Ákærurnar flóknar og efnismiklar 13. ágúst 2005 00:01 Ákærurnar í Baugsmálinu voru birtar í dag, mörgum vikum eftir að lofað hafði verið að láta fjölmiðlum þær í té. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við vildu ekki leggja mat á málið út frá ákærunni einni og sögðu það bæði flókið og erfitt. Lögspekingar sem fréttastofa ræddi við í dag vildu ekki tjá sig um ákæruna og sögðu hana flókna og efnismikla. Þeir vildu heldur ekki leggja mat á hana án þess að sjá málsgögn sem lægju til grundvallar ákæruliðunum. Einhverjir undruðust hvernig til kom að Baugur lenti í þessari miklu rannsókn. Þar hafi lögfræðingi eins manns tekist að fá fram lögreglurannsókn sem varð til þess að fyrirtækið allt var skoðað gaumgæfilega. Aðrir sögðu það eðlilegt þar sem eitt atriði gæti oft leitt til þess að að fleiri kæmu í ljós. Umfjöllun um efnisatriði ákærurnar kom fyrst fram í breskum fjölmiðlum í gær og kom hún frá forsvarsmönnum Baugs. Síðan birtist ákæran með athugasemdum sakborninga í Fréttablaðinu í dag. Málið virðist því orðið að stríði bæði í réttarkerfinu og í fjölmiðlum. Engin viðbrögð hafa fengist frá embætti ríkislögreglustjóra en þess má vænta að frekari grein verði gerð fyrir ákærunum þegar þær verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. Hugmyndir lögmanna um vörn í málinu snúast meðal annars um hvort um ásetning hafi verið að ræða þar sem fé hafi verið greitt til baka áður en til rannsóknar kom. Aðrir telja að verjendur Baugsmanna muni leggja á það þunga áherslu hvernig málið hafi komið til. Eins og áður hefur komið fram er ákæran í fjörtíu liðum sem skipt er niður í átta kafla. Þó vantar sjöunda kafla í ákæruna eins og hún kemur frá embætti ríkislögreglustjóra. Sex eru ákærðir, þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Jóhannes Jónsson, Kristín Jóhannesdóttir, Tryggvi Jónsson, Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir. Jóni Ásgeiri, Tryggva, Jóhannesi og Kristínu er gefið að sök fjárdráttur í nokkrum tilvikum og eru upphæðirnar frá nokkrum tugum þúsunda til milljóna. Meðal annars er að finna kærur á þá Jón Ásgeir og Tryggva fyrir að hafa dregið sér og öðrum fjörutíu milljónir króna vegna skemmtibátsins The Viking. Jón Ásgeir, Tryggvi og Jóhannes eru einnig sakaðir um umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi. Eru það ekki síst viðskipti í kringum kaupin á Vöruveltunni, sem rak 10-11 verslanirnar, sem farið er í saumana á. Jón Ásgeir er jafnframt sakaður um fjárdrátt í því máli. Fjölmörg brot á hlutafélagalögum eru nefnd til sögunnar og Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að hafa brotið almenn hegningarlög, lög um bókhald, lög um ársreikninga og lög um hlutafélög í mörgum tilvikum. Feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir og svo Kristín eru ákærð fyrir tollsvik og rangfærslu skjala. Sakborningarnir neita allir sök. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Ákærurnar í Baugsmálinu voru birtar í dag, mörgum vikum eftir að lofað hafði verið að láta fjölmiðlum þær í té. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við vildu ekki leggja mat á málið út frá ákærunni einni og sögðu það bæði flókið og erfitt. Lögspekingar sem fréttastofa ræddi við í dag vildu ekki tjá sig um ákæruna og sögðu hana flókna og efnismikla. Þeir vildu heldur ekki leggja mat á hana án þess að sjá málsgögn sem lægju til grundvallar ákæruliðunum. Einhverjir undruðust hvernig til kom að Baugur lenti í þessari miklu rannsókn. Þar hafi lögfræðingi eins manns tekist að fá fram lögreglurannsókn sem varð til þess að fyrirtækið allt var skoðað gaumgæfilega. Aðrir sögðu það eðlilegt þar sem eitt atriði gæti oft leitt til þess að að fleiri kæmu í ljós. Umfjöllun um efnisatriði ákærurnar kom fyrst fram í breskum fjölmiðlum í gær og kom hún frá forsvarsmönnum Baugs. Síðan birtist ákæran með athugasemdum sakborninga í Fréttablaðinu í dag. Málið virðist því orðið að stríði bæði í réttarkerfinu og í fjölmiðlum. Engin viðbrögð hafa fengist frá embætti ríkislögreglustjóra en þess má vænta að frekari grein verði gerð fyrir ákærunum þegar þær verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. Hugmyndir lögmanna um vörn í málinu snúast meðal annars um hvort um ásetning hafi verið að ræða þar sem fé hafi verið greitt til baka áður en til rannsóknar kom. Aðrir telja að verjendur Baugsmanna muni leggja á það þunga áherslu hvernig málið hafi komið til. Eins og áður hefur komið fram er ákæran í fjörtíu liðum sem skipt er niður í átta kafla. Þó vantar sjöunda kafla í ákæruna eins og hún kemur frá embætti ríkislögreglustjóra. Sex eru ákærðir, þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Jóhannes Jónsson, Kristín Jóhannesdóttir, Tryggvi Jónsson, Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir. Jóni Ásgeiri, Tryggva, Jóhannesi og Kristínu er gefið að sök fjárdráttur í nokkrum tilvikum og eru upphæðirnar frá nokkrum tugum þúsunda til milljóna. Meðal annars er að finna kærur á þá Jón Ásgeir og Tryggva fyrir að hafa dregið sér og öðrum fjörutíu milljónir króna vegna skemmtibátsins The Viking. Jón Ásgeir, Tryggvi og Jóhannes eru einnig sakaðir um umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi. Eru það ekki síst viðskipti í kringum kaupin á Vöruveltunni, sem rak 10-11 verslanirnar, sem farið er í saumana á. Jón Ásgeir er jafnframt sakaður um fjárdrátt í því máli. Fjölmörg brot á hlutafélagalögum eru nefnd til sögunnar og Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að hafa brotið almenn hegningarlög, lög um bókhald, lög um ársreikninga og lög um hlutafélög í mörgum tilvikum. Feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir og svo Kristín eru ákærð fyrir tollsvik og rangfærslu skjala. Sakborningarnir neita allir sök.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira