Þúsundir hætta lífi sínu fyrir spennu 12. júlí 2006 07:15 Á hverju ári koma þúsundir manns saman í spænsku borginni Pamplona til þess að taka þátt í nautahlaupinu sem þar fer fram. Þá er mannýgum nautum sleppt í borginni og látin hlaupa eftir fyrirfram girtri leið á meðan mannfjöldi hleypur undan þeim. Saga hátíðarinnar Nautahlaupið er aðeins einn dagskrárliða San Fermin hátíðarinnar, þó það sé sá langþekktasti og vinsælasti. Uppruna hátíðarinnar má rekja aftur til fimmtándu aldar, en í fyrstu var hún haldin til að fagna afmæli dýrlingsins Fermin. Þá fór hún fram í september og var ekki með nautahlaup á dagskránni, en með árunum sameinaðist hún öðrum hátíðum og varð að hátíðinni sem hún er dag. Nautahlaupið Í nautahlaupinu, eða Encierro eins og það kallast á frummálinu, er nautum sleppt í borginni og þau látin hlaupa 825 metra langa leið sem hefur verið girt af. Þetta gerist á hverjum morgni hátíðarinnar klukkan átta, en stærsta hlaupið fer fram 7. júlí. Áður en nautunum er sleppt fara hlauparar með eins konar bæn við styttu dýrlingsins Fermin þar sem hann er beðinn um að leiða og blessa þátttakendur. Síðan er flugeldi skotið á loft, merki um að nautunum hafi verið sleppt. Hlaupinu lýkur við hringleikahús þar sem nautaat fer fram seinna um daginn. Ekki hættulaust Eins og gefur að skilja er nautahlaupið ekki hættulaust, en mannýgt naut getur gert hlaupara mikinn skaða nái það honum. Einnig troðast margir undir í mannþrönginni við að flýja frá nautunum. Frá árinu 1924 hafa fimmtán manns látist í hlaupinu og yfir tvö hundruð slasast alvarlega. Tveir menn liggja illa slasaðir á sjúkrahúsi eftir nautahlaupið í ár, en einn þeirra er lamaður að hluta til eftir að hafa orðið fyrir tarfi á fyrsta degi hlaupsins. Innlent Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Á hverju ári koma þúsundir manns saman í spænsku borginni Pamplona til þess að taka þátt í nautahlaupinu sem þar fer fram. Þá er mannýgum nautum sleppt í borginni og látin hlaupa eftir fyrirfram girtri leið á meðan mannfjöldi hleypur undan þeim. Saga hátíðarinnar Nautahlaupið er aðeins einn dagskrárliða San Fermin hátíðarinnar, þó það sé sá langþekktasti og vinsælasti. Uppruna hátíðarinnar má rekja aftur til fimmtándu aldar, en í fyrstu var hún haldin til að fagna afmæli dýrlingsins Fermin. Þá fór hún fram í september og var ekki með nautahlaup á dagskránni, en með árunum sameinaðist hún öðrum hátíðum og varð að hátíðinni sem hún er dag. Nautahlaupið Í nautahlaupinu, eða Encierro eins og það kallast á frummálinu, er nautum sleppt í borginni og þau látin hlaupa 825 metra langa leið sem hefur verið girt af. Þetta gerist á hverjum morgni hátíðarinnar klukkan átta, en stærsta hlaupið fer fram 7. júlí. Áður en nautunum er sleppt fara hlauparar með eins konar bæn við styttu dýrlingsins Fermin þar sem hann er beðinn um að leiða og blessa þátttakendur. Síðan er flugeldi skotið á loft, merki um að nautunum hafi verið sleppt. Hlaupinu lýkur við hringleikahús þar sem nautaat fer fram seinna um daginn. Ekki hættulaust Eins og gefur að skilja er nautahlaupið ekki hættulaust, en mannýgt naut getur gert hlaupara mikinn skaða nái það honum. Einnig troðast margir undir í mannþrönginni við að flýja frá nautunum. Frá árinu 1924 hafa fimmtán manns látist í hlaupinu og yfir tvö hundruð slasast alvarlega. Tveir menn liggja illa slasaðir á sjúkrahúsi eftir nautahlaupið í ár, en einn þeirra er lamaður að hluta til eftir að hafa orðið fyrir tarfi á fyrsta degi hlaupsins.
Innlent Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira