Tímar hefndarinnar 28. júlí 2005 00:01 Hér rennur fram mikill vaðall úr ýmsum áttum og bréfum rignir yfir Egil. Mönnum er heitt í hamsi og ásakar hver annan vegna ólíkra skoðana á sama máli en margt er þó vel sagt. Egill veltir islamistum fyrir sér en mikið púður fer eins og venjulega í að skensa vinstri menn. Vitnar í fyrrum vinstrisinna, kollega sína, sem margir virðast álíta það höfuðsynd að reyna að greina orsakir atburðanna en sýnu göfugra að svamla í gruggi afleiðinganna. Þykir mér hinn franski Oliver Roy t.d. nokkuð skammsýnn er hann ályktar að herförin til Íraks geti ekki valdið hatri múslima á okkur vegna þess að Bin Laden hafi verið orðinn islamisti fyrir mars 2003. Þá leggjast menn alllágt er þeir hnýta í Jón Orm Halldórsson sem talar af meiri skynsemi og skilningi en aðrir menn um ástand heimsmála nú um stundir. Umræðan líður fyrir skort á sögulegri yfirsýn. Egill er þó vel að sér en nokkuð blindaður af vandlætingu yfir því sem hann kallar "hið dapurlega flóð apólógísmans frá vinstri kantinum." Samkvæmt skoðun hægrimanna er nefnilega ekkert sem við þurfum að laga, framkoma okkar gagnvart arabaheiminum er flekklaus. Þetta er hrokinn sem hefur leitt okkur út í það kviksyndi sem við erum nú stödd í. Ég gæti sett á langa ræðu um orsakir hermdarverka islamista en þess gerist ekki þörf. Stanslaus vestrænn yfirgangur í löndum islams alla 20. öldina a.m.k. hefur getið af sér þennan ófögnuð, eld sem brennur nú á okkar skinni. En við getum ekki afgreitt þetta með því að uppnefna þessa menn sem eru tilbúnir að deyja fyrir málstaðinn, tala um ómennsku þeirra. Það kallar fram í hugann myndir af tölvustýrðum múgmorðum bandarískra herflugvéla, fórnarlömbum viðskiptabannsins á Írak, þjóðarmorði Rússa í Téténíu, þjóðarfangabúðunum í Palestínu o.fl. Engin einföld leið virðist út úr þeim vandræðum sem við höfum kallað yfir okkur (við berum jú ábyrgð á lýðræðinu og kjörnum fulltrúum þess) en skynsamlegt gæti verið að draga úr yfirganginum í þessum löndum og koma Írak, Palestína og Sádí-Arabía fyrst upp í hugann. Við lifum nú tíma hefndarinnar, félagar, og við skulum ekki hrópa hver að öðrum heldur standa saman um að greina rætur vandans. Þá er kannski hugsanlegur möguleiki að við getum lagt okkar litla, íslenska lóð á vogarskál friðar í þessum heimi. Ingólfur Steinsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Hér rennur fram mikill vaðall úr ýmsum áttum og bréfum rignir yfir Egil. Mönnum er heitt í hamsi og ásakar hver annan vegna ólíkra skoðana á sama máli en margt er þó vel sagt. Egill veltir islamistum fyrir sér en mikið púður fer eins og venjulega í að skensa vinstri menn. Vitnar í fyrrum vinstrisinna, kollega sína, sem margir virðast álíta það höfuðsynd að reyna að greina orsakir atburðanna en sýnu göfugra að svamla í gruggi afleiðinganna. Þykir mér hinn franski Oliver Roy t.d. nokkuð skammsýnn er hann ályktar að herförin til Íraks geti ekki valdið hatri múslima á okkur vegna þess að Bin Laden hafi verið orðinn islamisti fyrir mars 2003. Þá leggjast menn alllágt er þeir hnýta í Jón Orm Halldórsson sem talar af meiri skynsemi og skilningi en aðrir menn um ástand heimsmála nú um stundir. Umræðan líður fyrir skort á sögulegri yfirsýn. Egill er þó vel að sér en nokkuð blindaður af vandlætingu yfir því sem hann kallar "hið dapurlega flóð apólógísmans frá vinstri kantinum." Samkvæmt skoðun hægrimanna er nefnilega ekkert sem við þurfum að laga, framkoma okkar gagnvart arabaheiminum er flekklaus. Þetta er hrokinn sem hefur leitt okkur út í það kviksyndi sem við erum nú stödd í. Ég gæti sett á langa ræðu um orsakir hermdarverka islamista en þess gerist ekki þörf. Stanslaus vestrænn yfirgangur í löndum islams alla 20. öldina a.m.k. hefur getið af sér þennan ófögnuð, eld sem brennur nú á okkar skinni. En við getum ekki afgreitt þetta með því að uppnefna þessa menn sem eru tilbúnir að deyja fyrir málstaðinn, tala um ómennsku þeirra. Það kallar fram í hugann myndir af tölvustýrðum múgmorðum bandarískra herflugvéla, fórnarlömbum viðskiptabannsins á Írak, þjóðarmorði Rússa í Téténíu, þjóðarfangabúðunum í Palestínu o.fl. Engin einföld leið virðist út úr þeim vandræðum sem við höfum kallað yfir okkur (við berum jú ábyrgð á lýðræðinu og kjörnum fulltrúum þess) en skynsamlegt gæti verið að draga úr yfirganginum í þessum löndum og koma Írak, Palestína og Sádí-Arabía fyrst upp í hugann. Við lifum nú tíma hefndarinnar, félagar, og við skulum ekki hrópa hver að öðrum heldur standa saman um að greina rætur vandans. Þá er kannski hugsanlegur möguleiki að við getum lagt okkar litla, íslenska lóð á vogarskál friðar í þessum heimi. Ingólfur Steinsson
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar