Ekkert mannfall í árásunum 13. október 2005 19:33 Hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn í Lundúnum í dag, réttum hálfum mánuði eftir að fimmtíu og sex voru drepnir í árásum í borginni. Ekkert mannfall varð hins vegar í dag en atburðirnir sýna að hvorki öryggisgæsla né eftirlit getur með öllu komið í veg fyrir hryðjuverk. Lífið í Lundúnum var við það að komast í samt horf og taugar borgarbúa ekki lengur spenntar þegar áfallið kom: hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn - nákvæmlega eins og fyrir hálfum mánuði og á sama tíma og minningarathöfn fyrir fórnarlömb fyrri árásanna var haldin. Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, segir sprengjurnar hafa sprungið nánast samtímis. Í þetta sinn varð skaðinn umtalsvert minni: vitað er til þess að einn maður hafi slasast. Sprengjurnar virðast hafa verið smærri en síðast að sögn Blairs lögreglustjóra. Hann vill þó ekkert fullyrða um málið að svo stöddu. Einnig er talið hugsanlegt að hvellhettur hafi sprungið en sjálfar sprengjurnar ekki, en sjónarvottar segja að þeir sem taldir eru hafa komið bakpokum með sprengjum fyrir hafi jafnvel kastað þeim frá sér og hlaupið á brott. Sérfræðingar gátu sér einnig til um að hugsanlega væru ósprungnar sprengjur á stöðunum fyrir vikið og síðdegis bjuggu sérsveitarmenn sig undir að leita í strætisvagninum. Fjöldi vísbendinga mun hafa fundist á vettvangi tilræðanna. BBC hefur fyrir því heimildir að ekkert sprengiefni hafi verið í bakpokunum og að um platsprengjur hafi verið að ræða. Þetta þykir benda til þess að hugsanlega hafi verið hermikrákur á ferð en ekki þjálfaðir hryðjuverkamenn á vegum al-Qaida eða annarra hryðjuverkasamtaka. Engu að síður vekja atburðirnir ugg í brjóstum margra, enda vísbendingar um að í Bretlandi sé stór hópur óánægðs fólks sem taki boðskap Osama bin Laden til sín og sé fúst að fórna sér í hryðjuverkaárásum. Óljósar fregnir bárust af því að lögreglan væri á höttunum eftir grunuðum, meðal annars hávöxnum svörtum eða asískum karlmanni í bol sem einhvers konar vírar stæðu út úr. Maður var handsamaður í Downing-stræti en ekkert er vitað um hann. Annar maður var handtekinn á sömu slóðum síðdegis. University College sjúkrahúsið var umkringt í tvígang þar sem grunur lék á að þar mætti finna einn tilræðismanninn. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hvatti landa sína til að halda ró sinni. Hann sagði að ekki mætti gera lítið úr þessum atvikum því fjögur alvarleg atvik hafi átt sér stað. „Þessar árásir eru gerðar til að hræða fólk og valda kvíða og áhyggjum. Sem betur fer virðist enginn hafa skaðast að þessu sinni. Við verðum bara að vera róleg og halda áfram við okkar daglegu iðju eins og venja er til,“ sagði Blair. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn í Lundúnum í dag, réttum hálfum mánuði eftir að fimmtíu og sex voru drepnir í árásum í borginni. Ekkert mannfall varð hins vegar í dag en atburðirnir sýna að hvorki öryggisgæsla né eftirlit getur með öllu komið í veg fyrir hryðjuverk. Lífið í Lundúnum var við það að komast í samt horf og taugar borgarbúa ekki lengur spenntar þegar áfallið kom: hryðjuverkamönnum tókst að gera árásir á þrjár lestir og strætisvagn - nákvæmlega eins og fyrir hálfum mánuði og á sama tíma og minningarathöfn fyrir fórnarlömb fyrri árásanna var haldin. Ian Blair, lögreglustjóri Lundúna, segir sprengjurnar hafa sprungið nánast samtímis. Í þetta sinn varð skaðinn umtalsvert minni: vitað er til þess að einn maður hafi slasast. Sprengjurnar virðast hafa verið smærri en síðast að sögn Blairs lögreglustjóra. Hann vill þó ekkert fullyrða um málið að svo stöddu. Einnig er talið hugsanlegt að hvellhettur hafi sprungið en sjálfar sprengjurnar ekki, en sjónarvottar segja að þeir sem taldir eru hafa komið bakpokum með sprengjum fyrir hafi jafnvel kastað þeim frá sér og hlaupið á brott. Sérfræðingar gátu sér einnig til um að hugsanlega væru ósprungnar sprengjur á stöðunum fyrir vikið og síðdegis bjuggu sérsveitarmenn sig undir að leita í strætisvagninum. Fjöldi vísbendinga mun hafa fundist á vettvangi tilræðanna. BBC hefur fyrir því heimildir að ekkert sprengiefni hafi verið í bakpokunum og að um platsprengjur hafi verið að ræða. Þetta þykir benda til þess að hugsanlega hafi verið hermikrákur á ferð en ekki þjálfaðir hryðjuverkamenn á vegum al-Qaida eða annarra hryðjuverkasamtaka. Engu að síður vekja atburðirnir ugg í brjóstum margra, enda vísbendingar um að í Bretlandi sé stór hópur óánægðs fólks sem taki boðskap Osama bin Laden til sín og sé fúst að fórna sér í hryðjuverkaárásum. Óljósar fregnir bárust af því að lögreglan væri á höttunum eftir grunuðum, meðal annars hávöxnum svörtum eða asískum karlmanni í bol sem einhvers konar vírar stæðu út úr. Maður var handsamaður í Downing-stræti en ekkert er vitað um hann. Annar maður var handtekinn á sömu slóðum síðdegis. University College sjúkrahúsið var umkringt í tvígang þar sem grunur lék á að þar mætti finna einn tilræðismanninn. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hvatti landa sína til að halda ró sinni. Hann sagði að ekki mætti gera lítið úr þessum atvikum því fjögur alvarleg atvik hafi átt sér stað. „Þessar árásir eru gerðar til að hræða fólk og valda kvíða og áhyggjum. Sem betur fer virðist enginn hafa skaðast að þessu sinni. Við verðum bara að vera róleg og halda áfram við okkar daglegu iðju eins og venja er til,“ sagði Blair.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira