Aukin öryggisgæsla skilar litlu 3. ágúst 2005 00:01 Stóraukin öryggisgæsla og hert eftirlit á Bretlandi virðist litlu skila: Fréttamaður SKY-fréttastöðvarinnar komst frá Lundúnum til Parísar óáreittur þótt hann hafi framvísað vegabréfi starfsfélaga síns allan tímann. Hryðjuverkamaðurinn Osman Hussain komst vandræðalaust frá Lundúnum til Parísar með Eurostar-lest um Ermasundsgöngin skömmu eftir misheppnuðu árásirnar fyrir hálfum mánuði. Þetta olli yfirvöldum hugarangri og varð til þess að eftirlit með ferðalöngum var aukið enn á ný en það var fyrst hert eftir árásirnar sjöunda júlí síðastliðinn. Fréttamaður SKY ákvað að kanna hversu gott eftirlitið væri og keypti sér miða og ferðaðist til Parísar. Það gekk eins og í sögu, þó að hann væri ekki með sitt eigið vegabréf heldur passa starfsfélaga síns, og þrátt fyrir að fara nokkrum sinnum í gegnum eftirlit og framvísa þar vegabréfinu. Enginn sá neitt athugavert við að fréttamaðurinn liti allt öðruvísi út í vegabréfinu en í raun og að fæðingardagurinn þar gæfi til kynna að hann væri í raun mun eldri en hann lítur út fyrir að vera. Uppljóstranir SKY eru ákaflega vandræðalegar fyrir bresk yfirvöld en talsmaður innanríkisráðuneytisins vildi ekkert tjá sig um málið. Hjá Eurostar var einungis sagt að fyrirtækið bæri enga ábyrgð á landamæraeftirliti. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Stóraukin öryggisgæsla og hert eftirlit á Bretlandi virðist litlu skila: Fréttamaður SKY-fréttastöðvarinnar komst frá Lundúnum til Parísar óáreittur þótt hann hafi framvísað vegabréfi starfsfélaga síns allan tímann. Hryðjuverkamaðurinn Osman Hussain komst vandræðalaust frá Lundúnum til Parísar með Eurostar-lest um Ermasundsgöngin skömmu eftir misheppnuðu árásirnar fyrir hálfum mánuði. Þetta olli yfirvöldum hugarangri og varð til þess að eftirlit með ferðalöngum var aukið enn á ný en það var fyrst hert eftir árásirnar sjöunda júlí síðastliðinn. Fréttamaður SKY ákvað að kanna hversu gott eftirlitið væri og keypti sér miða og ferðaðist til Parísar. Það gekk eins og í sögu, þó að hann væri ekki með sitt eigið vegabréf heldur passa starfsfélaga síns, og þrátt fyrir að fara nokkrum sinnum í gegnum eftirlit og framvísa þar vegabréfinu. Enginn sá neitt athugavert við að fréttamaðurinn liti allt öðruvísi út í vegabréfinu en í raun og að fæðingardagurinn þar gæfi til kynna að hann væri í raun mun eldri en hann lítur út fyrir að vera. Uppljóstranir SKY eru ákaflega vandræðalegar fyrir bresk yfirvöld en talsmaður innanríkisráðuneytisins vildi ekkert tjá sig um málið. Hjá Eurostar var einungis sagt að fyrirtækið bæri enga ábyrgð á landamæraeftirliti.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira