Þúsundir hætta lífi sínu fyrir spennu 12. júlí 2006 07:15 Á hverju ári koma þúsundir manns saman í spænsku borginni Pamplona til þess að taka þátt í nautahlaupinu sem þar fer fram. Þá er mannýgum nautum sleppt í borginni og látin hlaupa eftir fyrirfram girtri leið á meðan mannfjöldi hleypur undan þeim. Saga hátíðarinnar Nautahlaupið er aðeins einn dagskrárliða San Fermin hátíðarinnar, þó það sé sá langþekktasti og vinsælasti. Uppruna hátíðarinnar má rekja aftur til fimmtándu aldar, en í fyrstu var hún haldin til að fagna afmæli dýrlingsins Fermin. Þá fór hún fram í september og var ekki með nautahlaup á dagskránni, en með árunum sameinaðist hún öðrum hátíðum og varð að hátíðinni sem hún er dag. Nautahlaupið Í nautahlaupinu, eða Encierro eins og það kallast á frummálinu, er nautum sleppt í borginni og þau látin hlaupa 825 metra langa leið sem hefur verið girt af. Þetta gerist á hverjum morgni hátíðarinnar klukkan átta, en stærsta hlaupið fer fram 7. júlí. Áður en nautunum er sleppt fara hlauparar með eins konar bæn við styttu dýrlingsins Fermin þar sem hann er beðinn um að leiða og blessa þátttakendur. Síðan er flugeldi skotið á loft, merki um að nautunum hafi verið sleppt. Hlaupinu lýkur við hringleikahús þar sem nautaat fer fram seinna um daginn. Ekki hættulaust Eins og gefur að skilja er nautahlaupið ekki hættulaust, en mannýgt naut getur gert hlaupara mikinn skaða nái það honum. Einnig troðast margir undir í mannþrönginni við að flýja frá nautunum. Frá árinu 1924 hafa fimmtán manns látist í hlaupinu og yfir tvö hundruð slasast alvarlega. Tveir menn liggja illa slasaðir á sjúkrahúsi eftir nautahlaupið í ár, en einn þeirra er lamaður að hluta til eftir að hafa orðið fyrir tarfi á fyrsta degi hlaupsins. Innlent Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Á hverju ári koma þúsundir manns saman í spænsku borginni Pamplona til þess að taka þátt í nautahlaupinu sem þar fer fram. Þá er mannýgum nautum sleppt í borginni og látin hlaupa eftir fyrirfram girtri leið á meðan mannfjöldi hleypur undan þeim. Saga hátíðarinnar Nautahlaupið er aðeins einn dagskrárliða San Fermin hátíðarinnar, þó það sé sá langþekktasti og vinsælasti. Uppruna hátíðarinnar má rekja aftur til fimmtándu aldar, en í fyrstu var hún haldin til að fagna afmæli dýrlingsins Fermin. Þá fór hún fram í september og var ekki með nautahlaup á dagskránni, en með árunum sameinaðist hún öðrum hátíðum og varð að hátíðinni sem hún er dag. Nautahlaupið Í nautahlaupinu, eða Encierro eins og það kallast á frummálinu, er nautum sleppt í borginni og þau látin hlaupa 825 metra langa leið sem hefur verið girt af. Þetta gerist á hverjum morgni hátíðarinnar klukkan átta, en stærsta hlaupið fer fram 7. júlí. Áður en nautunum er sleppt fara hlauparar með eins konar bæn við styttu dýrlingsins Fermin þar sem hann er beðinn um að leiða og blessa þátttakendur. Síðan er flugeldi skotið á loft, merki um að nautunum hafi verið sleppt. Hlaupinu lýkur við hringleikahús þar sem nautaat fer fram seinna um daginn. Ekki hættulaust Eins og gefur að skilja er nautahlaupið ekki hættulaust, en mannýgt naut getur gert hlaupara mikinn skaða nái það honum. Einnig troðast margir undir í mannþrönginni við að flýja frá nautunum. Frá árinu 1924 hafa fimmtán manns látist í hlaupinu og yfir tvö hundruð slasast alvarlega. Tveir menn liggja illa slasaðir á sjúkrahúsi eftir nautahlaupið í ár, en einn þeirra er lamaður að hluta til eftir að hafa orðið fyrir tarfi á fyrsta degi hlaupsins.
Innlent Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira