Tugir tilkynninga um aukaverkanir 31. ágúst 2005 00:01 Milli 50 og 60 tilkynningar um aukaverkanir lyfja hafa borist til Lyfjastofnunar það sem af er þessu ári, að sögn Magnúsar Jóhannssonar læknis og prófessors við Háskóla Íslands. Það er meira en helmingsaukning miðað við mörg síðustu ár, þar sem fjöldinn var um og undir 20 á ári. Fimm ára átak í þessum efnum er farið að skila sér. "Þessar tilkynningar eru ekki bundnar við ákveðin lyf eða lyfjaflokka," segir Magnús. "Þær spanna allt lyfjasviðið." Magnús segir að tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar notkunar lyfja, svo sem COX - 2 hemla, sem Vioxx heyrði undir séu mjög fáar á árinu. Bráðnauðsynlegt sé að fá slíka vitneskju frá læknum en ekki sé hægt að byggja eingöngu á þeim. Þarna sé um að ræða hjarta- og kransæðasjúkdóma sem séu mjög algengir. Fólk fái þá hvort sem það sé að taka einhver lyf eða ekki. Magnús segir hafið yfir allan vafa að samband hafi verið staðfest milli aukaverkana Vioxx, sem tekið var af markaði fyrir réttu ári, og umræddra sjúkdóma í rannsóknum á stórum hópum fólks sem gerðar hafi verið áður en lyfið var tekið af markaði. Allt öðru máli gegni þegar farið sé að meta einhvern einn einstakling. Jafnvel þótt hann hafi verið í ítarlegri læknisskoðun áður en hann hóf að nota lyfið, þar sem allt hefði verið í lagi. Þess væru fræg dæmi að fólk hefði dottið niður á tröppunum með slíkt heilbrigðisvottorð upp á vasann, því hjarta- og heilasjúkdómar væru lúmskir og þekkingin ekki komin nógu langt. Því miður höfum við ekki tæki til að sýna fram á þetta með vissu. "Ég er alveg viss um að skaðabótadómnum sem féll nýlega í Texas, eftir að maður sem notaði Vioxx lést, verður snúið við í Hæstarétti," segir Magnús. "Það er svo rosalega erfitt að sanna einstaka tilvik, þannig að það sé hafið yfir allan vafa hvort tiltekinn einstaklingur dó af völdum Vioxx eða ekki. Þarna hafa margir áhættuþættir eins og hár blóðþrýstingur, reykingar og blóðfita sín áhrif. Aukaverkanir einhvers lyfs bætast síðan ofan á það sem fyrir er." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira
Milli 50 og 60 tilkynningar um aukaverkanir lyfja hafa borist til Lyfjastofnunar það sem af er þessu ári, að sögn Magnúsar Jóhannssonar læknis og prófessors við Háskóla Íslands. Það er meira en helmingsaukning miðað við mörg síðustu ár, þar sem fjöldinn var um og undir 20 á ári. Fimm ára átak í þessum efnum er farið að skila sér. "Þessar tilkynningar eru ekki bundnar við ákveðin lyf eða lyfjaflokka," segir Magnús. "Þær spanna allt lyfjasviðið." Magnús segir að tilkynningar um aukaverkanir í kjölfar notkunar lyfja, svo sem COX - 2 hemla, sem Vioxx heyrði undir séu mjög fáar á árinu. Bráðnauðsynlegt sé að fá slíka vitneskju frá læknum en ekki sé hægt að byggja eingöngu á þeim. Þarna sé um að ræða hjarta- og kransæðasjúkdóma sem séu mjög algengir. Fólk fái þá hvort sem það sé að taka einhver lyf eða ekki. Magnús segir hafið yfir allan vafa að samband hafi verið staðfest milli aukaverkana Vioxx, sem tekið var af markaði fyrir réttu ári, og umræddra sjúkdóma í rannsóknum á stórum hópum fólks sem gerðar hafi verið áður en lyfið var tekið af markaði. Allt öðru máli gegni þegar farið sé að meta einhvern einn einstakling. Jafnvel þótt hann hafi verið í ítarlegri læknisskoðun áður en hann hóf að nota lyfið, þar sem allt hefði verið í lagi. Þess væru fræg dæmi að fólk hefði dottið niður á tröppunum með slíkt heilbrigðisvottorð upp á vasann, því hjarta- og heilasjúkdómar væru lúmskir og þekkingin ekki komin nógu langt. Því miður höfum við ekki tæki til að sýna fram á þetta með vissu. "Ég er alveg viss um að skaðabótadómnum sem féll nýlega í Texas, eftir að maður sem notaði Vioxx lést, verður snúið við í Hæstarétti," segir Magnús. "Það er svo rosalega erfitt að sanna einstaka tilvik, þannig að það sé hafið yfir allan vafa hvort tiltekinn einstaklingur dó af völdum Vioxx eða ekki. Þarna hafa margir áhættuþættir eins og hár blóðþrýstingur, reykingar og blóðfita sín áhrif. Aukaverkanir einhvers lyfs bætast síðan ofan á það sem fyrir er."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira