Ástandið slæmt eftir Menningarnótt 21. ágúst 2005 00:01 Piltur á tvítugsaldri liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss eftir að hafa verið stunginn með hnífi í bakið í nótt. Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir ástandið í miðborginni hafa verið mjög slæmt eftir að skipulagðri dagskrá Menningarnætur lauk. Pilturinn var stunginn tvisvar sinnum í bakið og við það féll annað lungað í honum saman. Hann var fluttur á slysadeild og eftir að hafa gengist undir aðgerð fór hann á gjörgæsludeild. Árásarmaðurinn sem grunaður er um verknaðinn fannst stuttu síðar með aðstoð eftirlitsmyndavéla og vitna. Hann var handtekinn og hefur verið í yfirheyrslum í dag. Eftir flugeldasýninguna í gærkvöldi safnaðist gríðarlega mikill mannfjöldi saman á bílastæði við Hafnarstræti og þar var drengurinn stunginn í bakið tvisvar. Lögreglumenn sem fréttastofa Stöðvar 2 hefur rætt við í dag og voru á vakt segja ástandið hafa verið svakalegt. Mikið var um slagsmál og ölvun var áberandi. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir menninguna yfir daginn hafa blómstrað og að allt hafi gengið vel fyrir sig. Eftir flugeldasýninguna hafi hins vegar ástandið farið hríðversnandi. Upp úr miðnætti hafi ákveðinn hópur, þó mikill minnihluti fólks á svæðinu, farið að slást. Það hafi verið einhver spenna í loftinu. Skólahald hefst víðast hvar eftir helgina og Geir Jón segir að það hafi haft áhrif - sú helgi sé alltaf mjög stór í miðborginni. Lögreglumenn hafi sagt við hann að þeir hafi upplifað svipaða hluti og verið hafi um nætur fyrir nokkrum árum. Þá hafi ástandið oft verið slæmt helgi eftir helgi. Lögreglumenn hafi því ekki verið ókunnir ástandinu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira
Piltur á tvítugsaldri liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss eftir að hafa verið stunginn með hnífi í bakið í nótt. Árásarmaðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir ástandið í miðborginni hafa verið mjög slæmt eftir að skipulagðri dagskrá Menningarnætur lauk. Pilturinn var stunginn tvisvar sinnum í bakið og við það féll annað lungað í honum saman. Hann var fluttur á slysadeild og eftir að hafa gengist undir aðgerð fór hann á gjörgæsludeild. Árásarmaðurinn sem grunaður er um verknaðinn fannst stuttu síðar með aðstoð eftirlitsmyndavéla og vitna. Hann var handtekinn og hefur verið í yfirheyrslum í dag. Eftir flugeldasýninguna í gærkvöldi safnaðist gríðarlega mikill mannfjöldi saman á bílastæði við Hafnarstræti og þar var drengurinn stunginn í bakið tvisvar. Lögreglumenn sem fréttastofa Stöðvar 2 hefur rætt við í dag og voru á vakt segja ástandið hafa verið svakalegt. Mikið var um slagsmál og ölvun var áberandi. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir menninguna yfir daginn hafa blómstrað og að allt hafi gengið vel fyrir sig. Eftir flugeldasýninguna hafi hins vegar ástandið farið hríðversnandi. Upp úr miðnætti hafi ákveðinn hópur, þó mikill minnihluti fólks á svæðinu, farið að slást. Það hafi verið einhver spenna í loftinu. Skólahald hefst víðast hvar eftir helgina og Geir Jón segir að það hafi haft áhrif - sú helgi sé alltaf mjög stór í miðborginni. Lögreglumenn hafi sagt við hann að þeir hafi upplifað svipaða hluti og verið hafi um nætur fyrir nokkrum árum. Þá hafi ástandið oft verið slæmt helgi eftir helgi. Lögreglumenn hafi því ekki verið ókunnir ástandinu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fleiri fréttir Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Sjá meira