Einkarekinn spítali innan 5 ára 9. september 2005 00:01 Einkarekinn spítali í einhverri mynd verður settur á stofn hér á landi innan næstu fimm ára, segir Sigurbjörn Sveinsson formaður Læknafélags Íslands. Einfaldasta skilgreining á hugtakinu spítali er þegar læknir ber ábyrgð á sjúklingi yfir nótt. "Það voru nokkrir einstaklingar sem voru komnir nokkuð langt með hugmyndir að einkareknum spítala fyrir fáeinum árum, en bökkuðu svo," segir Sigurbjörn. "Þessar hugmyndir mættu töluverðri andspyrnu og þetta fólk varð fyrir töluverðri aðsókn út af þessu á sínum vinnustöðum. Það varð því ekki frekar úr aðgerðum." Sigurbjörn bendir á að heilbrigðisráðherra geti ráðið örlögum starfsemi af þessu tagi með pólitískum sjónarmiðum, þó svo að ekki sé gert ráð fyrir almannafé í stofnun né rekstri hennar. Starfræksla einkarekins spítala sé háð leyfiveitingu ráðherrans þannig að hann geti leyft hana né hafnað á grundvelli eigin skoðana á þörfinni fyrir hana. "Það er mín skoðun að staðan snerti atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar eins og hún er núna," segir Sigurbjörn. "En það er verið að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu og vonandi verða þau sjónarmið ofan á að menn geti sett á fót svona starfsemi ef markaðurinn óskar eftir því, án íhlutunar hins pólitíska valds. Með öðrum orðum, að fagleg sjónarmið séu uppfyllt, en að öðru leyti sé ekki hægt að stoppa fólk í að nota menntun sína og þau leyfi sem það hefur sjálft til þess að stunda ákveðna starfsemi." Sigurbjörn undirstrikar að starf við heilbrigðisþjónustu sé atvinna eins og hvað annað en ekki líknarstarfsemi eða lítilmagnahjálp. Heilbrigðisþjónustan sé mjög stór hluti af atvinnustarfsemi í landinu. "Það leikur enginn vafi á að það verður frekari þróun í kringum einkarekstur læknastarfsemi eins og við sjáum þegar á umfangi hennar í Orkuhúsinu og Læknasetrinu svo dæmi séu nefnd," segir hann. "Þjóðfélagið stefnir í þessa átt og heilbrigðisþjónustan er þar ekki undanþegin." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira
Einkarekinn spítali í einhverri mynd verður settur á stofn hér á landi innan næstu fimm ára, segir Sigurbjörn Sveinsson formaður Læknafélags Íslands. Einfaldasta skilgreining á hugtakinu spítali er þegar læknir ber ábyrgð á sjúklingi yfir nótt. "Það voru nokkrir einstaklingar sem voru komnir nokkuð langt með hugmyndir að einkareknum spítala fyrir fáeinum árum, en bökkuðu svo," segir Sigurbjörn. "Þessar hugmyndir mættu töluverðri andspyrnu og þetta fólk varð fyrir töluverðri aðsókn út af þessu á sínum vinnustöðum. Það varð því ekki frekar úr aðgerðum." Sigurbjörn bendir á að heilbrigðisráðherra geti ráðið örlögum starfsemi af þessu tagi með pólitískum sjónarmiðum, þó svo að ekki sé gert ráð fyrir almannafé í stofnun né rekstri hennar. Starfræksla einkarekins spítala sé háð leyfiveitingu ráðherrans þannig að hann geti leyft hana né hafnað á grundvelli eigin skoðana á þörfinni fyrir hana. "Það er mín skoðun að staðan snerti atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar eins og hún er núna," segir Sigurbjörn. "En það er verið að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu og vonandi verða þau sjónarmið ofan á að menn geti sett á fót svona starfsemi ef markaðurinn óskar eftir því, án íhlutunar hins pólitíska valds. Með öðrum orðum, að fagleg sjónarmið séu uppfyllt, en að öðru leyti sé ekki hægt að stoppa fólk í að nota menntun sína og þau leyfi sem það hefur sjálft til þess að stunda ákveðna starfsemi." Sigurbjörn undirstrikar að starf við heilbrigðisþjónustu sé atvinna eins og hvað annað en ekki líknarstarfsemi eða lítilmagnahjálp. Heilbrigðisþjónustan sé mjög stór hluti af atvinnustarfsemi í landinu. "Það leikur enginn vafi á að það verður frekari þróun í kringum einkarekstur læknastarfsemi eins og við sjáum þegar á umfangi hennar í Orkuhúsinu og Læknasetrinu svo dæmi séu nefnd," segir hann. "Þjóðfélagið stefnir í þessa átt og heilbrigðisþjónustan er þar ekki undanþegin."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira