Samuel Eto´o á ekki von á góðu í Madrid 18. nóvember 2005 17:00 Samuel Eto´o á ekki von á að fá blíðar móttökur í Madrid á morgun NordicPhotos/GettyImages Leikur ársins í spænska boltanum fer fram á morgun, en þá mætast stórliðin Real Madrid og Barcelona í Madrid. Nokkuð hefur verið um að leikmenn sendi hver öðrum tóninn fyrir leikinn eins og gengur, en það verður Samuel Eto´o hjá Barcelona sem verður skotmark 80.000 stuðningsmanna Madrid á morgun, eftir ummælin sem hann lét falla þegar Barcelona varð meistari á síðustu leiktíð. Eto´o byrjaði feril sinn á Spáni í herbúðum Madrid, en þar fékk hann ekki tækifæri og fór í framhaldinu til Mallorca, þar sem hann sannaði sig sem einn allra besti framherji spænsku deildarinnar. Þegar Barcelona tók við bikarnum eftir sigurinn á síðustu leiktíð, notaði Eto´o tækifærið og öskraði ókvæðisorð um Madridinga í hljóðnema á sviðinu þar sem Börsungar fögnuðu sigrinum og þó stuðningsmenn Barcelona hafi gleypt orð hans í sig og fagnað innilega, var forráðamönnum Barcelona og spænsku deildarinnar langt í frá skemmt. Eto´o baðst fljótlega afsökunar á orðum sínum, en eins og búast mátti við, hafa stuðningsmenn Real Madrid ekki gleymt þeim og framherjinn knái, sem er markahæstur í spænsku deildinni, má eiga von á mjög heitum móttökum í Madrid á morgun. Ronaldo segir að Eto´o fái þá meðferð sem hann á skilið í leiknum á morgunNordicPhotos/GettyImages "Ég hugsa að Samuel fái svipaðar móttökur og Luis Figo fékk á sínum tíma," sagði Ivan Helguera, leikmaður Real Madrid og vísaði í harðar móttökur sem Figo fékk frá stuðningsmönnum Barcelona eftir að hann gekk í raðir Real Madrid frá Barcelona á sínum tíma, en hann var grýttur smáhlutum allan leikinn á Nou Camp. "Ég held að hann fái bara þær móttökur sem hann á skilið að fá," sagði Ronaldo, framherji Real kuldalega. "Hann sagði hluti sem hann hefði betur sleppt að láta út úr sér." Leikur liðanna verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á morgun klukkan 18:50 og verður rimma þessi nokkuð sem enginn fótboltaáhugamaður má láta framhjá sér fara. Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Sjá meira
Leikur ársins í spænska boltanum fer fram á morgun, en þá mætast stórliðin Real Madrid og Barcelona í Madrid. Nokkuð hefur verið um að leikmenn sendi hver öðrum tóninn fyrir leikinn eins og gengur, en það verður Samuel Eto´o hjá Barcelona sem verður skotmark 80.000 stuðningsmanna Madrid á morgun, eftir ummælin sem hann lét falla þegar Barcelona varð meistari á síðustu leiktíð. Eto´o byrjaði feril sinn á Spáni í herbúðum Madrid, en þar fékk hann ekki tækifæri og fór í framhaldinu til Mallorca, þar sem hann sannaði sig sem einn allra besti framherji spænsku deildarinnar. Þegar Barcelona tók við bikarnum eftir sigurinn á síðustu leiktíð, notaði Eto´o tækifærið og öskraði ókvæðisorð um Madridinga í hljóðnema á sviðinu þar sem Börsungar fögnuðu sigrinum og þó stuðningsmenn Barcelona hafi gleypt orð hans í sig og fagnað innilega, var forráðamönnum Barcelona og spænsku deildarinnar langt í frá skemmt. Eto´o baðst fljótlega afsökunar á orðum sínum, en eins og búast mátti við, hafa stuðningsmenn Real Madrid ekki gleymt þeim og framherjinn knái, sem er markahæstur í spænsku deildinni, má eiga von á mjög heitum móttökum í Madrid á morgun. Ronaldo segir að Eto´o fái þá meðferð sem hann á skilið í leiknum á morgunNordicPhotos/GettyImages "Ég hugsa að Samuel fái svipaðar móttökur og Luis Figo fékk á sínum tíma," sagði Ivan Helguera, leikmaður Real Madrid og vísaði í harðar móttökur sem Figo fékk frá stuðningsmönnum Barcelona eftir að hann gekk í raðir Real Madrid frá Barcelona á sínum tíma, en hann var grýttur smáhlutum allan leikinn á Nou Camp. "Ég held að hann fái bara þær móttökur sem hann á skilið að fá," sagði Ronaldo, framherji Real kuldalega. "Hann sagði hluti sem hann hefði betur sleppt að láta út úr sér." Leikur liðanna verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á morgun klukkan 18:50 og verður rimma þessi nokkuð sem enginn fótboltaáhugamaður má láta framhjá sér fara.
Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Sjá meira