Leikhlé fyrir Gerhard og Joschka 7. september 2005 00:01 Þýska kosningabaráttan - Henryk M. Broder Í fyrsta sinn á 40 ára fullveldisferli mínum mun ég í komandi kosningum ekki kjósa þýska jafnaðarmannaflokkinn SPD. Heldur ekki græningja. Ég var of lengi eitt af þessum sjálfgefnu atkvæðum, sem hefði jafnvel kosið kústskaft, svo fremi það hefði borið merkimiðann "rauð-grænt". Í fyrstu af sannfæringu - það væri einfaldlega enginn kjósanlegur valkostur við SPD - síðar vegna þess að maður leit svo á að flokkurinn væri illskárri en hinir. Þegar Schröder varð kanslari og Fischer utanríkisráðherra fékk ég snert af þýsku stolti: Land þar sem sonur skúringakonu og bílaverksmiðju-verkamaður getur náð svo langt: slíkt land er betra en sá orðstír sem fer af því. Og þá fór að halla undan fæti. Á meðan Schröder kepptist við að halda PDS (arftakaflokki austur-þýskra kommúnista) í fjarlægð sýndu héraðshöfðingjar hans engar hömlur á að efna til stjórnarsamstarfs við nafnbreyttu kommúnistana. Með þessu var PDS ekki aðeins gerður "húsum hæfur" heldur var líka endurlífgaður "þjóðlegur sósíalismi". Afleiðingarnar blasa núna alls staðar við, "Ossivæðing" Sambandslýðveldisins (Ossi=Austur-Þjóðverji) heldur áfram hröðum skrefum. Austurhluti landsins, sem búið er að endurbyggja og dæla fullan af fjárstyrkjum, kvartar yfir "nýlenduvæðingu" úr vestri. Fyrrverandi borgarar Austur-Þýskalands kalla ekki aðeins eftir "félagslegri hengikoju" fyrir alla heldur heimta þeir líka að einhver ruggi þeim í henni. Oskar Lafontaine, sem var einu sinni kanslaraefni SPD en er nú á atkvæðaveiðum fyrir PDS og vestur-þýska meðreiðarsveina þeirra, talar um "erlenda verkamenn" sem taki störf frá þýskum atvinnuleysingjum, Franz Müntefering, formaður SPD, talar um hálaunaða stjórnendur sem "engisprettur" sem mergsjúgi allan þrótt úr þýskum fyrirtækjum. Og man einhver eftir ýktum and-amerískum yfirlýsingum frú Däubler-Gmelin (fyrrverandi ráðherra úr SPD) og herra Stiegler (áberandi þingmanns úr vinstriarmi SPD)? Nei? Það er líka best að þau orð séu gleymd. Schröder og Fischer eru sennilega mestu hæfileikamennirnir í hópi stjórnmálamanna Berlínarlýðveldisins og eru í persónulegum viðkynnum einstaklega þægilegir, fyndnir og skemmtilegir. En þeir eru líka því miður algerir tækifærissinnar. Schröder kallaði ísraelskar árásir á Hisbollah-búðir "óásættanlegar", úrslit svindl-kosninganna í Úkraínu aftur á móti "ásættanleg", til þess að halda Pútín vini sínum góðum. Fischer tókst að vera sá fyrsti sem óskaði Bandaríkjamönnum til hamingju með handtöku Saddams Husseins, sá sami Fischer og hefði helst persónulega stillt sér í veg fyrir bandarísku skriðdrekana til þess að hindra för þeirra til Bagdad. Það má vera að slíkar mótsagnir tilheyri hversdagsrútínu stjórnmálanna, í mínum augum eru þær samt "óásættanlegar". Schröder og Fischer hafa með sinni afkáralegu pólitík skákað sjálfum sér út í horn, sem þeir komast ekki út úr nema kjósendur gefi þeim færi á því. Í stjórnarandstöðu. Þar geta þeir horft í eigin barm, gert yfirbót og velt fyrir sér hvernig þeir geta gert hlutina öðruvísi og betur. Báðir eru tiltölulega ungir, Fischer undir sextugu, Schröder rétt yfir því. Eftir fjögur eða átta ár geta þeir stigið fram aftur, því þá verður Angela Merkel orðin þreytt og útbrunnin. Ég óska þeim báðum endurnærandi leikhlés. Þess vegna kýs ég í fyrsta sinn CDU 18. september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þýska kosningabaráttan - Henryk M. Broder Í fyrsta sinn á 40 ára fullveldisferli mínum mun ég í komandi kosningum ekki kjósa þýska jafnaðarmannaflokkinn SPD. Heldur ekki græningja. Ég var of lengi eitt af þessum sjálfgefnu atkvæðum, sem hefði jafnvel kosið kústskaft, svo fremi það hefði borið merkimiðann "rauð-grænt". Í fyrstu af sannfæringu - það væri einfaldlega enginn kjósanlegur valkostur við SPD - síðar vegna þess að maður leit svo á að flokkurinn væri illskárri en hinir. Þegar Schröder varð kanslari og Fischer utanríkisráðherra fékk ég snert af þýsku stolti: Land þar sem sonur skúringakonu og bílaverksmiðju-verkamaður getur náð svo langt: slíkt land er betra en sá orðstír sem fer af því. Og þá fór að halla undan fæti. Á meðan Schröder kepptist við að halda PDS (arftakaflokki austur-þýskra kommúnista) í fjarlægð sýndu héraðshöfðingjar hans engar hömlur á að efna til stjórnarsamstarfs við nafnbreyttu kommúnistana. Með þessu var PDS ekki aðeins gerður "húsum hæfur" heldur var líka endurlífgaður "þjóðlegur sósíalismi". Afleiðingarnar blasa núna alls staðar við, "Ossivæðing" Sambandslýðveldisins (Ossi=Austur-Þjóðverji) heldur áfram hröðum skrefum. Austurhluti landsins, sem búið er að endurbyggja og dæla fullan af fjárstyrkjum, kvartar yfir "nýlenduvæðingu" úr vestri. Fyrrverandi borgarar Austur-Þýskalands kalla ekki aðeins eftir "félagslegri hengikoju" fyrir alla heldur heimta þeir líka að einhver ruggi þeim í henni. Oskar Lafontaine, sem var einu sinni kanslaraefni SPD en er nú á atkvæðaveiðum fyrir PDS og vestur-þýska meðreiðarsveina þeirra, talar um "erlenda verkamenn" sem taki störf frá þýskum atvinnuleysingjum, Franz Müntefering, formaður SPD, talar um hálaunaða stjórnendur sem "engisprettur" sem mergsjúgi allan þrótt úr þýskum fyrirtækjum. Og man einhver eftir ýktum and-amerískum yfirlýsingum frú Däubler-Gmelin (fyrrverandi ráðherra úr SPD) og herra Stiegler (áberandi þingmanns úr vinstriarmi SPD)? Nei? Það er líka best að þau orð séu gleymd. Schröder og Fischer eru sennilega mestu hæfileikamennirnir í hópi stjórnmálamanna Berlínarlýðveldisins og eru í persónulegum viðkynnum einstaklega þægilegir, fyndnir og skemmtilegir. En þeir eru líka því miður algerir tækifærissinnar. Schröder kallaði ísraelskar árásir á Hisbollah-búðir "óásættanlegar", úrslit svindl-kosninganna í Úkraínu aftur á móti "ásættanleg", til þess að halda Pútín vini sínum góðum. Fischer tókst að vera sá fyrsti sem óskaði Bandaríkjamönnum til hamingju með handtöku Saddams Husseins, sá sami Fischer og hefði helst persónulega stillt sér í veg fyrir bandarísku skriðdrekana til þess að hindra för þeirra til Bagdad. Það má vera að slíkar mótsagnir tilheyri hversdagsrútínu stjórnmálanna, í mínum augum eru þær samt "óásættanlegar". Schröder og Fischer hafa með sinni afkáralegu pólitík skákað sjálfum sér út í horn, sem þeir komast ekki út úr nema kjósendur gefi þeim færi á því. Í stjórnarandstöðu. Þar geta þeir horft í eigin barm, gert yfirbót og velt fyrir sér hvernig þeir geta gert hlutina öðruvísi og betur. Báðir eru tiltölulega ungir, Fischer undir sextugu, Schröder rétt yfir því. Eftir fjögur eða átta ár geta þeir stigið fram aftur, því þá verður Angela Merkel orðin þreytt og útbrunnin. Ég óska þeim báðum endurnærandi leikhlés. Þess vegna kýs ég í fyrsta sinn CDU 18. september næstkomandi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun