bíður fólk eftir að komast að í endurhæfingu eftir slys. Hjördís segir hluta þessa fólks óstarfhæft vegna verkja og að meðferð geti verið forsenda þess að það komist út á vinnumarkaðinn. Alls bíða 110 manns eftir að komast að á geðsviði Reykjalundar en þar kemur fólk gjarnan í kjölfar innlagnar á geðdeild LSH til að fá frekari stuðning. Hjördís segir beiðnir inn á hinar ýmsu deildir Reykjalundar í nokkru jafnvægi og að reynt sé að forgangsraða biðlistum hvers sviðs eftir þröfum. Hjördís segir mikilvægt að efla starfsemi sumra sviða á Reykjalundi og nefnir sem dæmi taugasvið en þar kemur fólk sem hlotið hefur taugaskaða í kjölfar sjúkdóma eða slysa. Þetta er hópur sem þarf að sinna betur en oft er hægt að bæta skaðann sem fólk hefur orðið fyrir með réttri endurhæfingu. Hjördís segir mikilvægt að Reykjalundur sé í góðum samskiptum við heilsugæslustöðvar um allt land og segir að hlutverk stofnunarinnar eigi meðal annars að felast í miðlun upplýsinga. Með þessu fyrirkomulagi er ekki nauðsynlegt að stækka Reykjalund heldur gegnir hann þá hlutverki sérfræðikjarna sem sé í góðum tengslum við aðrar heilbrigðisstofnanir. Innlent Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Þrjúhundruð og níutíu manns bíða eftir þjónustu næringarsviðs á Reykjalundi að sögn Hjördísar Jónsdóttur lækningaforstjóra. Nýr ráðningasamningur við heilbrigðisráðuneytið mun fela í sér aukið fjármagn til sviðsins og í kjölfarið má búast við að biðlistarnir styttist. Þeir 390 sem bíða teljast allir vera með lífshættulega offitu og hluti þess hóps hefur áhuga á að komast í offituaðgerð á Landspítalanum. Hjördís segir að eftir að byrjað var að gera offituaðgerðir á Landspítalanum fyrir tveimur árum hafi fleiri sótt um að komast að á Reykjalundi en forsenda þess að komast í aðgerðina er að léttast um ákveðin kílóafjölda. Meðalbiðtími á næringarsviði Reykjalundar eru 10 mánuðir. Þá bíða tæplega 300 manns eftir innlögn á gigtarsviðið á Reykjalundi en Hjördís telur að hluta þeirra sem bíða hafi leitað sér meðferðar annarsstaðar eins og til dæmis á Heilsuhælið í Hveragerði. Um 200 manns bíða eftir innlögn á verkjasviði en þar bíður fólk eftir að komast að í endurhæfingu eftir slys. Hjördís segir hluta þessa fólks óstarfhæft vegna verkja og að meðferð geti verið forsenda þess að það komist út á vinnumarkaðinn. Alls bíða 110 manns eftir að komast að á geðsviði Reykjalundar en þar kemur fólk gjarnan í kjölfar innlagnar á geðdeild LSH til að fá frekari stuðning. Hjördís segir beiðnir inn á hinar ýmsu deildir Reykjalundar í nokkru jafnvægi og að reynt sé að forgangsraða biðlistum hvers sviðs eftir þröfum. Hjördís segir mikilvægt að efla starfsemi sumra sviða á Reykjalundi og nefnir sem dæmi taugasvið en þar kemur fólk sem hlotið hefur taugaskaða í kjölfar sjúkdóma eða slysa. Þetta er hópur sem þarf að sinna betur en oft er hægt að bæta skaðann sem fólk hefur orðið fyrir með réttri endurhæfingu. Hjördís segir mikilvægt að Reykjalundur sé í góðum samskiptum við heilsugæslustöðvar um allt land og segir að hlutverk stofnunarinnar eigi meðal annars að felast í miðlun upplýsinga. Með þessu fyrirkomulagi er ekki nauðsynlegt að stækka Reykjalund heldur gegnir hann þá hlutverki sérfræðikjarna sem sé í góðum tengslum við aðrar heilbrigðisstofnanir.
Innlent Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira