Fimm hafa veikst af hermannaveiki 21. september 2005 00:01 Fimm Íslendingar hafa veikst af hermannaveiki það sem af er þessu ári, að sögn Haralds Briem sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu. Einn af þessum fimm lést af völdum veikinnar. Síðasta tilfellið sem kom upp var í ágústmánuði. Fjöldi þeirra sem hafa veikst á þessu ári er umtalsvert meiri heldur en verið hefur undanfarin ár. Í fyrra veiktust tveir, árið þar áður greindist einn, þrír árið 2002. Þeir sem greinst hafa í ár hafa komið úr hinum ýmsu landshlutum. "Þessi baktería er alls staðar," segir Haraldur um aðstæður sem eru fyrir hendi við sýkingu hermannaveikinnar. Hann segir að fjórir af þessum fimm einstaklingum sem veiktust á árinu hafi smitast hér heima. Einn hafi sýkst erlendis. Hermannabakterían sé til að mynda algeng í Suður - Evrópu. "Kjöraðstæður hermannaveikibakteríunnar eru 20 - 30 gráðu heitt vatn. Hún getur verið í sturtuhausum, krönum og vatni sem er kyrrstætt um tíma. Hún getur verið í því sem kallað er lífhúðir, sem myndast oft í vatni og þá sem sleipt lag, til að mynda á steinum í pollum. Yfirleitt er það fólk, sem veilt er fyrir, sem veikist. Útbreiðslan er því tilviljanakennd. Þessi veiki smitast ekki á milli manna," segir Haraldur. Hann bendir fólki á að láta renna um stund úr krönum og sturtum sem ekki hafa verið notaðir lengi. Með því móti skolist bakterían burt, sé hún á annað borð fyrir hendi. Svo drepist hún í 60 - 70 gráðu heitu vatni. "Það má vel vera að það sé talsvert meira um smit á þessari bakteríu en greint er. Fólk veit þá bara ekki af því að það gengur með hana. Það fær einhverja "flensu." Síðan myndar viðkomandi mótefni gegn bakteríunni þannig að hún drepst og er þar með úr sögunni. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Fimm Íslendingar hafa veikst af hermannaveiki það sem af er þessu ári, að sögn Haralds Briem sóttvarnarlæknis hjá Landlæknisembættinu. Einn af þessum fimm lést af völdum veikinnar. Síðasta tilfellið sem kom upp var í ágústmánuði. Fjöldi þeirra sem hafa veikst á þessu ári er umtalsvert meiri heldur en verið hefur undanfarin ár. Í fyrra veiktust tveir, árið þar áður greindist einn, þrír árið 2002. Þeir sem greinst hafa í ár hafa komið úr hinum ýmsu landshlutum. "Þessi baktería er alls staðar," segir Haraldur um aðstæður sem eru fyrir hendi við sýkingu hermannaveikinnar. Hann segir að fjórir af þessum fimm einstaklingum sem veiktust á árinu hafi smitast hér heima. Einn hafi sýkst erlendis. Hermannabakterían sé til að mynda algeng í Suður - Evrópu. "Kjöraðstæður hermannaveikibakteríunnar eru 20 - 30 gráðu heitt vatn. Hún getur verið í sturtuhausum, krönum og vatni sem er kyrrstætt um tíma. Hún getur verið í því sem kallað er lífhúðir, sem myndast oft í vatni og þá sem sleipt lag, til að mynda á steinum í pollum. Yfirleitt er það fólk, sem veilt er fyrir, sem veikist. Útbreiðslan er því tilviljanakennd. Þessi veiki smitast ekki á milli manna," segir Haraldur. Hann bendir fólki á að láta renna um stund úr krönum og sturtum sem ekki hafa verið notaðir lengi. Með því móti skolist bakterían burt, sé hún á annað borð fyrir hendi. Svo drepist hún í 60 - 70 gráðu heitu vatni. "Það má vel vera að það sé talsvert meira um smit á þessari bakteríu en greint er. Fólk veit þá bara ekki af því að það gengur með hana. Það fær einhverja "flensu." Síðan myndar viðkomandi mótefni gegn bakteríunni þannig að hún drepst og er þar með úr sögunni.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira