Eykur eftirlit vegna rjúpnaveiða 14. október 2005 00:01 Lögregla um allt land hyggst auka eftirlit sitt vegna þess að rjúpnaveiðar hefjast á morgun að nýju eftir tveggja ára hlé. Veiðimenn á Vesturlandi eru varaðir við því að á sama tíma og þeir halda til veiða leita bændur fjár. Ríkislögreglustjóri hefur hvatt alla lögreglustjóra á landinu til að efla eftirlit með skotveiðimönnum í sínu umdæmi og hann hefur m.a. styrkt lið sitt á Suðvesturlandi og Norðurlandi á meðan á veiðitímabilið stendur, eða til 15. nóvember. Þá mun Ríkislögreglustjóri njóta aðstoðar Landhelgisgæslunnar sem mun fljúga yfir veiðilendur á annarri þyrlu sinni og fylgjast með að lög séu virt. Svipað verður uppi á teningnum á Miðvesturlandi en þar verður lögregla með eftirlit í Dalasýslu og Borgarfirði og hafa sýslumannsembættin í Borgarnesi og í Búðardal með sér samstarf af þeim sökum, en auk bíla verður flugvél notuð til eftirlits. Lögregla á þessum slóðum vekur athygli veiðimanna á því að þriðju leitir fara fram í Suðurdölum í Dalabyggð á morgun og sömuleiðis verða leitir hjá Mýramönnum og Borgfirðingum á sama tíma. Leitað verður á vinsælu rjúpnaveiðisvæði og eru veiðimenn beðnir um að sýna tillitssemi og varúð á þessu landsvæði. Þá greindi Bæjarins besta frá því að öll skotveiði hefur verið bönnuð á eignarjörðum Vesturbyggðar öðrum en einstaklingum sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu frá og með morgundeginum. Sama gildir um nokkrar jarðir í Mývatnssveit. Lögregla brýnir einnig fyrir veiðimönnum að leita leyfis hjá bændum til veiða á landi þeirra og vekur hún sérstaklega athygli á því að fjalllendi er stundum háð eignarrétti líka þannig að þar þarf einnig að fá leyfi til veiða. Einnig er minnt á að utanvegaakstur er bannaður og sama gildir um veiðar á hvers kyns tækjum, eins og vélsleðum og fjórhjólum. Sú skylda hvílir á veiðimönnum að kynna sér hvar veiði er leyfð á hverjum stað og þá ber þeim einnig að fylgjast með því hvort breytingar eru gerðar á reglugerðum og lögum um veiðar á meðan á veiðitímabilinu stendur. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Lögregla um allt land hyggst auka eftirlit sitt vegna þess að rjúpnaveiðar hefjast á morgun að nýju eftir tveggja ára hlé. Veiðimenn á Vesturlandi eru varaðir við því að á sama tíma og þeir halda til veiða leita bændur fjár. Ríkislögreglustjóri hefur hvatt alla lögreglustjóra á landinu til að efla eftirlit með skotveiðimönnum í sínu umdæmi og hann hefur m.a. styrkt lið sitt á Suðvesturlandi og Norðurlandi á meðan á veiðitímabilið stendur, eða til 15. nóvember. Þá mun Ríkislögreglustjóri njóta aðstoðar Landhelgisgæslunnar sem mun fljúga yfir veiðilendur á annarri þyrlu sinni og fylgjast með að lög séu virt. Svipað verður uppi á teningnum á Miðvesturlandi en þar verður lögregla með eftirlit í Dalasýslu og Borgarfirði og hafa sýslumannsembættin í Borgarnesi og í Búðardal með sér samstarf af þeim sökum, en auk bíla verður flugvél notuð til eftirlits. Lögregla á þessum slóðum vekur athygli veiðimanna á því að þriðju leitir fara fram í Suðurdölum í Dalabyggð á morgun og sömuleiðis verða leitir hjá Mýramönnum og Borgfirðingum á sama tíma. Leitað verður á vinsælu rjúpnaveiðisvæði og eru veiðimenn beðnir um að sýna tillitssemi og varúð á þessu landsvæði. Þá greindi Bæjarins besta frá því að öll skotveiði hefur verið bönnuð á eignarjörðum Vesturbyggðar öðrum en einstaklingum sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu frá og með morgundeginum. Sama gildir um nokkrar jarðir í Mývatnssveit. Lögregla brýnir einnig fyrir veiðimönnum að leita leyfis hjá bændum til veiða á landi þeirra og vekur hún sérstaklega athygli á því að fjalllendi er stundum háð eignarrétti líka þannig að þar þarf einnig að fá leyfi til veiða. Einnig er minnt á að utanvegaakstur er bannaður og sama gildir um veiðar á hvers kyns tækjum, eins og vélsleðum og fjórhjólum. Sú skylda hvílir á veiðimönnum að kynna sér hvar veiði er leyfð á hverjum stað og þá ber þeim einnig að fylgjast með því hvort breytingar eru gerðar á reglugerðum og lögum um veiðar á meðan á veiðitímabilinu stendur.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði