Ræddu um ofbeldi á Norðurlöndum 4. september 2005 00:01 Eru Norðurlöndin griðastaður fyrir ofbeldismenn? Um þetta var spurt á tveggja daga norrænni ráðstefnu sem regnhlífarsamtökin Norrænar konur gegn ofbeldi héldu í Reykjavík um helgina. Fjölmargir fyrirlestrar og hringborðsumræður voru haldnir á þessari ráðstefnu sem Stígamót héldu utan um. Þar kom meðal annars í ljós að vandamálin eru nokkuð svipuð á Norðurlöndunum, en mismunandi hvernig tekið er á vandanum. Svíar eru þar framarlega. Gudrun Norberg, fulltrúi Svía á ráðstefnunni, segir að Svíar hafi náð miklum árangri eftir umfangsmikla endurskipulagningu um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Hún hafi leitt til þess að ný lög hafi verið sett um málefnið. Lögunum hafi verið breytt í samræmi við mjög mikilvægar rannsóknir sem tóku mið af sjónarmiði kvenna og tóku tillit til fjölda norrænna og alþjóðlegra rannsókna þar sem menn hefðu öðlast skilning á þeirri framvindu sem hefði niðurrifsáhrif. Gudrun var spurð hvort hún gæti bent á eitthvað sem mætti betur fara á Íslandi. Hún sagði að löggjöf um kynferðisafbrot almennt þarfnaðist endurskoðunar. Henni þætti það þess virði að flytja út hinar árangursríku sænsku úrbætur. Þá sagðist hún telja að það hefði þýðingu að hafa samráð við hagsmunaaðila. Í Svíþjóð hefðu það verið kvennaathvörfin sem hefðu rekið á eftir málum og þá gegndu konur í stjórnmálum og rannsóknum mikilvægu hlutverki en jafnframt hefði fengist stuðningur frá körlum í stjórnmálum. Konur á ráðstefnunni fögnuðu því að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur boðað að skerpt verði á lögum um kynbundið ofbeldi og heimilisofbeldi. Þær veltu hins vegar vöngum yfir því að einni manneskju hefði verið falið það verkefni og vonuðu að þær fengju að leggja eitthvað til málanna. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Eru Norðurlöndin griðastaður fyrir ofbeldismenn? Um þetta var spurt á tveggja daga norrænni ráðstefnu sem regnhlífarsamtökin Norrænar konur gegn ofbeldi héldu í Reykjavík um helgina. Fjölmargir fyrirlestrar og hringborðsumræður voru haldnir á þessari ráðstefnu sem Stígamót héldu utan um. Þar kom meðal annars í ljós að vandamálin eru nokkuð svipuð á Norðurlöndunum, en mismunandi hvernig tekið er á vandanum. Svíar eru þar framarlega. Gudrun Norberg, fulltrúi Svía á ráðstefnunni, segir að Svíar hafi náð miklum árangri eftir umfangsmikla endurskipulagningu um miðjan 10. áratug síðustu aldar. Hún hafi leitt til þess að ný lög hafi verið sett um málefnið. Lögunum hafi verið breytt í samræmi við mjög mikilvægar rannsóknir sem tóku mið af sjónarmiði kvenna og tóku tillit til fjölda norrænna og alþjóðlegra rannsókna þar sem menn hefðu öðlast skilning á þeirri framvindu sem hefði niðurrifsáhrif. Gudrun var spurð hvort hún gæti bent á eitthvað sem mætti betur fara á Íslandi. Hún sagði að löggjöf um kynferðisafbrot almennt þarfnaðist endurskoðunar. Henni þætti það þess virði að flytja út hinar árangursríku sænsku úrbætur. Þá sagðist hún telja að það hefði þýðingu að hafa samráð við hagsmunaaðila. Í Svíþjóð hefðu það verið kvennaathvörfin sem hefðu rekið á eftir málum og þá gegndu konur í stjórnmálum og rannsóknum mikilvægu hlutverki en jafnframt hefði fengist stuðningur frá körlum í stjórnmálum. Konur á ráðstefnunni fögnuðu því að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur boðað að skerpt verði á lögum um kynbundið ofbeldi og heimilisofbeldi. Þær veltu hins vegar vöngum yfir því að einni manneskju hefði verið falið það verkefni og vonuðu að þær fengju að leggja eitthvað til málanna.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira