Réttarhöld aldarinnar? 16. ágúst 2005 00:01 Í dag verður þingtekið mál ákæruvaldsins á hendur sex einstaklingum í Baugsmálinu, máli sem margir koma væntanlega til með að kalla réttarhöld aldarinnar, í það minnsta í viðskiptalífinu, þó stutt sé liðið af 21. öldinni. Eftir hátt í þriggja ára rannsókn fer þetta umfangsmikla mál loks fyrir dómstóla þar sem má búast við að fréttir af því verði í brennidepli í haust og jafnvel fram eftir vetri, eftir því hvenær málsmeðferðin sjálf hefst. Dómurinn verður fjölskipaður og vart vanþörf á, ákærur eru margar hverjar mjög alvarlegar og umfang málsskjala gríðarlegt. Margir hafa nefnt Hafskipsmálið í tengslum við Baugsmálið. Umfang þess máls var mikið, réttarhöldin tóku langan tíma og voru eitt helsta fréttaefni landsins meðan þau stóðu yfir. Niðurstaðan þá var sú að sakborningar voru sakfelldir fyrir nokkur atriði en sýknaðir af flestum eða þeim vísað frá. Nú, tæpum tveimur áratugum síðar, eru menn enn ekki á eitt sáttir um arfleið þeirra réttarhalda. Spurning hvort það sama verði upp á teningnum í Baugsmálinu. Eitt er víst. Baugsmálið verður stærsta mál vetrarins nema eitthvað mjög stórt og óvænt komi upp á. Fjölmiðlar verða undirlagðir af fréttum um gang málsins. Framan af ber líklega mest á rökstuðningi ákæruvaldsins fyrir ákærunum, sá rökstuðningur fylgir ekki ákærunum og heyrist væntanlega fyrst þegar málið verður tekið fyrir. Hann hefur því að miklu leiti vantað í umræðu um málið að undanförnu og gæti orðið til að varpa enn frekara ljósi á ýmis atriði. Vörnin kemur næst að og loks samantekt saksóknara og verjenda í lokin. Svo er spurning um hvert framhaldið verður þegar dómur er fallinn í héraðsdómi. Hvernig sem er hlýtur að teljast öruggt að málið fari fyrir Hæstarétt. Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður sagði í sjónvarpsþættinum Ísland í dag á Stöð 2 í fyrrakvöld að það kæmi honum ekki á óvart ef allir hæstaréttardómarar yrðu að segja sig frá málinu. Það sagði hann eðlilegt í ljósi tengsla þeirra við Jón Steinar Gunnlaugsson sem Baugsfeðgar hafa gagnrýnt harðlega og sakað um óeðlileg afskipti af máli þeirra. Í fréttum Bylgjunnar í gær var rætt við Magnús Thoroddsen, fyrrum forseta Hæstaréttar, sem lýsti sig ósammála þessu viðhorfi Brynjars og sagði Jón Steinar ekki svo tengdan málinu að aðrir dómarar þyrftu að víkja. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Í dag verður þingtekið mál ákæruvaldsins á hendur sex einstaklingum í Baugsmálinu, máli sem margir koma væntanlega til með að kalla réttarhöld aldarinnar, í það minnsta í viðskiptalífinu, þó stutt sé liðið af 21. öldinni. Eftir hátt í þriggja ára rannsókn fer þetta umfangsmikla mál loks fyrir dómstóla þar sem má búast við að fréttir af því verði í brennidepli í haust og jafnvel fram eftir vetri, eftir því hvenær málsmeðferðin sjálf hefst. Dómurinn verður fjölskipaður og vart vanþörf á, ákærur eru margar hverjar mjög alvarlegar og umfang málsskjala gríðarlegt. Margir hafa nefnt Hafskipsmálið í tengslum við Baugsmálið. Umfang þess máls var mikið, réttarhöldin tóku langan tíma og voru eitt helsta fréttaefni landsins meðan þau stóðu yfir. Niðurstaðan þá var sú að sakborningar voru sakfelldir fyrir nokkur atriði en sýknaðir af flestum eða þeim vísað frá. Nú, tæpum tveimur áratugum síðar, eru menn enn ekki á eitt sáttir um arfleið þeirra réttarhalda. Spurning hvort það sama verði upp á teningnum í Baugsmálinu. Eitt er víst. Baugsmálið verður stærsta mál vetrarins nema eitthvað mjög stórt og óvænt komi upp á. Fjölmiðlar verða undirlagðir af fréttum um gang málsins. Framan af ber líklega mest á rökstuðningi ákæruvaldsins fyrir ákærunum, sá rökstuðningur fylgir ekki ákærunum og heyrist væntanlega fyrst þegar málið verður tekið fyrir. Hann hefur því að miklu leiti vantað í umræðu um málið að undanförnu og gæti orðið til að varpa enn frekara ljósi á ýmis atriði. Vörnin kemur næst að og loks samantekt saksóknara og verjenda í lokin. Svo er spurning um hvert framhaldið verður þegar dómur er fallinn í héraðsdómi. Hvernig sem er hlýtur að teljast öruggt að málið fari fyrir Hæstarétt. Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður sagði í sjónvarpsþættinum Ísland í dag á Stöð 2 í fyrrakvöld að það kæmi honum ekki á óvart ef allir hæstaréttardómarar yrðu að segja sig frá málinu. Það sagði hann eðlilegt í ljósi tengsla þeirra við Jón Steinar Gunnlaugsson sem Baugsfeðgar hafa gagnrýnt harðlega og sakað um óeðlileg afskipti af máli þeirra. Í fréttum Bylgjunnar í gær var rætt við Magnús Thoroddsen, fyrrum forseta Hæstaréttar, sem lýsti sig ósammála þessu viðhorfi Brynjars og sagði Jón Steinar ekki svo tengdan málinu að aðrir dómarar þyrftu að víkja. Brynjólfur Þór Guðmundsson - brynjolfur@frettabladid.is
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun