Fjárfestar á flugi Hafliði Helgason skrifar 17. ágúst 2005 00:01 Íslenskir fjárfestar stefna nú að því að koma sér vel fyrir á markaði lággjaldaflugfélaga í Evrópu. Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson hafa eignast stærsta lággjaldafélagið á Norðurlöndum, Sterling. Þeir bættu svo Mærsk í safnið og hafa með því styrkt stöðu sína á Norðurlandamarkaðnum Ryanair mun keppa við Sterling á Norðurlöndum sem mun auðvitað reyna á færni þeirra Sterlingmanna. Hitt hjálpar að risinn SAS sem er hinn keppinauturinn er ekki vel rekið félag. Svifaseint og hefur átt í erfiðleikum upp á síðkastið. Það hjálpar Sterling að koma sér vel fyrir á markaði á Norðurlöndunum. FL Group undir forystu Hannesar Smárasonar hafa að undanförnu verið að kaupa hlutabréf í easyJet. Þegar hefur orðið verulegur gengishagnaður af þessari fjárfestingu og margt sem bendir til þess að félagið muni halda áfram að kaupa hluti í easyJet. EasyJet er í eigu fjölskyldu Stelios Haji-Ioannou, en hann ríkir yfir miklu viðskiptaveldi sínu og systkina sinna. Samkomulagið milli systkinanna er sagt brothætt og þau ekki samstíga í markmiðum fyrirtækja í eigu fjölskyldunnar. Líklegt er að FL Group líti til þess að systkini Steliosar muni hugsanlega vilja selja sinn hlut í félaginu. Yfirtaka er því eitt af því sem gæti orðið niðurstaðan í hlutafjárkaupum FL Group í easyJet. Það er þó enn langt í land með slík yfirtaka geti orðið að raunveruleika. FL Group gæti einnig innleyst hagnað af fjárfestingunni ef ekki veriður séð að yfirtaka verði möguleg. Baugur hefur aftur eignast hlut í FL Group og þar er að ferðinni eigandi sem kann til verka við yfirtökur félaga og er tilbúinn til að leggja út í ævintýri af þeirri stærðargráðu sem yfirtaka á easyJet er. Ástæðan fyrir þessum áhuga á lággjaldaflugfélögum er sú að mikill vöxtur hefur verið í starfsemi þessara félaga. Nær öll aukning í farþegaflugi hefur verið hjá þessum félögum. Einfaldleiki í rekstri og skilvirk farmiðasala gegnum netið hefur gert félögunum kleift að halda farmiðaverði niðri. Það hefur aftur þýtt að nýr hópur fer að ferðast, auk þess sem þeir sem þegar ferðast fara að ferðast oftar. Hér á landi birtist þetta í því að ekki þykir lengur tiltökumál að skreppa í helgarferð til London eða Kaupmannahafnar. Helgi í London kostar ekki meira en helgi á Akureyri. Flugrekstur er gríðarlega áhættusamur. Umhverfið getur breyst hratt. Éldsneyti hefur hækkað verulega sem hækkar farmiðaverð og hægir á vexti félaganna. Hitt er annað að búist er við að lággjaldaflugfélög haldi áfram að vaxa. Þróunin er í þá átt að þau verði færri og stærri og augljóst að íslensku fjárfestarnir ætla að taka þátt í þeirri þróun. Svo er bara að vona að hlutir gangi þeim í hag. Auk áætlunarflugs hafa svo Íslendingar verið að byggja upp sterk leigu og fraktfélög. Avion Group er orðið stórt félag og stefnir á skráningu á markað. Flugið er því svo sannarlega að verða ein af stærri atvinnugreinum Íslendinga. Þetta er sveiflukennt grein og hentar kannski ágætlega þjóð sem hefur átt allt sitt undir sveiflum og dyntum náttúrunnar frá upphafi byggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Íslenskir fjárfestar stefna nú að því að koma sér vel fyrir á markaði lággjaldaflugfélaga í Evrópu. Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson hafa eignast stærsta lággjaldafélagið á Norðurlöndum, Sterling. Þeir bættu svo Mærsk í safnið og hafa með því styrkt stöðu sína á Norðurlandamarkaðnum Ryanair mun keppa við Sterling á Norðurlöndum sem mun auðvitað reyna á færni þeirra Sterlingmanna. Hitt hjálpar að risinn SAS sem er hinn keppinauturinn er ekki vel rekið félag. Svifaseint og hefur átt í erfiðleikum upp á síðkastið. Það hjálpar Sterling að koma sér vel fyrir á markaði á Norðurlöndunum. FL Group undir forystu Hannesar Smárasonar hafa að undanförnu verið að kaupa hlutabréf í easyJet. Þegar hefur orðið verulegur gengishagnaður af þessari fjárfestingu og margt sem bendir til þess að félagið muni halda áfram að kaupa hluti í easyJet. EasyJet er í eigu fjölskyldu Stelios Haji-Ioannou, en hann ríkir yfir miklu viðskiptaveldi sínu og systkina sinna. Samkomulagið milli systkinanna er sagt brothætt og þau ekki samstíga í markmiðum fyrirtækja í eigu fjölskyldunnar. Líklegt er að FL Group líti til þess að systkini Steliosar muni hugsanlega vilja selja sinn hlut í félaginu. Yfirtaka er því eitt af því sem gæti orðið niðurstaðan í hlutafjárkaupum FL Group í easyJet. Það er þó enn langt í land með slík yfirtaka geti orðið að raunveruleika. FL Group gæti einnig innleyst hagnað af fjárfestingunni ef ekki veriður séð að yfirtaka verði möguleg. Baugur hefur aftur eignast hlut í FL Group og þar er að ferðinni eigandi sem kann til verka við yfirtökur félaga og er tilbúinn til að leggja út í ævintýri af þeirri stærðargráðu sem yfirtaka á easyJet er. Ástæðan fyrir þessum áhuga á lággjaldaflugfélögum er sú að mikill vöxtur hefur verið í starfsemi þessara félaga. Nær öll aukning í farþegaflugi hefur verið hjá þessum félögum. Einfaldleiki í rekstri og skilvirk farmiðasala gegnum netið hefur gert félögunum kleift að halda farmiðaverði niðri. Það hefur aftur þýtt að nýr hópur fer að ferðast, auk þess sem þeir sem þegar ferðast fara að ferðast oftar. Hér á landi birtist þetta í því að ekki þykir lengur tiltökumál að skreppa í helgarferð til London eða Kaupmannahafnar. Helgi í London kostar ekki meira en helgi á Akureyri. Flugrekstur er gríðarlega áhættusamur. Umhverfið getur breyst hratt. Éldsneyti hefur hækkað verulega sem hækkar farmiðaverð og hægir á vexti félaganna. Hitt er annað að búist er við að lággjaldaflugfélög haldi áfram að vaxa. Þróunin er í þá átt að þau verði færri og stærri og augljóst að íslensku fjárfestarnir ætla að taka þátt í þeirri þróun. Svo er bara að vona að hlutir gangi þeim í hag. Auk áætlunarflugs hafa svo Íslendingar verið að byggja upp sterk leigu og fraktfélög. Avion Group er orðið stórt félag og stefnir á skráningu á markað. Flugið er því svo sannarlega að verða ein af stærri atvinnugreinum Íslendinga. Þetta er sveiflukennt grein og hentar kannski ágætlega þjóð sem hefur átt allt sitt undir sveiflum og dyntum náttúrunnar frá upphafi byggðar.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun