Aukið valfrelsi, aukin ábyrgð 24. júlí 2006 06:00 Tillögur starfsnámsnefndar um breytta tilhögun framhaldsskólanáms fela í sér að skólarnir fá aukið frelsi til mótunar náms en jafnframt aukna ábyrgð. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verður framhaldsskólum gert kleift að bjóða nám sem miðast við þarfir og lokamarkmið nemenda með hliðsjón af kröfum næsta skólastigs og/eða atvinnulífs. Með því að falla frá þeirri aðgreiningu sem nú tíðkast á bóknámi og starfsnámi væri jafnframt stigið mikilvægt skref í þá átt að gera starfsnám að fýsilegri valkosti þegar ákvörðun er tekin um nám í framhaldsskóla. Að sama skapi væri nemendum auðveldað að skipta um námsbraut eftir að nám er hafið þar sem kjarninn væri alls staðar hinn sami og teknar einingar nýttust á nýrri braut. Ég hef lagt áherslu á að það sé inntak náms er mestu máli skiptir en ekki árafjöldi. Að sjálfsögðu er eðlilegt að gera nemendum kleift að ljúka framhaldsskóla á sama aldri og nemendur í þeim ríkjum sem við berum okkur saman við en það er líka jafnsjálfsagt að nemendur og skólar geti valið önnur mörk námstíma. Mikilvægt er að með auknu valfrelsi og sveigjanleika verði komið til móts við þarfir og markmið sem flestra. Samkvæmt tillögum starfsnámsnefndar munu nemendur í framhaldsskólum einfaldlega ljúka námi á þeim tíma sem nauðsynlegur er til að ná settum markmiðum í samræmi við eigin áhuga og kröfur. Þannig mun lengd náms til stúdentsprófs ráðast af framboði náms í hverjum skóla fyrir sig, innra skipulagi skóla og vali viðkomandi nemanda. Líta verður á skólagöngu ungmenna sem eina heild, allt frá því að nám í grunnskóla hefst þar til viðkomandi einstaklingur lýkur námi. Á undanförnum áratug hefur fjöldi nemenda í háskólum landsins tvöfaldast og æ algengara er að námsferli ljúki með háskólaprófi. Þessi framvinda speglar breytingar á þjóðfélaginu og alþjóðlegu umhverfi. Markmið okkar á að vera að íslenskum ungmennum bjóðist fjölbreyttir menntunarmöguleikar sem gera þá að upplýstum og þroskuðum þjóðfélagsþegnum og veita þeim sem flest tækifæri í atvinnulífi framtíðarinnar. Á grundvelli tíu skrefa samkomulagsins milli Kennarasambands Íslands og mín er nú verið að vinna mikið starf sem miðar að því að efla íslenskt skólakerfi. Þar er verið að skoða marga mikilvæga þætti og má nefna sem dæmi eflingu íslenskrar kennaramenntunar. Í vinnu starfsnámsnefndar var leitast eftir því að ná breiðri samstöðu um hvaða leiðir væru skynsamlegar til að efla framhaldsskólann og auka aðsókn að starfsnámi. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar helstu hagsmunaaðila, s.s. framhaldsskólanna, Kennarasambandsins, launþega, atvinnulífs og þingmenn úr jafnt stjórn sem stjórnarandstöðu. Þau viðbrögð sem tillögur nefndarinnar hafa fengið vekja vonir um að unnt verði að sætta mismunandi sjónarmið á grundvelli þeirra enda verði rammi nýja framhaldsskólans nægjanlega víður til að ólík viðhorf njóti sín og fjölbreytilegar hugmyndir fái svigrúm til að sanna ágæti sitt. Það er eðlilegt að skiptar skoðanir séu um hvaða leiðir beri að fara við breytingar á menntakerfinu enda miklir hagsmunir í húfi, sem er menntun barnanna okkar. Menntakerfið verður hins vegar að vera í stöðugri þróun og taka mið af breyttum aðstæðum og þörfum í samfélaginu. Með tillögum starfsnámsnefndar og því starfi sem nú á sér stað undir merkjum tíu skrefa samkomulagsins er vonandi að víðtæk samstaða náist um áframhaldandi þróun og eflingu íslenska skólakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Tillögur starfsnámsnefndar um breytta tilhögun framhaldsskólanáms fela í sér að skólarnir fá aukið frelsi til mótunar náms en jafnframt aukna ábyrgð. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verður framhaldsskólum gert kleift að bjóða nám sem miðast við þarfir og lokamarkmið nemenda með hliðsjón af kröfum næsta skólastigs og/eða atvinnulífs. Með því að falla frá þeirri aðgreiningu sem nú tíðkast á bóknámi og starfsnámi væri jafnframt stigið mikilvægt skref í þá átt að gera starfsnám að fýsilegri valkosti þegar ákvörðun er tekin um nám í framhaldsskóla. Að sama skapi væri nemendum auðveldað að skipta um námsbraut eftir að nám er hafið þar sem kjarninn væri alls staðar hinn sami og teknar einingar nýttust á nýrri braut. Ég hef lagt áherslu á að það sé inntak náms er mestu máli skiptir en ekki árafjöldi. Að sjálfsögðu er eðlilegt að gera nemendum kleift að ljúka framhaldsskóla á sama aldri og nemendur í þeim ríkjum sem við berum okkur saman við en það er líka jafnsjálfsagt að nemendur og skólar geti valið önnur mörk námstíma. Mikilvægt er að með auknu valfrelsi og sveigjanleika verði komið til móts við þarfir og markmið sem flestra. Samkvæmt tillögum starfsnámsnefndar munu nemendur í framhaldsskólum einfaldlega ljúka námi á þeim tíma sem nauðsynlegur er til að ná settum markmiðum í samræmi við eigin áhuga og kröfur. Þannig mun lengd náms til stúdentsprófs ráðast af framboði náms í hverjum skóla fyrir sig, innra skipulagi skóla og vali viðkomandi nemanda. Líta verður á skólagöngu ungmenna sem eina heild, allt frá því að nám í grunnskóla hefst þar til viðkomandi einstaklingur lýkur námi. Á undanförnum áratug hefur fjöldi nemenda í háskólum landsins tvöfaldast og æ algengara er að námsferli ljúki með háskólaprófi. Þessi framvinda speglar breytingar á þjóðfélaginu og alþjóðlegu umhverfi. Markmið okkar á að vera að íslenskum ungmennum bjóðist fjölbreyttir menntunarmöguleikar sem gera þá að upplýstum og þroskuðum þjóðfélagsþegnum og veita þeim sem flest tækifæri í atvinnulífi framtíðarinnar. Á grundvelli tíu skrefa samkomulagsins milli Kennarasambands Íslands og mín er nú verið að vinna mikið starf sem miðar að því að efla íslenskt skólakerfi. Þar er verið að skoða marga mikilvæga þætti og má nefna sem dæmi eflingu íslenskrar kennaramenntunar. Í vinnu starfsnámsnefndar var leitast eftir því að ná breiðri samstöðu um hvaða leiðir væru skynsamlegar til að efla framhaldsskólann og auka aðsókn að starfsnámi. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar helstu hagsmunaaðila, s.s. framhaldsskólanna, Kennarasambandsins, launþega, atvinnulífs og þingmenn úr jafnt stjórn sem stjórnarandstöðu. Þau viðbrögð sem tillögur nefndarinnar hafa fengið vekja vonir um að unnt verði að sætta mismunandi sjónarmið á grundvelli þeirra enda verði rammi nýja framhaldsskólans nægjanlega víður til að ólík viðhorf njóti sín og fjölbreytilegar hugmyndir fái svigrúm til að sanna ágæti sitt. Það er eðlilegt að skiptar skoðanir séu um hvaða leiðir beri að fara við breytingar á menntakerfinu enda miklir hagsmunir í húfi, sem er menntun barnanna okkar. Menntakerfið verður hins vegar að vera í stöðugri þróun og taka mið af breyttum aðstæðum og þörfum í samfélaginu. Með tillögum starfsnámsnefndar og því starfi sem nú á sér stað undir merkjum tíu skrefa samkomulagsins er vonandi að víðtæk samstaða náist um áframhaldandi þróun og eflingu íslenska skólakerfisins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar