Steytti á afnámi verndartolla landbúnaðarvara 15. júlí 2006 08:30 Keypt inn Matarreikningur meðalheimilis myndi lækka um 130 þúsund krónur á ári, verði farið að þeim hugmyndum sem helst voru ræddar í matvöruverðsnefnd forsætisráðherra. Helst steytti á hugmyndum um afnám verndartolla landbúnaðarvara í starfi matvælanefndar forsætisráðherra. Háværar kröfur voru uppi í nefndinni um að gerð yrði tillaga um afnám þeirra en fulltrúi bænda lagðist alfarið gegn þeim. Samkvæmt útreikningum starfsfólks Hagstofunnar myndi matarreikningur meðalheimilis í landinu lækka um rúmar 80 þúsund krónur ef verndartollarnir yrðu aflagðir. Alþýðusambandið, sem átti fulltrúa í nefndinni, krafðist þess að landbúnaðarkerfið yrði stokkað upp og fært úr kerfi hafta og hamla, í kerfi með verulegum auknum beinum greiðslum sem rynnu til bænda, eins og segir í yfirlýsingu þess. Þar sem ekki náðist samstaða um þær hugmyndir vildi sambandið ekki standa að sameiginlegum tillögum nefndarinnar sem leiða myndu til verulegra lækkana á sælgæti og gosi en óverulegra lækkana á verði venjulegra matvæla, eins og það er orðað. Samtök verslunar og þjónustu vilja einnig að tollar vegna innflutnings á búvöru verði afnumdir en telja mikilvæg skref stigin með afnámi vörugjalda og að öll matvara beri sama hlutfall virðisaukaskatts. Um leið er mótmælt hugmyndum Lýðheilsustofnunar um að halda beri í hærri skattlagningu á einstakar tegundir matvæla sem taldar eru óhollari en aðrar. Slík opinber neyslustýring hafi hingað til alltaf mistekist. Það kemur Össuri Skarphéðinssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, ekki á óvart að ekki hafi náðst samstaða í nefndinni enda hafi fulltrúar landbúnaðarins átt þar sæti. Össur telur mikilsvert að samstaða hafi náðst um ákveðin skref, sem feli í sér nokkra lækkun matarverðs ef að lögum verða, en segir mikilvægt að ganga lengra. Það er ljóst að til að ná árangri sem munar um og skiptir neytendur miklu máli þá verður að afnema ofurtollana á innfluttum matvörum. Við í Samfylkingunni munum strax í haust leggja til að stigið verði stórt skref, til dæmis með helmingslækkun, og að síðar verði stefnt að því að afnema þá alveg. Hann segir að á móti verði að ganga til viðræðna við bændur um aðgerðir til að hjálpa þeim á aðlögunartímanum. Markmiðið á að vera að hér verði matarverð ekki hærra heldur en í Evrópusambandslöndunum og ég held reyndar að besta leiðin til að ná verðinu verulega niður sé að ganga í ESB, segir Össur og minnir á að lækkun matarverðs sé eitt þeirra mála sem flokkur hans hefur lagt hvað mesta áherslu á á síðustu árum. Forsætisráðherra vildi það eitt um málið segja að skýrslan verði tekin til skoðunar. Ekki náðist í landbúnaðarráðherra. Innlent Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Helst steytti á hugmyndum um afnám verndartolla landbúnaðarvara í starfi matvælanefndar forsætisráðherra. Háværar kröfur voru uppi í nefndinni um að gerð yrði tillaga um afnám þeirra en fulltrúi bænda lagðist alfarið gegn þeim. Samkvæmt útreikningum starfsfólks Hagstofunnar myndi matarreikningur meðalheimilis í landinu lækka um rúmar 80 þúsund krónur ef verndartollarnir yrðu aflagðir. Alþýðusambandið, sem átti fulltrúa í nefndinni, krafðist þess að landbúnaðarkerfið yrði stokkað upp og fært úr kerfi hafta og hamla, í kerfi með verulegum auknum beinum greiðslum sem rynnu til bænda, eins og segir í yfirlýsingu þess. Þar sem ekki náðist samstaða um þær hugmyndir vildi sambandið ekki standa að sameiginlegum tillögum nefndarinnar sem leiða myndu til verulegra lækkana á sælgæti og gosi en óverulegra lækkana á verði venjulegra matvæla, eins og það er orðað. Samtök verslunar og þjónustu vilja einnig að tollar vegna innflutnings á búvöru verði afnumdir en telja mikilvæg skref stigin með afnámi vörugjalda og að öll matvara beri sama hlutfall virðisaukaskatts. Um leið er mótmælt hugmyndum Lýðheilsustofnunar um að halda beri í hærri skattlagningu á einstakar tegundir matvæla sem taldar eru óhollari en aðrar. Slík opinber neyslustýring hafi hingað til alltaf mistekist. Það kemur Össuri Skarphéðinssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, ekki á óvart að ekki hafi náðst samstaða í nefndinni enda hafi fulltrúar landbúnaðarins átt þar sæti. Össur telur mikilsvert að samstaða hafi náðst um ákveðin skref, sem feli í sér nokkra lækkun matarverðs ef að lögum verða, en segir mikilvægt að ganga lengra. Það er ljóst að til að ná árangri sem munar um og skiptir neytendur miklu máli þá verður að afnema ofurtollana á innfluttum matvörum. Við í Samfylkingunni munum strax í haust leggja til að stigið verði stórt skref, til dæmis með helmingslækkun, og að síðar verði stefnt að því að afnema þá alveg. Hann segir að á móti verði að ganga til viðræðna við bændur um aðgerðir til að hjálpa þeim á aðlögunartímanum. Markmiðið á að vera að hér verði matarverð ekki hærra heldur en í Evrópusambandslöndunum og ég held reyndar að besta leiðin til að ná verðinu verulega niður sé að ganga í ESB, segir Össur og minnir á að lækkun matarverðs sé eitt þeirra mála sem flokkur hans hefur lagt hvað mesta áherslu á á síðustu árum. Forsætisráðherra vildi það eitt um málið segja að skýrslan verði tekin til skoðunar. Ekki náðist í landbúnaðarráðherra.
Innlent Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira