Smá pæling 31. ágúst 2005 00:01 Nú er Sjálfstæðisflokkurinn kominn með meirihluta í Reykjavík skv. skoðanakönnunum, eitthvað sem engum hefði dottið í hug að myndi gerast fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Þá var persónuleikasamkeppnin í toppnum, einhverskonar "Idol"-ismi yfirgnæfði alla málefnalega umræðu. Í þeirri "Idol"-keppni var Ingibjörg Sólrún borgarstjóri vinsælasti þáttakandinn og Björn Bjarnason var sá sem allir elskuðu að hata. Nú horfa málin aðeins öðruvísi við: þeir sem um þessar mundir sitja á toppnum í persónuleikaslagnum eru afskaplega litlausir persónuleikar. Steinunn Valdís er lítið í sviðsljósinu, og virðist of viðkunnanleg kona til að geta pumpað upp þá móðursýki sem umlukti Ingibjörgu. Og Gísli Marteinn hinn síbrosandi er í útliti eins og "poster child" pabbastrákana í Flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti í raun að draga sem mest úr gljáanum í kringum drenginn, kannski gefa honum kaffikrús eins og Tony Blair gengur um með til að draga ímynd sína niður á stall verkamannana sem hans flokkur þykist vinna fyrir. Vandamál allra flokkanna í þessum kosningum er að málefnalega stendur ekkert haldbært eftir sem þeir geta sýnt að hafi bætt líf borgarana. Skipulagsmálin, sem hafa verið stærsta vandamál borgarinnar í áratugi hafa ekkert breyst. Hvorki R-listinn né Sjálfstæðisflokkurinn hafa lagt nokkuð haldbært fram í gengdarlausri úthverfavæðingu Reykjavíkur. Síðustu "trompspil" flokkgæðinganna í skipulagsmálum er spurning um kaffihús í Hljómskálagarðinum eða Miklatúni, eitthvað sem sýnir að skilningur borgarfulltrúa á vandanum hefur ekkert batnað. R-listinn tekur á útbreiðsluvandamálinu með því að byggja eitt hús í miðborginni og segist með því vera að þétta byggð, en um leið eru 20 hús byggð í óbyggðunum á útjaðri borgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn vill byggja í öðrum úthverfum en þeim sem R-listinn vill byggja í. Þéttleiki borgarinnar hefur fallið jafn hratt undir stjórn R-listans eins og undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Kaffihús hér eða þar breyta þar engu um, en í því efni ætti náttúrulega að setja kaffihús bæði í Hljómskálagarðinum og Miklatúni. Það ætti einnig að byggja Listaháskóla á jaðri Miklatúns til að fá líf í kaffihúsið og á túnið, og í Hljómskálagarðinum ætti að byggja upp hús sem sýndu sögu norrænnar byggingalistar, frá steinöld og uppúr, gestum og gangandi til fróðleiks og yndisauka. Ég hef þann draum að einhver flokkanna í þessu kapphlaupi setji fram, tveimur vikum fyrir kosningar, skipulagshugmynd sem tæki borgina með stormi. Teikningar og myndir af því hvernig þeir sæju Reykjavík í framtíðinni. Í þessu skipulagi væri brú frá Suðurgötu yfir í Álftarnesið, brú sem "hringamyndaði" borgina og einbeitti þar með þróun allra sveitafélagana á þann hring. Reykjavíkurflugvöllur yrði settur út í hraun sunnan við Hafnarfjörð og Vatnsmýrarsvæðið allt væri uppbyggð miðborgarbyggð með aldingörðum og almenningstorgum líkt og Amsterdam, Kaupmannahöfn, Barselóna eða aðrar evrópskar borgir. Flugvöllur á Lönguskerjum væri með aðflug yfir borgina og yrði feikilega dýr framkvæmd. Framtíðarbyggingarland borgarinnar yrði síðan á Álftanesi. Hætt yrði að slá grænu túnin sem liggja alls staðar eins og minnismerki hugmyndalausra skipulagsfræðnga, nema þau séu notuð af almenningi, líkt og Austurvöllurinn. Þau tún sem þá yrðu talin lyti yrðu boðin upp til þróunar fyrir byggð sem blandaði saman landslagi og lifandi byggð. Þetta skipulag sýndi svart á hvítu hvernig tekið yrði á útbreiðslu byggðarinnar af viðkomandi flokki, og hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir þéttleika borgarinnar með og án skipulagsins. En eins og með aðra drauma eru litlar líkur á uppfyllingu. Sá sannleikur að enginn stjórnmálaflokkur hefur breytt nokkru í þessum málum vekur upp þá spurningu hvort þeir hafi nokkuð vit né völd til að breyta nokkru, hvort embætti skipulagsstjóra og borgarverkfræðings séu svo valdamikil að enginn geti breytt þeim vinnuaðferðum sem þar hafa verið stunduð síðan 1960? Kv. Guðjón Erlendsson. Arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Nú er Sjálfstæðisflokkurinn kominn með meirihluta í Reykjavík skv. skoðanakönnunum, eitthvað sem engum hefði dottið í hug að myndi gerast fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Þá var persónuleikasamkeppnin í toppnum, einhverskonar "Idol"-ismi yfirgnæfði alla málefnalega umræðu. Í þeirri "Idol"-keppni var Ingibjörg Sólrún borgarstjóri vinsælasti þáttakandinn og Björn Bjarnason var sá sem allir elskuðu að hata. Nú horfa málin aðeins öðruvísi við: þeir sem um þessar mundir sitja á toppnum í persónuleikaslagnum eru afskaplega litlausir persónuleikar. Steinunn Valdís er lítið í sviðsljósinu, og virðist of viðkunnanleg kona til að geta pumpað upp þá móðursýki sem umlukti Ingibjörgu. Og Gísli Marteinn hinn síbrosandi er í útliti eins og "poster child" pabbastrákana í Flokknum. Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti í raun að draga sem mest úr gljáanum í kringum drenginn, kannski gefa honum kaffikrús eins og Tony Blair gengur um með til að draga ímynd sína niður á stall verkamannana sem hans flokkur þykist vinna fyrir. Vandamál allra flokkanna í þessum kosningum er að málefnalega stendur ekkert haldbært eftir sem þeir geta sýnt að hafi bætt líf borgarana. Skipulagsmálin, sem hafa verið stærsta vandamál borgarinnar í áratugi hafa ekkert breyst. Hvorki R-listinn né Sjálfstæðisflokkurinn hafa lagt nokkuð haldbært fram í gengdarlausri úthverfavæðingu Reykjavíkur. Síðustu "trompspil" flokkgæðinganna í skipulagsmálum er spurning um kaffihús í Hljómskálagarðinum eða Miklatúni, eitthvað sem sýnir að skilningur borgarfulltrúa á vandanum hefur ekkert batnað. R-listinn tekur á útbreiðsluvandamálinu með því að byggja eitt hús í miðborginni og segist með því vera að þétta byggð, en um leið eru 20 hús byggð í óbyggðunum á útjaðri borgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn vill byggja í öðrum úthverfum en þeim sem R-listinn vill byggja í. Þéttleiki borgarinnar hefur fallið jafn hratt undir stjórn R-listans eins og undir stjórn Sjálfstæðisflokksins. Kaffihús hér eða þar breyta þar engu um, en í því efni ætti náttúrulega að setja kaffihús bæði í Hljómskálagarðinum og Miklatúni. Það ætti einnig að byggja Listaháskóla á jaðri Miklatúns til að fá líf í kaffihúsið og á túnið, og í Hljómskálagarðinum ætti að byggja upp hús sem sýndu sögu norrænnar byggingalistar, frá steinöld og uppúr, gestum og gangandi til fróðleiks og yndisauka. Ég hef þann draum að einhver flokkanna í þessu kapphlaupi setji fram, tveimur vikum fyrir kosningar, skipulagshugmynd sem tæki borgina með stormi. Teikningar og myndir af því hvernig þeir sæju Reykjavík í framtíðinni. Í þessu skipulagi væri brú frá Suðurgötu yfir í Álftarnesið, brú sem "hringamyndaði" borgina og einbeitti þar með þróun allra sveitafélagana á þann hring. Reykjavíkurflugvöllur yrði settur út í hraun sunnan við Hafnarfjörð og Vatnsmýrarsvæðið allt væri uppbyggð miðborgarbyggð með aldingörðum og almenningstorgum líkt og Amsterdam, Kaupmannahöfn, Barselóna eða aðrar evrópskar borgir. Flugvöllur á Lönguskerjum væri með aðflug yfir borgina og yrði feikilega dýr framkvæmd. Framtíðarbyggingarland borgarinnar yrði síðan á Álftanesi. Hætt yrði að slá grænu túnin sem liggja alls staðar eins og minnismerki hugmyndalausra skipulagsfræðnga, nema þau séu notuð af almenningi, líkt og Austurvöllurinn. Þau tún sem þá yrðu talin lyti yrðu boðin upp til þróunar fyrir byggð sem blandaði saman landslagi og lifandi byggð. Þetta skipulag sýndi svart á hvítu hvernig tekið yrði á útbreiðslu byggðarinnar af viðkomandi flokki, og hverjar afleiðingarnar yrðu fyrir þéttleika borgarinnar með og án skipulagsins. En eins og með aðra drauma eru litlar líkur á uppfyllingu. Sá sannleikur að enginn stjórnmálaflokkur hefur breytt nokkru í þessum málum vekur upp þá spurningu hvort þeir hafi nokkuð vit né völd til að breyta nokkru, hvort embætti skipulagsstjóra og borgarverkfræðings séu svo valdamikil að enginn geti breytt þeim vinnuaðferðum sem þar hafa verið stunduð síðan 1960? Kv. Guðjón Erlendsson. Arkitekt.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun