Kjarabót hverra á þingmaðurinn við? Karl Gústaf Ásgrímsson skrifar 17. mars 2006 06:00 Hæstvirtur alþingismaður Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar grein í Morgunblaðið sunnudaginn 5. mars s.l. sem hann nefnir Kærkomin kjarabót fyrir eldri borgara. Þar er hann að tala um niðurfellingu eignarskatts og telur það mikla kjarabót fyrir aldraða og nefnir sem dæmi að á síðasta ári greiddu 15.370 aldraðir eignarskatt, sem fellur niður í ár. Hann getur þess ekki að þessir 15.370 aldraðir eru hinir efnameiri af öldruðum, en hinir sem eru álíka margir og eru eignalitlir eða eignalausir og hafa ekki greitt eignarskatt fá enga lækkun, fá enga kjarabót, þannig að þarna er verið að lækka skatta á þeim efnameiri, en hinir fá ekkert. Þetta er ekki kjarabót fyrir þá sem minnst hafa, þarna er verið að hygla þeim sem meira mega sín. Það kemur ekki fram hjá þingmanninum að á undanförnum árum hefur fasteignamat stórhækkað og eignamenn urðu því fyrir aukinni skattheimtu sem þurfti að lagfæra og því var eignarskatturinn lagður niður. Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 7. mars er grein eftir annan hæstvirtan alþingismann Birgir Ármannsson, sem hann nefnir Skattahækkanir eða skattalækkanir og endar hann greinina á að kjósendur hafi fengið í kaupbæti almenna lækkun á tekjuskattshlutfalli, afnám eignarskatts og lækkun á erfðafjárskatti. Það hefur verið margbent á að kjarabót eða tekjuskattslækkun aldraðra sem hafa sína framfærslu að mestu frá Tryggingastofnun er lítil eða nánast engin þar sem tekjurnar eru um og rétt yfir skattleysismörkum. Það var sagt hér að framan að niðurfelling eignarskatts er ekki kjarabót fyrir eignalausa og tekjulága aldraða og ekki er hægt annað en að brosa að rökum þeirra ráðamanna sem telja að lækkun á erfðafjárskatti sé kjarabót fyrir aldraða. Er það kjarabót fyrir okkur að þeir sem eiga að erfa okkur fái skattalækkun? Ekki verður séð að þessar skattalækkanir sem þessir þingmenn tala um komi þeim öldruðum sem lægstar tekjur hafa, mikið til góða eða auki kaupmátt þeirra, en það munar miklu hjá þeim sem miklar tekjur hafa. Það er leikur einn að koma með allskonar dæmi og gefa sér forsendur til að fá hagstæða útkomu. Eða er það skattalækkun að ellilífeyrisþegi, sem fær ellilífeyri, hálfa tekjutryggingu og greiðslu úr lífeyrissjóði greiddi 1. nóvember 1999 rúmlega 18 % í staðgreiðslu af þessum launum eftir að hafa nýtt skattkortið að fullu, en 1. nóvember 2005 greiddi hann rúmlega 21 % í staðgreiðslu. Það sýnir vilja stjórnvalda gagnvart öldruðum að þegar Alþýðusambandið samdi í haust um 26.000 kr. eingreiðslu til sinna félaga og ríkisstjórn lofaði að ellilífeyrisþegar ættu að fá sömu hækkun þá var þessi greiðsla skert eins og tekjutryggingin. Þessi ellilífeyrisþegi, sem ég gat um fékk aðeins 13.000 kr. í eingreiðslu. Þannig var þetta loforð efnt.Höfundur er formaður félags eldri borgara í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hæstvirtur alþingismaður Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar grein í Morgunblaðið sunnudaginn 5. mars s.l. sem hann nefnir Kærkomin kjarabót fyrir eldri borgara. Þar er hann að tala um niðurfellingu eignarskatts og telur það mikla kjarabót fyrir aldraða og nefnir sem dæmi að á síðasta ári greiddu 15.370 aldraðir eignarskatt, sem fellur niður í ár. Hann getur þess ekki að þessir 15.370 aldraðir eru hinir efnameiri af öldruðum, en hinir sem eru álíka margir og eru eignalitlir eða eignalausir og hafa ekki greitt eignarskatt fá enga lækkun, fá enga kjarabót, þannig að þarna er verið að lækka skatta á þeim efnameiri, en hinir fá ekkert. Þetta er ekki kjarabót fyrir þá sem minnst hafa, þarna er verið að hygla þeim sem meira mega sín. Það kemur ekki fram hjá þingmanninum að á undanförnum árum hefur fasteignamat stórhækkað og eignamenn urðu því fyrir aukinni skattheimtu sem þurfti að lagfæra og því var eignarskatturinn lagður niður. Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 7. mars er grein eftir annan hæstvirtan alþingismann Birgir Ármannsson, sem hann nefnir Skattahækkanir eða skattalækkanir og endar hann greinina á að kjósendur hafi fengið í kaupbæti almenna lækkun á tekjuskattshlutfalli, afnám eignarskatts og lækkun á erfðafjárskatti. Það hefur verið margbent á að kjarabót eða tekjuskattslækkun aldraðra sem hafa sína framfærslu að mestu frá Tryggingastofnun er lítil eða nánast engin þar sem tekjurnar eru um og rétt yfir skattleysismörkum. Það var sagt hér að framan að niðurfelling eignarskatts er ekki kjarabót fyrir eignalausa og tekjulága aldraða og ekki er hægt annað en að brosa að rökum þeirra ráðamanna sem telja að lækkun á erfðafjárskatti sé kjarabót fyrir aldraða. Er það kjarabót fyrir okkur að þeir sem eiga að erfa okkur fái skattalækkun? Ekki verður séð að þessar skattalækkanir sem þessir þingmenn tala um komi þeim öldruðum sem lægstar tekjur hafa, mikið til góða eða auki kaupmátt þeirra, en það munar miklu hjá þeim sem miklar tekjur hafa. Það er leikur einn að koma með allskonar dæmi og gefa sér forsendur til að fá hagstæða útkomu. Eða er það skattalækkun að ellilífeyrisþegi, sem fær ellilífeyri, hálfa tekjutryggingu og greiðslu úr lífeyrissjóði greiddi 1. nóvember 1999 rúmlega 18 % í staðgreiðslu af þessum launum eftir að hafa nýtt skattkortið að fullu, en 1. nóvember 2005 greiddi hann rúmlega 21 % í staðgreiðslu. Það sýnir vilja stjórnvalda gagnvart öldruðum að þegar Alþýðusambandið samdi í haust um 26.000 kr. eingreiðslu til sinna félaga og ríkisstjórn lofaði að ellilífeyrisþegar ættu að fá sömu hækkun þá var þessi greiðsla skert eins og tekjutryggingin. Þessi ellilífeyrisþegi, sem ég gat um fékk aðeins 13.000 kr. í eingreiðslu. Þannig var þetta loforð efnt.Höfundur er formaður félags eldri borgara í Kópavogi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar