Bjargvættur ungra múslima? 25. júlí 2005 00:01 Hið geysistóra múslimska samfélag á Bretlandi er í uppnámi eftir sprengjuárásirnar 7.júlí sem kostuðu yfir fimmtíu manns lífið. Sprengjumennirnir fjóru frá Yorkshire eru daglegt umræðuefni og nú spyrja menn sig: Hvernig gat svona mikið hatur grafið sig inn í hjörtu þessara manna að þeir reyndust tilbúnir til að leggja líf sitt að veði? Hinir trúarlegu skólar í Pakistan hafa verið undir smásjánni en einn maður, prófessorinn Tariq Ramadan, segir hluta af vandanum vera í hinu vestræna samfélagi múslima. Á heimasíðu BBC er fjallað ítarlega um þennan prófessor sem hingað til hefur verið bannaður í Bandaríkjunum vegna þess að hann er sagður hvetja til sjálfsmorðsárása. Hann segist sjálfur vera mjög andsnúinn því að saklausir borgarar skuli vera drepnir og tekur þar með undir yfirlýsingar hins múslimska samfélags á Bretlandi þess efnis að einungis brotabrot af múslimum telji slík voðaverk í þágu trúarinnar. Dagblaðið Sun sagði hann vera herskáan múslima skömmu eftir hryðjuverkin og vildi fá hann bannaðan frá ráðstefnum sem halda átti. Nokkrum dögum síðar var Ramadan hins vegar sagður vera hetja ungra múslima í sama blaði og talaði fyrir fullum sal. Ramadan er ekki vinsæll meðal hinna eldri múslima. Hann er vestrænn í hugsun en segist þó ekki vera að snúa baki við trúnni. Hann vilji einfaldlega nútímavæða hana svo múslimar eigi auðveldar um vik með að aðlagast vestrænu samfélagi. Rödd Tariq er ein sú áhrifamesta meðal ungra múslima á Vesturlöndum. Allt tal Tariq ögrar hinni eldri kynslóð og þeim hefðum sem hafa fylgt þeim vestur um haf. Ramadan er meðal annars andvígur kúgun kvenna og segist ekki vilja sjá fornar refsingar líkt og grýtingar. Þar að auki leyfir hann sér að efast um rétt múslima í austri til að leiða trúna en Tariq hefur sjálfur verið sakaður um að svíkja trúna. Viðbrögðin við viðtalinu á heimasíðu BBC sýna að Tariq er alls ekki allra. Sjálfur segist hann vera Evrópubúi og múslimi, eitthvað sem hann segir ekki ganga nægjanlega vel að samhæfa hjá mörgum trúbræðrum hans . Tariq gerir tilkall til að leiða múslima á Vesturlöndum. Hann segir að þeir verði að byggja upp sína eigin sjálfsmynd sem nú sé brengluð vegna þess að þeir viti ekki lengur hvað séu múslimsk gildi. "Ef við tökum sem dæmi múslima sem reiðist yfir því að hann geti ekki farið á bar með starfsfélögum sínum. Mönnum er ekki skylt að drekka á Englandi heldur verður múslímskt samfélag að samþykkja drykkju sem lífsstíl annarra þó að við höfnum henni sjálf," segir í viðtalinu á BBC. Tariq Ramadan nefnir hinar íslömsku bókabúðir sem dæmi um þránd í götu þróunar Islam á Vesturlöndum. Þær neiti að selja bækur sem eru í tengingu við vestræna hugsun. Þær kjósa frekar efni sem elur á sektarkenndi ungra múslima."Ungir múslimar verða brjótast út því félagslega og andlega gettói sem þeir eru í og standa á eigin fótum," sagði Tariq Ramadan. Hann segist vera fulltrúi þeirrar kynslóðar sem færi múslimska trú nær evrópskri Upplýsingu. Að hann geti náð að sameina virðingu fyrir trúni en um leið að hafna þeim bókstafstúlkunum sem að hans mati eiga ekkert erindi í nútímalegu samfélagi. Hvort að Tariq Ramadan reynist rétti maðurinn í að leiða Islam í nýju umhverfi verður tíminn að leiða í ljós. Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettbladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Hið geysistóra múslimska samfélag á Bretlandi er í uppnámi eftir sprengjuárásirnar 7.júlí sem kostuðu yfir fimmtíu manns lífið. Sprengjumennirnir fjóru frá Yorkshire eru daglegt umræðuefni og nú spyrja menn sig: Hvernig gat svona mikið hatur grafið sig inn í hjörtu þessara manna að þeir reyndust tilbúnir til að leggja líf sitt að veði? Hinir trúarlegu skólar í Pakistan hafa verið undir smásjánni en einn maður, prófessorinn Tariq Ramadan, segir hluta af vandanum vera í hinu vestræna samfélagi múslima. Á heimasíðu BBC er fjallað ítarlega um þennan prófessor sem hingað til hefur verið bannaður í Bandaríkjunum vegna þess að hann er sagður hvetja til sjálfsmorðsárása. Hann segist sjálfur vera mjög andsnúinn því að saklausir borgarar skuli vera drepnir og tekur þar með undir yfirlýsingar hins múslimska samfélags á Bretlandi þess efnis að einungis brotabrot af múslimum telji slík voðaverk í þágu trúarinnar. Dagblaðið Sun sagði hann vera herskáan múslima skömmu eftir hryðjuverkin og vildi fá hann bannaðan frá ráðstefnum sem halda átti. Nokkrum dögum síðar var Ramadan hins vegar sagður vera hetja ungra múslima í sama blaði og talaði fyrir fullum sal. Ramadan er ekki vinsæll meðal hinna eldri múslima. Hann er vestrænn í hugsun en segist þó ekki vera að snúa baki við trúnni. Hann vilji einfaldlega nútímavæða hana svo múslimar eigi auðveldar um vik með að aðlagast vestrænu samfélagi. Rödd Tariq er ein sú áhrifamesta meðal ungra múslima á Vesturlöndum. Allt tal Tariq ögrar hinni eldri kynslóð og þeim hefðum sem hafa fylgt þeim vestur um haf. Ramadan er meðal annars andvígur kúgun kvenna og segist ekki vilja sjá fornar refsingar líkt og grýtingar. Þar að auki leyfir hann sér að efast um rétt múslima í austri til að leiða trúna en Tariq hefur sjálfur verið sakaður um að svíkja trúna. Viðbrögðin við viðtalinu á heimasíðu BBC sýna að Tariq er alls ekki allra. Sjálfur segist hann vera Evrópubúi og múslimi, eitthvað sem hann segir ekki ganga nægjanlega vel að samhæfa hjá mörgum trúbræðrum hans . Tariq gerir tilkall til að leiða múslima á Vesturlöndum. Hann segir að þeir verði að byggja upp sína eigin sjálfsmynd sem nú sé brengluð vegna þess að þeir viti ekki lengur hvað séu múslimsk gildi. "Ef við tökum sem dæmi múslima sem reiðist yfir því að hann geti ekki farið á bar með starfsfélögum sínum. Mönnum er ekki skylt að drekka á Englandi heldur verður múslímskt samfélag að samþykkja drykkju sem lífsstíl annarra þó að við höfnum henni sjálf," segir í viðtalinu á BBC. Tariq Ramadan nefnir hinar íslömsku bókabúðir sem dæmi um þránd í götu þróunar Islam á Vesturlöndum. Þær neiti að selja bækur sem eru í tengingu við vestræna hugsun. Þær kjósa frekar efni sem elur á sektarkenndi ungra múslima."Ungir múslimar verða brjótast út því félagslega og andlega gettói sem þeir eru í og standa á eigin fótum," sagði Tariq Ramadan. Hann segist vera fulltrúi þeirrar kynslóðar sem færi múslimska trú nær evrópskri Upplýsingu. Að hann geti náð að sameina virðingu fyrir trúni en um leið að hafna þeim bókstafstúlkunum sem að hans mati eiga ekkert erindi í nútímalegu samfélagi. Hvort að Tariq Ramadan reynist rétti maðurinn í að leiða Islam í nýju umhverfi verður tíminn að leiða í ljós. Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettbladid.is
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun