Saka lögregluna um vanhæfni 24. júlí 2005 00:01 Fjölskylda unga Brasilíumannsins, sem breska lögreglan skaut til bana í misgripum fyrir hryðjuverkamann, er harmi lostin. Hún skilur ekkert í hvernig þetta gat gerst. Fjölskylda Jeans Charles de Menzes kom saman í heimabæ hans, í Brasilíu, í dag, til þess að syrgja saman og reyna að skilja hvað gerðist. Menzes var tuttugu og sjö ára gamall rafvirki sem hafði búið í Bretlandi í þrjú ár. Hann talaði reiprennandi ensku, að sögn vina og ættingja. Menses hafði nýlega komið í heimsókn, í sumarfríi sínu, og sagði ömmu sinni að honum líkaði vel að búa í Bretlandi. Amma hans sagði að hann hefði verið sér einstaklega hjartfólginn og hún ætti erfitt með að sætta sig við dauðsfalliðHvorki ættingjar, vinir né lögregla, geta skilið af hverju Menzes tók til fótanna og reyndi að flýja, þegar lögreglumennirnir vildu hafa tal af honum. Sumir þeirra voru í borgaralegum klæðum, en aðrir í einkennisbúningi, og þeir marghrópuðu til hans að þeir væru lögreglumenn, og skipuðu honum að stoppa. Það gerði hann ekki, með hörmulegum afleiðingum. Lögreglustjóri Lundúnaborgar segist harma mjög að saklaus maður skyldi skotinn til bana á Stockwell-brautarstöðinni á föstudag. Lögreglan mun þó halda áfram að skjóta til að drepa. Það er mikið áfall fyrir bresku lögregluna að saklaus maður skyldi skotinn til bana, og Sir Ian Blair, lögreglustjóri í Lundúnum, mætti í sjónvarpssal til þess að svara fyrir það. Hann sagði atvikið vera mikinn harmleik og að lögreglan tæki á sig fulla ábyrgð. Hann vottaði fjölskyldunnni dýpstu samúð. Hann benti líka á að aðgerðir lögreglunnar væru ekki undirliggjandi ástæður heldur sú hryðjuverkaógn sem vofir yfir borginni. Hann sagði lögreglumenn þurfa að bregðast við á slíkum stundum og að það væri aldrei auðvelt. Hann sagði líka að aðrir gætu verið skotnir því þeir gerðu allt sem í sínu valdi stæði til að koma ástandinu á réttan kjöl. Hann benti á að ekki væri hægt að skjóta í bringuna því að þá væri enn möguleiki að árásarmaðurinn gæti sprengt sprengjuna. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Fjölskylda unga Brasilíumannsins, sem breska lögreglan skaut til bana í misgripum fyrir hryðjuverkamann, er harmi lostin. Hún skilur ekkert í hvernig þetta gat gerst. Fjölskylda Jeans Charles de Menzes kom saman í heimabæ hans, í Brasilíu, í dag, til þess að syrgja saman og reyna að skilja hvað gerðist. Menzes var tuttugu og sjö ára gamall rafvirki sem hafði búið í Bretlandi í þrjú ár. Hann talaði reiprennandi ensku, að sögn vina og ættingja. Menses hafði nýlega komið í heimsókn, í sumarfríi sínu, og sagði ömmu sinni að honum líkaði vel að búa í Bretlandi. Amma hans sagði að hann hefði verið sér einstaklega hjartfólginn og hún ætti erfitt með að sætta sig við dauðsfalliðHvorki ættingjar, vinir né lögregla, geta skilið af hverju Menzes tók til fótanna og reyndi að flýja, þegar lögreglumennirnir vildu hafa tal af honum. Sumir þeirra voru í borgaralegum klæðum, en aðrir í einkennisbúningi, og þeir marghrópuðu til hans að þeir væru lögreglumenn, og skipuðu honum að stoppa. Það gerði hann ekki, með hörmulegum afleiðingum. Lögreglustjóri Lundúnaborgar segist harma mjög að saklaus maður skyldi skotinn til bana á Stockwell-brautarstöðinni á föstudag. Lögreglan mun þó halda áfram að skjóta til að drepa. Það er mikið áfall fyrir bresku lögregluna að saklaus maður skyldi skotinn til bana, og Sir Ian Blair, lögreglustjóri í Lundúnum, mætti í sjónvarpssal til þess að svara fyrir það. Hann sagði atvikið vera mikinn harmleik og að lögreglan tæki á sig fulla ábyrgð. Hann vottaði fjölskyldunnni dýpstu samúð. Hann benti líka á að aðgerðir lögreglunnar væru ekki undirliggjandi ástæður heldur sú hryðjuverkaógn sem vofir yfir borginni. Hann sagði lögreglumenn þurfa að bregðast við á slíkum stundum og að það væri aldrei auðvelt. Hann sagði líka að aðrir gætu verið skotnir því þeir gerðu allt sem í sínu valdi stæði til að koma ástandinu á réttan kjöl. Hann benti á að ekki væri hægt að skjóta í bringuna því að þá væri enn möguleiki að árásarmaðurinn gæti sprengt sprengjuna.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira