Löngusker og flóðin í New Orleans 8. september 2005 00:01 Á sama tíma og sjór er að hækka almennt á jörðinni og vindar að aukast vegna meiri lofthita þá vilja menn í dag setja flugvöllinn út á Löngusker í mynni Skerjafjarðar. Slíkur flugvöllur hefði farið á bólakaf fyrir 200 árum í sjávarflóði sem þá kom. Vita menn ekki að Löngusker fóru á bólakaf í sjóflóði fyrir um 200 árum þegar svokallað Básendaflóð kennt við Básenda á Reykjanesi skall á mynni Skerjafjarðar og fór yfir Seltjarnarnes og Gróttu. Þótt Löngusker færu á bólakaf þarna fyrir 200 árum þá brotnaði Básendaflóðið á skerinu og missti allan kraft. Annars hefði flóðið farið á fullri ferð inn til Bessastaða á Álftanesi og það svæði hefði allt farið á kaf og undir sjó. Löngusker björguðu því. Raunar hefði Bandaríkjamenn vantað mörg svona "Löngusker" fyrir utan New Orleans nýlega þegar flæddi þar. Skerin hefðu bjargað miklu líkt og þau gerðu við Seltjarnarnes fyrir 200 árum. Löngusker fóru þá sjálf á kaf en beindu Básendaflóðinu frá Álftanesi og yfir vesturendann á Seltjarnarnesi, sem fór í sundur og Grótta varð til sem eyja. Var það ekki áður. Flóðin skáru Seltjarnarnes í sundur.Seltjörnin sjálf suðvestur af Gróttu hvarf í flóðinu en við höfum í dag Bakkatjörn í stað hennar sem er austar. Mörg "Löngusker" hefðu getað hjálpað til að bjarga New Orleans ef þau hefðu í dag verið þar fyrir utan. Í það minnsta fer allur kraftur úr stærri haföldu jafnvel frá hvirfilbyl ef hún brotnar á og fer yfir "Löngusker" hvar sem þau eru í heiminum. Sker verja ströndina víða á Íslandi til dæmis við Eyrarbakka og Stokkseyri á suðurströnd Íslands. Risaöldur beint frá opnu Atlantshafinu hafa ekki náð inn fyrir skerin þar. Í skjóli þeirra var þarna verzlun og skjól fyrir skip erlendis frá í 1.000 ár allt frá landnámi Íslands. Sjór er að hækka og öldur að aukast með meiri lofthita á jörðinni og bráðnum jökla. Talið er að þetta geti orðið með vaxandi hraða næstu áratugi og nái um alla jörðina. Eimskip var að kaupa stórar frystigeymslur við höfn og sjó í Hollandi þar sem vandamálin vegna hækkandi sjávarstöðu geta fljótt orðið illleysanleg. Við skulum muna að flóðin í New Orleaans í dag eru bara byrjunin á mörgum svona stærri flóðum en ekki endir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á sama tíma og sjór er að hækka almennt á jörðinni og vindar að aukast vegna meiri lofthita þá vilja menn í dag setja flugvöllinn út á Löngusker í mynni Skerjafjarðar. Slíkur flugvöllur hefði farið á bólakaf fyrir 200 árum í sjávarflóði sem þá kom. Vita menn ekki að Löngusker fóru á bólakaf í sjóflóði fyrir um 200 árum þegar svokallað Básendaflóð kennt við Básenda á Reykjanesi skall á mynni Skerjafjarðar og fór yfir Seltjarnarnes og Gróttu. Þótt Löngusker færu á bólakaf þarna fyrir 200 árum þá brotnaði Básendaflóðið á skerinu og missti allan kraft. Annars hefði flóðið farið á fullri ferð inn til Bessastaða á Álftanesi og það svæði hefði allt farið á kaf og undir sjó. Löngusker björguðu því. Raunar hefði Bandaríkjamenn vantað mörg svona "Löngusker" fyrir utan New Orleans nýlega þegar flæddi þar. Skerin hefðu bjargað miklu líkt og þau gerðu við Seltjarnarnes fyrir 200 árum. Löngusker fóru þá sjálf á kaf en beindu Básendaflóðinu frá Álftanesi og yfir vesturendann á Seltjarnarnesi, sem fór í sundur og Grótta varð til sem eyja. Var það ekki áður. Flóðin skáru Seltjarnarnes í sundur.Seltjörnin sjálf suðvestur af Gróttu hvarf í flóðinu en við höfum í dag Bakkatjörn í stað hennar sem er austar. Mörg "Löngusker" hefðu getað hjálpað til að bjarga New Orleans ef þau hefðu í dag verið þar fyrir utan. Í það minnsta fer allur kraftur úr stærri haföldu jafnvel frá hvirfilbyl ef hún brotnar á og fer yfir "Löngusker" hvar sem þau eru í heiminum. Sker verja ströndina víða á Íslandi til dæmis við Eyrarbakka og Stokkseyri á suðurströnd Íslands. Risaöldur beint frá opnu Atlantshafinu hafa ekki náð inn fyrir skerin þar. Í skjóli þeirra var þarna verzlun og skjól fyrir skip erlendis frá í 1.000 ár allt frá landnámi Íslands. Sjór er að hækka og öldur að aukast með meiri lofthita á jörðinni og bráðnum jökla. Talið er að þetta geti orðið með vaxandi hraða næstu áratugi og nái um alla jörðina. Eimskip var að kaupa stórar frystigeymslur við höfn og sjó í Hollandi þar sem vandamálin vegna hækkandi sjávarstöðu geta fljótt orðið illleysanleg. Við skulum muna að flóðin í New Orleaans í dag eru bara byrjunin á mörgum svona stærri flóðum en ekki endir.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar