Fjölskylda og vinir tóku þátt 11. september 2005 00:01 Um 150 manns leituðu Friðriks Á. Hermannssonar, mannsins sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfasker í fyrrinótt. Meðal þeirra sem leituðu voru 30 vinir og ættingjar Friðriks. Fjörur voru gengnar auk þess sem kafarar leituðu í Viðeyjarsundi og björgunarsveitarmenn og félagar í Snarfara, félagi sportbátaeigenda, sigldu um sundin. Einn þeirra sem tóku þátt í leitinni er Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands og vinur Friðriks. „Ég hitti Friðrik á föstudag um hálffimm leytið, þá var hann að kaupa kjöt á grillið sem átti að grilla í bátsferðinni,“ segir Helgi. Tveimur klukkustundum eftir fund þeirra Helga hélt Friðrik í bátsferðina sem endaði með sjóslysinu rétt fyrir klukkan tvö um nóttina. Helgi tók þátt í leitinni ásamt fjölmörgum vinum og ættingjum Friðriks. „Hann er vinamargur og þekkti marga svo þeir voru ófáir sem gengu fjörur eða leituðu á sjó. Hann er lögfræðingur okkar í Vélstjórafélaginu og við höfum unnið saman frá því 1997 og því þekkjumst við vel,“ segir Helgi. Eigandi skemmtibátsins er einnig félagi í Snarfara og létu félagsmenn til sín taka við leitina. „Við létum strax boð berast til okkar félagsmanna sem brugðust skjótt við og nú erum við með tuttugu og fimm báta úti við að leita þannig að við erum með hátt upp í hundrað manns sem eru að leita,“ sagði Hafþór Sigurðsson, formaður Snarfara, þegar rætt var við hann síðdegis í gær. Eigandi bátsins hafði nýlega fengið hann sendan frá Bretlandi en hann er smíðaður í Noregi. Hann er af gerðinni Skilsö og segir Hafþór að slíkir bátar geti farið upp í 50 kílómetra hraða á klukkustund. Konan sem lést í sjóslysinu í Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, fædd 20. mars 1954. Hún lætur eftir sig tvo syni. Matthildur var búsett í Kópavogi og starfaði sem lögfræðingur. Maðurinn sem saknað er heitir Friðrik Ágúst Hermannsson, þrjátíu og fjögurra ára lögfræðingur, fæddur 28. september 1971. Hann á einn son. Friðrik og Matthildur voru í sambúð. Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Um 150 manns leituðu Friðriks Á. Hermannssonar, mannsins sem saknað er eftir sjóslysið við Skarfasker í fyrrinótt. Meðal þeirra sem leituðu voru 30 vinir og ættingjar Friðriks. Fjörur voru gengnar auk þess sem kafarar leituðu í Viðeyjarsundi og björgunarsveitarmenn og félagar í Snarfara, félagi sportbátaeigenda, sigldu um sundin. Einn þeirra sem tóku þátt í leitinni er Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands og vinur Friðriks. „Ég hitti Friðrik á föstudag um hálffimm leytið, þá var hann að kaupa kjöt á grillið sem átti að grilla í bátsferðinni,“ segir Helgi. Tveimur klukkustundum eftir fund þeirra Helga hélt Friðrik í bátsferðina sem endaði með sjóslysinu rétt fyrir klukkan tvö um nóttina. Helgi tók þátt í leitinni ásamt fjölmörgum vinum og ættingjum Friðriks. „Hann er vinamargur og þekkti marga svo þeir voru ófáir sem gengu fjörur eða leituðu á sjó. Hann er lögfræðingur okkar í Vélstjórafélaginu og við höfum unnið saman frá því 1997 og því þekkjumst við vel,“ segir Helgi. Eigandi skemmtibátsins er einnig félagi í Snarfara og létu félagsmenn til sín taka við leitina. „Við létum strax boð berast til okkar félagsmanna sem brugðust skjótt við og nú erum við með tuttugu og fimm báta úti við að leita þannig að við erum með hátt upp í hundrað manns sem eru að leita,“ sagði Hafþór Sigurðsson, formaður Snarfara, þegar rætt var við hann síðdegis í gær. Eigandi bátsins hafði nýlega fengið hann sendan frá Bretlandi en hann er smíðaður í Noregi. Hann er af gerðinni Skilsö og segir Hafþór að slíkir bátar geti farið upp í 50 kílómetra hraða á klukkustund. Konan sem lést í sjóslysinu í Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags hét Matthildur Harðardóttir. Matthildur var 51 árs, fædd 20. mars 1954. Hún lætur eftir sig tvo syni. Matthildur var búsett í Kópavogi og starfaði sem lögfræðingur. Maðurinn sem saknað er heitir Friðrik Ágúst Hermannsson, þrjátíu og fjögurra ára lögfræðingur, fæddur 28. september 1971. Hann á einn son. Friðrik og Matthildur voru í sambúð.
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent