Gantaðist við verjanda sinn 15. júlí 2006 09:00 Sakborningurinn Romas hefur áfrýjað máli sínu til Hæstaréttar. MYND/Hörður Romas Kosakovskis, Litháinn sem reyndi að smygla rúmum tveimur lítrum af amfetamínbasa og tæpum lítra af brennisteinssýru inn til landsins í lok febrúar síðastliðnum, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar að auki var honum gert að greiða rúma milljón króna í sakarkostnað. Romas sýndi engin svipbrigði við dómsuppkvaðninguna, en létt virtist yfir honum áður en dómari gekk í salinn því hann gantaðist við lögfræðing sinn, Björgvin Jónsson, áður en dómshald hófst. Að dómsuppkvaðningu lokinni kaus Romas að una dómnum ekki og áfrýjaði máli sínu til Hæstaréttar Íslands. Gæsluvarðhald yfir honum var því framlengt þar til Hæstiréttur kveður upp dóm í málinu. Vökvinn sem Romas reyndi að smygla inn til landsins fyrr á þessu ári hefði dugað til framleiðslu á um sautján kílóum af amfetamíni. Ef hann hefði haft það magn í fórum sínum þegar hann var handtekinn, hefði hann mátt búast við 12 til 13 ára dómi. Samkvæmt Daða Kristjánssyni, lögfræðingi ákæruvaldsins, er vaninn sá að erlendir glæpamenn afpláni aðeins helming dóms, á meðan heimamenn séu látnir afplána tvo þriðju hluta refsingarinnar. Hann segir ástæðu þess vera að erfiðara reynist erlendum glæpamönnum að afplána dóm í íslenskum fangelsum heldur en íslenskum kollegum þeirra. Innlent Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Romas Kosakovskis, Litháinn sem reyndi að smygla rúmum tveimur lítrum af amfetamínbasa og tæpum lítra af brennisteinssýru inn til landsins í lok febrúar síðastliðnum, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar að auki var honum gert að greiða rúma milljón króna í sakarkostnað. Romas sýndi engin svipbrigði við dómsuppkvaðninguna, en létt virtist yfir honum áður en dómari gekk í salinn því hann gantaðist við lögfræðing sinn, Björgvin Jónsson, áður en dómshald hófst. Að dómsuppkvaðningu lokinni kaus Romas að una dómnum ekki og áfrýjaði máli sínu til Hæstaréttar Íslands. Gæsluvarðhald yfir honum var því framlengt þar til Hæstiréttur kveður upp dóm í málinu. Vökvinn sem Romas reyndi að smygla inn til landsins fyrr á þessu ári hefði dugað til framleiðslu á um sautján kílóum af amfetamíni. Ef hann hefði haft það magn í fórum sínum þegar hann var handtekinn, hefði hann mátt búast við 12 til 13 ára dómi. Samkvæmt Daða Kristjánssyni, lögfræðingi ákæruvaldsins, er vaninn sá að erlendir glæpamenn afpláni aðeins helming dóms, á meðan heimamenn séu látnir afplána tvo þriðju hluta refsingarinnar. Hann segir ástæðu þess vera að erfiðara reynist erlendum glæpamönnum að afplána dóm í íslenskum fangelsum heldur en íslenskum kollegum þeirra.
Innlent Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira