Dánardómstjórinn og framhaldslífið 25. ágúst 2005 00:01 Reykjavíkurlistinn - Heimir Már Pétursson Nokkrir hafa verið önnum kafnir undanfarið við að grafa Reykjavíkurlistann. Fremstir í fylkingu grafara hafa farið Steingrímur J. Sigfússon og Flokkur hans. Á kantinum hafa staðið nokkrir feimnir stuðningsmenn sem hafa ekki enn gert sér grein fyrir að þeir (þau) eru í Flokki Steingríms J. Sigfússonar en ekki einhverri fjöldahreyfingu sem kallar sig Vinstrihreyfinguna grænt framboð á kjörseðlum. Það hefur verið sorglegt að horfa upp á fólk eins og Stefán Jón Hafstein og fleiri skunda í þessa jarðarför sem skortir að vísu ekkert nema líkið sjálft. Það hefur stundum verið sagt um Reykjavíkurlistann að hann sé ekkert nema borgarfulltrúarnir. Þar sé ekkert bakland. En ég held að grafararnir eigi eftir að sjá það á næstu dögum, vikum og mánuðum að "þarna úti" eru tugþúsundir kvenna og karla sem láta sér ekki standa á sama. Það gæti því farið svo að orðatilrækið "sér grefur gröf þótt grafi" rætist all illilega á moldugum framagosum með skóflur.Hver gaf Steingrími J. Sigfússyni og nánustu trúbræðrum hans vald til þess að leggja niður Reykjavíkurlistann? Ég minnist ekki slíkra samþykkta. Ef Steingrímur telur kosningavél sína þurfa að skapa sér sérstöðu með því að ganga úr Reykjavíkurlistanum - verði honum að góðu - en það þýðir ekki endalok Reykjavíkurlistans. Rómantískir kommúnistar, með hrunið heimsveldi á bakinu, hafa einfaldlega ekki það vald. Reykjavíkurlistinn hefur gert mjög margt gott fyrir borgina. Ég hirði ekki um að telja það allt upp - en þegar hann hefur verið upp á sitt besta hefur Reykjavíkurlistinn verið frjálslynt stjórnmálaafl, sem hleypt hefur út kröftum og afli til að gera þetta litla þorp norður undir heimsbaug að sannkallaðri borg. Og það ber að virða. Borgarfulltrúar listans, úr Framsóknarflokki, Kvennalista, Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og óháðum og nú síðast Samfylkingunni hafa leitt borgina áleiðis til mannlegra samfélags. Hér er kominn leikskóli fyrir öll börn, hér þrífst blómlegt menningarlíf og hér eru haldnir Hinsegin dagar, sem standa mér nærri, og væru ekki til nema vegna stuðnings borgarinnar. Án þess að hafa kannað það vísindalega tel ég reyndar að Hinsegin dagar hafi notið stuðnings Sjálfstæðismanna í borgarstjórn einnig. Ég þekki það af málflutningi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og reyndar Frjálslyndaflokksins líka, að málstaður okkar samkynhneigðra hefur notið þeirra stuðnings. Ef Steingrímur J og félagar telja sig þurfa að mæla sig í kosningum vegna einhvurra sérvinstrisinnaðrakomplexa - geri þau það. Björk Vilhelmsdóttir og fleira gott fólk sem unnið hefur undir hatti Steingríms hefur sýnt að það ber hag borgarbúa, félagshyggjunnar fyrir brjósti og það er vonandi að það brjótist undan hinni gömlu austur-evrópsku rómantík um allsherjarríkið. Ef borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans ætla hins vegar að boða til ótímabærrar jarðarfarar vegna þess að þeim dettur ekkert lengur í hug, geta þeir farið og leitað sér að öðru áhugamáli. Við erum tugþúsundir sem viljum halda áfram að vinna saman, framsóknarfólk, samfylkingarfólk, vinstragrænt og óháð. Við bjóðum þá bara fram án ykkar og takk fyrir ykkur. Ef það er borgarstjóraefni sem ykkur vantar þá býð ég mig fram ásamt þúsundum annarra sem gætu tekið starfið að sér til þess að vinna að því að byggja góða borg. Sjálfstæðismenn hafa verið í stjórnarandstöðu í borginni undanfarin 12 ár. Þeir hafa lært margt af því og þaðan berast nú margar góðar hugmyndir um framtíð borgarinnar. Hugmyndir Sjálfstæðismanna í skipulagsmálum eru til dæmis mjög athygliverðar. Ef grafararnir vinstra megin línunnar ná yfirhöndinni með gamaldags Steingríms J-allaballatuggu um að "vinna saman eftir kosningar" nær yfirhöndinni í framboðsmálum borgarinnar, mun ég kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Ekki vegna þess að ég sé með skírteini í þeim flokki, heldur vegna þess að ég vil frekar kjósa hóp af fólki sem vinnur saman, en gamladags vinstrirómantík sem þekkir engan málstað betri en boruna á sjálfum sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Reykjavíkurlistinn - Heimir Már Pétursson Nokkrir hafa verið önnum kafnir undanfarið við að grafa Reykjavíkurlistann. Fremstir í fylkingu grafara hafa farið Steingrímur J. Sigfússon og Flokkur hans. Á kantinum hafa staðið nokkrir feimnir stuðningsmenn sem hafa ekki enn gert sér grein fyrir að þeir (þau) eru í Flokki Steingríms J. Sigfússonar en ekki einhverri fjöldahreyfingu sem kallar sig Vinstrihreyfinguna grænt framboð á kjörseðlum. Það hefur verið sorglegt að horfa upp á fólk eins og Stefán Jón Hafstein og fleiri skunda í þessa jarðarför sem skortir að vísu ekkert nema líkið sjálft. Það hefur stundum verið sagt um Reykjavíkurlistann að hann sé ekkert nema borgarfulltrúarnir. Þar sé ekkert bakland. En ég held að grafararnir eigi eftir að sjá það á næstu dögum, vikum og mánuðum að "þarna úti" eru tugþúsundir kvenna og karla sem láta sér ekki standa á sama. Það gæti því farið svo að orðatilrækið "sér grefur gröf þótt grafi" rætist all illilega á moldugum framagosum með skóflur.Hver gaf Steingrími J. Sigfússyni og nánustu trúbræðrum hans vald til þess að leggja niður Reykjavíkurlistann? Ég minnist ekki slíkra samþykkta. Ef Steingrímur telur kosningavél sína þurfa að skapa sér sérstöðu með því að ganga úr Reykjavíkurlistanum - verði honum að góðu - en það þýðir ekki endalok Reykjavíkurlistans. Rómantískir kommúnistar, með hrunið heimsveldi á bakinu, hafa einfaldlega ekki það vald. Reykjavíkurlistinn hefur gert mjög margt gott fyrir borgina. Ég hirði ekki um að telja það allt upp - en þegar hann hefur verið upp á sitt besta hefur Reykjavíkurlistinn verið frjálslynt stjórnmálaafl, sem hleypt hefur út kröftum og afli til að gera þetta litla þorp norður undir heimsbaug að sannkallaðri borg. Og það ber að virða. Borgarfulltrúar listans, úr Framsóknarflokki, Kvennalista, Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og óháðum og nú síðast Samfylkingunni hafa leitt borgina áleiðis til mannlegra samfélags. Hér er kominn leikskóli fyrir öll börn, hér þrífst blómlegt menningarlíf og hér eru haldnir Hinsegin dagar, sem standa mér nærri, og væru ekki til nema vegna stuðnings borgarinnar. Án þess að hafa kannað það vísindalega tel ég reyndar að Hinsegin dagar hafi notið stuðnings Sjálfstæðismanna í borgarstjórn einnig. Ég þekki það af málflutningi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og reyndar Frjálslyndaflokksins líka, að málstaður okkar samkynhneigðra hefur notið þeirra stuðnings. Ef Steingrímur J og félagar telja sig þurfa að mæla sig í kosningum vegna einhvurra sérvinstrisinnaðrakomplexa - geri þau það. Björk Vilhelmsdóttir og fleira gott fólk sem unnið hefur undir hatti Steingríms hefur sýnt að það ber hag borgarbúa, félagshyggjunnar fyrir brjósti og það er vonandi að það brjótist undan hinni gömlu austur-evrópsku rómantík um allsherjarríkið. Ef borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans ætla hins vegar að boða til ótímabærrar jarðarfarar vegna þess að þeim dettur ekkert lengur í hug, geta þeir farið og leitað sér að öðru áhugamáli. Við erum tugþúsundir sem viljum halda áfram að vinna saman, framsóknarfólk, samfylkingarfólk, vinstragrænt og óháð. Við bjóðum þá bara fram án ykkar og takk fyrir ykkur. Ef það er borgarstjóraefni sem ykkur vantar þá býð ég mig fram ásamt þúsundum annarra sem gætu tekið starfið að sér til þess að vinna að því að byggja góða borg. Sjálfstæðismenn hafa verið í stjórnarandstöðu í borginni undanfarin 12 ár. Þeir hafa lært margt af því og þaðan berast nú margar góðar hugmyndir um framtíð borgarinnar. Hugmyndir Sjálfstæðismanna í skipulagsmálum eru til dæmis mjög athygliverðar. Ef grafararnir vinstra megin línunnar ná yfirhöndinni með gamaldags Steingríms J-allaballatuggu um að "vinna saman eftir kosningar" nær yfirhöndinni í framboðsmálum borgarinnar, mun ég kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Ekki vegna þess að ég sé með skírteini í þeim flokki, heldur vegna þess að ég vil frekar kjósa hóp af fólki sem vinnur saman, en gamladags vinstrirómantík sem þekkir engan málstað betri en boruna á sjálfum sér.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar