Margfalda burðargetu GSM 12. ágúst 2005 00:01 Og Vodafone ætlar að efla GSM fjarskiptakerfi sitt enn frekar á þessu ári með því að taka í notkun svokallaða EDGE tækni (Enhanced Data Rates for Global Evolution) sem getur margfaldað flutningsgetu í farsímum viðskiptavina fyrirtækisins. Tæknin gerir notendum meðal annars mögulegt að miðla gögnum, ljósmyndum, hreyfimyndum eða vafra á Internetinu á þrisvar til fjórum sinnum meiri hraða en mögulegt hefur verið hingað til. Flutningshraði í EDGE er í raun mismunandi hvað fjarlægð frá sendum varðar og milli einstakra farsíma en tæknin er frá 120 kb/s til 238 kb/s í kerfi Og Vodafone. EDGE styrkir hraðann í GPRS en GPRS (General Packet Radio Service) er viðbót við GSM kerfið og býr yfir allt að því 52 kb/s flutningshraða. GSM kerfi með GPRS hafa verið nefnt kynslóð 2,5 en kerfi með EDGE styrkingu er gjarnan nefnt kynslóð 2,75. Með EDGE er unnt að veita ýmiss konar þjónustu sem er möguleg í þriðju kynslóð farsímakerfa (3G). Prófanir vegna EDGE eru þegar hafnar og er gert ráð fyrir að kerfið verði tekið í notkun á fjórða ársfjórðungi 2005. EDGE kerfið mun nýtast vel fyrir þær vörur sem eru væntanlegar á þriðja og fjórða ársfjórðungi hjá Og Vodafone. Þá nýtist EDGE einnig vel fyrir þjónustu sem er nú þegar fyrir hendi hjá Og Vodafone. Má þar nefna Mörkin í símann, myndskilaboð (MMS) og niðurhal á leikjum og hringitónum sem berast með öflugri hætti til viðskiptavina með EDGE. Gert er ráð fyrir að EDGE tæknin nái til notenda á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði fyrst um sinn og eru viðskiptavinir hvattir til að kynna sér hvort GSM sími þeirra styðji EDGE. Kostnaður við uppbyggingu á fjarskiptakerfi Og Vodafone vegna EDGE væðingar og tengdra verkefna er áætlaður um 250 milljónir króna. Tæknin mun í senn styrkja núverandi tekjugrunn félagsins og skapa nýja tekjustrauma. "EDGE er mikil bylting fyrir viðskiptavini," segir Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Og Vodafone. "Hér er um að ræða gríðarlega öfluga tækni því hún gefur færi á nýjum þjónustuleiðum til handa viðskiptavinum. Má þar nefna Vodafone Mobile Connect, sem er gagnaflutningskort fyrir fartölvunotendur. Slíkt kort nýtist sérlega vel í GSM/EDGE. Vodafone Mobile Connect er væntanlegt fyrir viðskiptavini í haust. Það hefur nú þegar slegið í gegn víða erlendis. Við vonumst því til þess að EDGE eigi eftir að stuðla að enn breiðara vöruúrvali hjá Og Vodafone og efla burðargetu í GSM kerfinu verulega." Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Og Vodafone ætlar að efla GSM fjarskiptakerfi sitt enn frekar á þessu ári með því að taka í notkun svokallaða EDGE tækni (Enhanced Data Rates for Global Evolution) sem getur margfaldað flutningsgetu í farsímum viðskiptavina fyrirtækisins. Tæknin gerir notendum meðal annars mögulegt að miðla gögnum, ljósmyndum, hreyfimyndum eða vafra á Internetinu á þrisvar til fjórum sinnum meiri hraða en mögulegt hefur verið hingað til. Flutningshraði í EDGE er í raun mismunandi hvað fjarlægð frá sendum varðar og milli einstakra farsíma en tæknin er frá 120 kb/s til 238 kb/s í kerfi Og Vodafone. EDGE styrkir hraðann í GPRS en GPRS (General Packet Radio Service) er viðbót við GSM kerfið og býr yfir allt að því 52 kb/s flutningshraða. GSM kerfi með GPRS hafa verið nefnt kynslóð 2,5 en kerfi með EDGE styrkingu er gjarnan nefnt kynslóð 2,75. Með EDGE er unnt að veita ýmiss konar þjónustu sem er möguleg í þriðju kynslóð farsímakerfa (3G). Prófanir vegna EDGE eru þegar hafnar og er gert ráð fyrir að kerfið verði tekið í notkun á fjórða ársfjórðungi 2005. EDGE kerfið mun nýtast vel fyrir þær vörur sem eru væntanlegar á þriðja og fjórða ársfjórðungi hjá Og Vodafone. Þá nýtist EDGE einnig vel fyrir þjónustu sem er nú þegar fyrir hendi hjá Og Vodafone. Má þar nefna Mörkin í símann, myndskilaboð (MMS) og niðurhal á leikjum og hringitónum sem berast með öflugri hætti til viðskiptavina með EDGE. Gert er ráð fyrir að EDGE tæknin nái til notenda á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði fyrst um sinn og eru viðskiptavinir hvattir til að kynna sér hvort GSM sími þeirra styðji EDGE. Kostnaður við uppbyggingu á fjarskiptakerfi Og Vodafone vegna EDGE væðingar og tengdra verkefna er áætlaður um 250 milljónir króna. Tæknin mun í senn styrkja núverandi tekjugrunn félagsins og skapa nýja tekjustrauma. "EDGE er mikil bylting fyrir viðskiptavini," segir Gestur G. Gestsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Og Vodafone. "Hér er um að ræða gríðarlega öfluga tækni því hún gefur færi á nýjum þjónustuleiðum til handa viðskiptavinum. Má þar nefna Vodafone Mobile Connect, sem er gagnaflutningskort fyrir fartölvunotendur. Slíkt kort nýtist sérlega vel í GSM/EDGE. Vodafone Mobile Connect er væntanlegt fyrir viðskiptavini í haust. Það hefur nú þegar slegið í gegn víða erlendis. Við vonumst því til þess að EDGE eigi eftir að stuðla að enn breiðara vöruúrvali hjá Og Vodafone og efla burðargetu í GSM kerfinu verulega."
Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira