Hungrið í hámarki 18. apríl 2006 00:01 Þennan mann verður AC Milan að ná að stöðva til að komast í úrslitaleikinn. nordicphotos/getty images Fyrri leikur stórliðanna AC Milan og Barcelona í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu fer fram á Ítalíu í kvöld en leiksins er beðið af mikilli eftirvæntingu. Meiðsli eru í sóknarlínum beggja liða en Henrik Larsson fór meiddur af velli í leik Barcelona gegn Villareal í spænska boltanum á föstudag og getur ekki leikið í kvöld. Þá er argentínska undrabarnið Lionel Messi einnig meiddur og missir af báðum viðureignunum. Ronaldinho er hinsvegar klár í slaginn eftir að hafa verið hvíldur í tveimur síðustu leikjum og verður frammi með Samuel Eto"o. Hjá AC Milan er ólíklegt að Filippo Inzaghi geti leikið en hann hefur átt við veikindi að stríða. Leikurinn verður því líklega prófraun fyrir Alberto Gilardino sem mun verða við hlið Andriy Shevchenko í sókninni. Gilardino hefur enn ekki náð að skora í Evrópuleik fyrir Milan síðan hann var keyptur síðasta sumar á átján milljónir punda frá Parma. "Ég hef frekar ungt lið sem er hungrað í að vinna þessa keppni og komast á spjöld sögunnar. Milan er hinsvegar reynslumikið lið, vel skipulagt og með frábæra vörn. Það verður fróðlegt að sjá hvernig okkur gengur gegn þeim," segir Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona. Um helgina náði AC Milan að minnka forskot Juventus í ítölsku deildinni niður í fjögur stig en Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, segir að sínir menn séu með hugann algjörlega við leikinn gegn Barcelona. "Ég held að þetta verði stórskemmtilegt einvígi, ekki bara fyrir stuðningsmenn Milan heldur knattspyrnuáhugamenn um allan heim," sagði Berlusconi. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Sjá meira
Fyrri leikur stórliðanna AC Milan og Barcelona í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu fer fram á Ítalíu í kvöld en leiksins er beðið af mikilli eftirvæntingu. Meiðsli eru í sóknarlínum beggja liða en Henrik Larsson fór meiddur af velli í leik Barcelona gegn Villareal í spænska boltanum á föstudag og getur ekki leikið í kvöld. Þá er argentínska undrabarnið Lionel Messi einnig meiddur og missir af báðum viðureignunum. Ronaldinho er hinsvegar klár í slaginn eftir að hafa verið hvíldur í tveimur síðustu leikjum og verður frammi með Samuel Eto"o. Hjá AC Milan er ólíklegt að Filippo Inzaghi geti leikið en hann hefur átt við veikindi að stríða. Leikurinn verður því líklega prófraun fyrir Alberto Gilardino sem mun verða við hlið Andriy Shevchenko í sókninni. Gilardino hefur enn ekki náð að skora í Evrópuleik fyrir Milan síðan hann var keyptur síðasta sumar á átján milljónir punda frá Parma. "Ég hef frekar ungt lið sem er hungrað í að vinna þessa keppni og komast á spjöld sögunnar. Milan er hinsvegar reynslumikið lið, vel skipulagt og með frábæra vörn. Það verður fróðlegt að sjá hvernig okkur gengur gegn þeim," segir Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona. Um helgina náði AC Milan að minnka forskot Juventus í ítölsku deildinni niður í fjögur stig en Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, segir að sínir menn séu með hugann algjörlega við leikinn gegn Barcelona. "Ég held að þetta verði stórskemmtilegt einvígi, ekki bara fyrir stuðningsmenn Milan heldur knattspyrnuáhugamenn um allan heim," sagði Berlusconi.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Bað kærastann sinn afsökunar Dagskráin í dag: Besta, enski og Ofurbikarinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Sjá meira