Árásirnar afar vel skipulagðar 9. júlí 2005 00:01 Óttast er að allt að 75 hafi týnt lífi í hryðjuverkunum London. Enn hefur ekki tekist að ná öllum líkum úr lestarvögnunum og á meðan leita grátandi ættingjar að þeim sem saknað er. Flest bendir til að árásirnar hafi verið vel skipulagðar en þær voru gerðar nánast samtímis á þremur stöðum. Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 var í London og hún segir rannsóknina á hryðjuverkunum eina þá viðamestu sem lögreglan í Lundúnum hefur staðið frammi fyrir. Í ljós er að koma að árasirnar vor afar vel skipulagðar. Á blaðamannfundi í dag voru sýndar myndir sem sanna að sprengjurnar þrjár sprungu svo til samtímis. Brian Paddick hjá Scotland Yard segir engan vara leika á öðru en að sprengjurnar hafi sprungið með fárra sekúndna millibili klukkan 8:50 um morguninn. Á þessum tíma er umferð um neðanjarðalestarkerfið hvað mest. Vegna þess er talið líklegt að sprengjurnar sem voru gerðar úr ódýru plastsprengiefni hafi verið settar í gang með tímarofa. Öðru máli gegnir um sprengjuna sem sprakk í Tavistock torgi, hún sprakk ekki fyrr en klukkutíma síðar og sjónarvottar hafa lýst grunsamlegum manni sem hljóp niður stiga strætisvagnsins um leið og sprengjan sprakk. Lögreglan hefur ekki útilokað að sú sprenging hafi verið sjálfmorðsárás. Rannsókn bendir þó til þess að sprengjan sjálf hafi verið í poka en ekki límd við likama mannsins. Það gengur erfiðlega að komast að lestarvögnunum til að rannsaka þá nánar, gríðarlegur hiti er í göngunum og óttast er að úr þeim hrynji. Eftir að ljóst var að enginn er enn á lífi hefur lögreglan ekki viljað hætta lífi sinna manna til að fara um lestargöngin fyrr en víst er að öllu sé óhætt. Lögregla hefur staðfest að lík og líkamsleifar liggja enn í einum lestarvagnanna. Ekki er vitað hversu margir þetta eru, en ættingjar þeirra sem enn er saknað og líka þeir sem vilja votta samúð og virðingu sínu fara á Kings Cross lestarstöðina og leggja þar blóm. Að öðru leyti er allt að komast í samt horf í Lundúnum og fólk virðist staðráðið í að láta ekki þessa atburði breyta háttalagi sínu. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Óttast er að allt að 75 hafi týnt lífi í hryðjuverkunum London. Enn hefur ekki tekist að ná öllum líkum úr lestarvögnunum og á meðan leita grátandi ættingjar að þeim sem saknað er. Flest bendir til að árásirnar hafi verið vel skipulagðar en þær voru gerðar nánast samtímis á þremur stöðum. Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 var í London og hún segir rannsóknina á hryðjuverkunum eina þá viðamestu sem lögreglan í Lundúnum hefur staðið frammi fyrir. Í ljós er að koma að árasirnar vor afar vel skipulagðar. Á blaðamannfundi í dag voru sýndar myndir sem sanna að sprengjurnar þrjár sprungu svo til samtímis. Brian Paddick hjá Scotland Yard segir engan vara leika á öðru en að sprengjurnar hafi sprungið með fárra sekúndna millibili klukkan 8:50 um morguninn. Á þessum tíma er umferð um neðanjarðalestarkerfið hvað mest. Vegna þess er talið líklegt að sprengjurnar sem voru gerðar úr ódýru plastsprengiefni hafi verið settar í gang með tímarofa. Öðru máli gegnir um sprengjuna sem sprakk í Tavistock torgi, hún sprakk ekki fyrr en klukkutíma síðar og sjónarvottar hafa lýst grunsamlegum manni sem hljóp niður stiga strætisvagnsins um leið og sprengjan sprakk. Lögreglan hefur ekki útilokað að sú sprenging hafi verið sjálfmorðsárás. Rannsókn bendir þó til þess að sprengjan sjálf hafi verið í poka en ekki límd við likama mannsins. Það gengur erfiðlega að komast að lestarvögnunum til að rannsaka þá nánar, gríðarlegur hiti er í göngunum og óttast er að úr þeim hrynji. Eftir að ljóst var að enginn er enn á lífi hefur lögreglan ekki viljað hætta lífi sinna manna til að fara um lestargöngin fyrr en víst er að öllu sé óhætt. Lögregla hefur staðfest að lík og líkamsleifar liggja enn í einum lestarvagnanna. Ekki er vitað hversu margir þetta eru, en ættingjar þeirra sem enn er saknað og líka þeir sem vilja votta samúð og virðingu sínu fara á Kings Cross lestarstöðina og leggja þar blóm. Að öðru leyti er allt að komast í samt horf í Lundúnum og fólk virðist staðráðið í að láta ekki þessa atburði breyta háttalagi sínu.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira