Hinn skotni ótengdur árásum 13. október 2005 19:34 Lögreglan í London staðfesti í gær að maðurinn sem lögreglan skaut til bana í neðanjarðarlest í borginni síðastliðinn föstudag hefði verið alls ótengdur sprengjuárásunum sem áttu sér stað í London daginn áður. Scotland Yard sagði í tilkynningu í gær að maðurinn hefði að öllum líkindum einnig verið ótengdur sprengjuárásunum sem áttu sér stað 7. júlí. Í tilkynningunni sagði jafnframt að atburðurinn hefði verið hryggilegur og að Lundúnalögreglan harmaði hann. Þá kom fram að lögreglan vissi hver hinn látni væri þótt enn ætti eftir að bera formleg kennsl á hann. Rannsóknarnefnd lögreglunnar mun fara yfir tildrög atviksins. Maðurinn kom út úr húsi sem var undir eftirliti lögreglu vegna meintra tengsla íbúa við hryðjuverkin. Maðurinn var af suður-asískum uppruna og klæddur í þykka úlpu þrátt fyrir sumarhitann og var með bakpoka á bakinu. Lögreglumenn eltu manninn inn í nálæga lestarstöð og skipuðu honum ítrekað að nema staðar. Í stað þess að stoppa hljóp hann undan lögreglunni, sem elti hann og skaut til bana á stuttu færi. Talsmaður Samtaka múslima í Bretlandi, Azzam Tamimi, sagði í samtali við BBC að fólk myndi nú óttast að ganga um stræti borgarinnar og að ferðast með neðanjarðarlestum. "Ég óttaðist að til þessa kæmi," sagði hann. "Það er skelfilegt að gefa fólki leyfi til að skjóta einhvern til bana einungis vegna grunsemda, líkt og þarna gerðist," sagði Tamimi. Tveir menn hafa verið handteknir og sæta yfirheyrslu í tengslum við sprengjuárásirnar. Annar maðurinn var handtekinn seinnipartinn á föstudag og hinn aðfaranótt laugardags. Þeir eru báðir í haldi á grundvelli hryðjuverkalaga sem gefa lögreglu leyfi til að halda þeim í tvær vikur án þess að kæra þurfi að koma til. Lögreglan hefur lýst eftir fjórum mönnum sem grunaðir eru um að tengjast árásunum og taka þúsundir lögreglumanna þátt í eftirgrennslan vegna þeirra. Lögreglan sagði viðbrögð við eftirlýsingunni góð og á föstudag hefðu fjögur hundruð símtöl borist. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira
Lögreglan í London staðfesti í gær að maðurinn sem lögreglan skaut til bana í neðanjarðarlest í borginni síðastliðinn föstudag hefði verið alls ótengdur sprengjuárásunum sem áttu sér stað í London daginn áður. Scotland Yard sagði í tilkynningu í gær að maðurinn hefði að öllum líkindum einnig verið ótengdur sprengjuárásunum sem áttu sér stað 7. júlí. Í tilkynningunni sagði jafnframt að atburðurinn hefði verið hryggilegur og að Lundúnalögreglan harmaði hann. Þá kom fram að lögreglan vissi hver hinn látni væri þótt enn ætti eftir að bera formleg kennsl á hann. Rannsóknarnefnd lögreglunnar mun fara yfir tildrög atviksins. Maðurinn kom út úr húsi sem var undir eftirliti lögreglu vegna meintra tengsla íbúa við hryðjuverkin. Maðurinn var af suður-asískum uppruna og klæddur í þykka úlpu þrátt fyrir sumarhitann og var með bakpoka á bakinu. Lögreglumenn eltu manninn inn í nálæga lestarstöð og skipuðu honum ítrekað að nema staðar. Í stað þess að stoppa hljóp hann undan lögreglunni, sem elti hann og skaut til bana á stuttu færi. Talsmaður Samtaka múslima í Bretlandi, Azzam Tamimi, sagði í samtali við BBC að fólk myndi nú óttast að ganga um stræti borgarinnar og að ferðast með neðanjarðarlestum. "Ég óttaðist að til þessa kæmi," sagði hann. "Það er skelfilegt að gefa fólki leyfi til að skjóta einhvern til bana einungis vegna grunsemda, líkt og þarna gerðist," sagði Tamimi. Tveir menn hafa verið handteknir og sæta yfirheyrslu í tengslum við sprengjuárásirnar. Annar maðurinn var handtekinn seinnipartinn á föstudag og hinn aðfaranótt laugardags. Þeir eru báðir í haldi á grundvelli hryðjuverkalaga sem gefa lögreglu leyfi til að halda þeim í tvær vikur án þess að kæra þurfi að koma til. Lögreglan hefur lýst eftir fjórum mönnum sem grunaðir eru um að tengjast árásunum og taka þúsundir lögreglumanna þátt í eftirgrennslan vegna þeirra. Lögreglan sagði viðbrögð við eftirlýsingunni góð og á föstudag hefðu fjögur hundruð símtöl borist.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira