Tvítug varnarliðskona myrt 15. ágúst 2005 00:01 Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Von var á bandarískum rannsóknarmönnum til landsins í gærkvöldi til þess að veita aðstoð við rannsókn málsins. Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli um miðnætti á sunnudagskvöld. Rúmlega tvítugur varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn, grunaður um að hafa orðið konunni að bana. Maðurinn var enn þá í haldi lögreglu varnarliðsins í gær en ekki fékkst uppgefið hvort hann hefði játað á sig glæpinn hjá Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli. Þá var íslensk kona tekin til yfirheyrslu hjá Lögreglunni á Keflavíkurflugvelli en hún er talin hafa verið gestkomandi í húsnæðinu þegar atburðurinn átti sér stað. Henni var sleppt síðdegis í gær og má því telja að hún tengist málinu ekki beint. Ekki fékkst staðfest hvort konan varð sjálf vitni að atburðinum. Heimildir Víkurfrétta segja konuna hafa verið stungna margsinnis áður en hún lést. Maðurinn sem grunaður er um verknaðinn hafi áður átt í deilum við hina látnu fyrir nokkrum mánuðum þar sem hann hafði, í félagi við annan varnarliðsmann, stolið umtalsverðum fjárhæðum af greiðslukorti hennar. Málið komst upp og var vitorðsmanninum vikið úr hernum en enn átti eftir að rétta í máli hins grunaða. Ekki fæst uppgefið hver fann hina látnu en enn var lífsmark með henni þegar hún fannst að sögn Jóhanns Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli. Konan var í kjölfarið flutt á hersjúkrahús á vellinum þar sem hún var úrskurðuð látin. Konan fannst í húsnæði einhleypra varnarliðsmanna og er atburðurinn talinn hafa átt sér stað þar að sögn Jóhanns. Hún hlaut áverka á hnakka en ekki hefur fengist staðfest hvers kyns áverkarnir voru né heldur hvort morðvopn hafi fundist. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli rannsakar málið í samvinnu við rannsóknardeild sjóhersins. Þá var í seint gærkvöldi von á bandarískum rannsóknarmönnum á vegum hersins til landsins. Mennirnir koma frá Bretlandi og verða lögregluembættunum til aðstoðar við rannsókn málsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira
Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn grunaður um að hafa orðið henni að bana. Von var á bandarískum rannsóknarmönnum til landsins í gærkvöldi til þess að veita aðstoð við rannsókn málsins. Tvítug bandarísk varnarliðskona fannst látin á svæði varnarliðsins Keflavíkurflugvelli um miðnætti á sunnudagskvöld. Rúmlega tvítugur varnarliðsmaður var í kjölfarið handtekinn, grunaður um að hafa orðið konunni að bana. Maðurinn var enn þá í haldi lögreglu varnarliðsins í gær en ekki fékkst uppgefið hvort hann hefði játað á sig glæpinn hjá Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli. Þá var íslensk kona tekin til yfirheyrslu hjá Lögreglunni á Keflavíkurflugvelli en hún er talin hafa verið gestkomandi í húsnæðinu þegar atburðurinn átti sér stað. Henni var sleppt síðdegis í gær og má því telja að hún tengist málinu ekki beint. Ekki fékkst staðfest hvort konan varð sjálf vitni að atburðinum. Heimildir Víkurfrétta segja konuna hafa verið stungna margsinnis áður en hún lést. Maðurinn sem grunaður er um verknaðinn hafi áður átt í deilum við hina látnu fyrir nokkrum mánuðum þar sem hann hafði, í félagi við annan varnarliðsmann, stolið umtalsverðum fjárhæðum af greiðslukorti hennar. Málið komst upp og var vitorðsmanninum vikið úr hernum en enn átti eftir að rétta í máli hins grunaða. Ekki fæst uppgefið hver fann hina látnu en enn var lífsmark með henni þegar hún fannst að sögn Jóhanns Benediktssonar, sýslumanns á Keflavíkurflugvelli. Konan var í kjölfarið flutt á hersjúkrahús á vellinum þar sem hún var úrskurðuð látin. Konan fannst í húsnæði einhleypra varnarliðsmanna og er atburðurinn talinn hafa átt sér stað þar að sögn Jóhanns. Hún hlaut áverka á hnakka en ekki hefur fengist staðfest hvers kyns áverkarnir voru né heldur hvort morðvopn hafi fundist. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli rannsakar málið í samvinnu við rannsóknardeild sjóhersins. Þá var í seint gærkvöldi von á bandarískum rannsóknarmönnum á vegum hersins til landsins. Mennirnir koma frá Bretlandi og verða lögregluembættunum til aðstoðar við rannsókn málsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Sjá meira