Þögnin grúfir yfir torginu 8. júlí 2005 00:01 Sorgin liggur í loftinu á götunum sem liggja að Tavistock Square og hún verður greinilegri eftir því sem nær dregur. Í það minnsta þrettán manns biðu bana þegar strætisvagn sem þeir voru í sprakk í loft upp við torgið og fjölmargir slösuðust. Rúmum sólarhring eftir þennan voðaatburð er svæðið ennþá girt af og lokað þeim sem ekki vinna eða búa á því. Lögreglumenn gæta girðingarinnar enda er staðurinn vettvangur glæps. Vanalega er ys og þys á þessum slóðum því að University College of London er þarna rétt hjá. Í dag ganga stúdentarnir hins vegar hljóðlega framhjá hver öðrum. Kona kemur út af bannsvæðinu með barnakerru á undan sér. Hún heitir Susan Woodward og starfar að öllu jöfnu sem blaðamaður en þessa dagana er hún í mæðraorlofi. "Ég var í íbúðinni minni með dóttur minni þegar við heyrðum mikinn hvell. Við litum báðar hvor á aðra og svo byrjaði síminn að hringja stöðugt og ættingjar að athuga hvort allt væri í lagi. Ég leit þá út um gluggann sá og heyrði að það voru mun fleiri lögreglubílar á ferðinni en vanalega. Ég þaut því út með barnið og varð allt í einu litið á strætisvagninn sem hafði algerlega flest í sundur. Þá fyrst gerði ég mér grein fyrir hvað hafði gerst." Ólíkt því sem flestir hefðu ef til vill gert í hennar sporum flýtti Susan sér ekki á brott með barnið heldur fylgdist hún með af athygli. "Sem betur fer sá ég ekki sjálf fórnarlömbin. Ég sá hins vegar hversu vel sjúkraflutninga- og slökkviliðsmennirnir stóðu sig. Dóttir mín er hins vegar orðin svo vön ysnum hérna að hún togaði skerminn á kerrunni bara yfir sig og steinsofnaði. Á meðan ég var að taka viðtöl og hringja símtöl svaf hún eins og selur." Susan er ákveðin í að láta líf sitt hafa sinn vanagang. "Ég ætla alls ekki að láta hryðjuverkamenn hafa áhrif á hvernig ég lifi mínu lífi. Ég er engu að síður mjög döpur yfir þessum hörmulegu atburðum. Að ráðast á fólk sem er fast ofan í neðanjarðarlestum er villimannlegra en orð fá lýst. Írski lýðveldisherinn, sama hversu slæmur hann var, hét því alltaf að láta neðanjarðarlestirnar í friði." Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Sorgin liggur í loftinu á götunum sem liggja að Tavistock Square og hún verður greinilegri eftir því sem nær dregur. Í það minnsta þrettán manns biðu bana þegar strætisvagn sem þeir voru í sprakk í loft upp við torgið og fjölmargir slösuðust. Rúmum sólarhring eftir þennan voðaatburð er svæðið ennþá girt af og lokað þeim sem ekki vinna eða búa á því. Lögreglumenn gæta girðingarinnar enda er staðurinn vettvangur glæps. Vanalega er ys og þys á þessum slóðum því að University College of London er þarna rétt hjá. Í dag ganga stúdentarnir hins vegar hljóðlega framhjá hver öðrum. Kona kemur út af bannsvæðinu með barnakerru á undan sér. Hún heitir Susan Woodward og starfar að öllu jöfnu sem blaðamaður en þessa dagana er hún í mæðraorlofi. "Ég var í íbúðinni minni með dóttur minni þegar við heyrðum mikinn hvell. Við litum báðar hvor á aðra og svo byrjaði síminn að hringja stöðugt og ættingjar að athuga hvort allt væri í lagi. Ég leit þá út um gluggann sá og heyrði að það voru mun fleiri lögreglubílar á ferðinni en vanalega. Ég þaut því út með barnið og varð allt í einu litið á strætisvagninn sem hafði algerlega flest í sundur. Þá fyrst gerði ég mér grein fyrir hvað hafði gerst." Ólíkt því sem flestir hefðu ef til vill gert í hennar sporum flýtti Susan sér ekki á brott með barnið heldur fylgdist hún með af athygli. "Sem betur fer sá ég ekki sjálf fórnarlömbin. Ég sá hins vegar hversu vel sjúkraflutninga- og slökkviliðsmennirnir stóðu sig. Dóttir mín er hins vegar orðin svo vön ysnum hérna að hún togaði skerminn á kerrunni bara yfir sig og steinsofnaði. Á meðan ég var að taka viðtöl og hringja símtöl svaf hún eins og selur." Susan er ákveðin í að láta líf sitt hafa sinn vanagang. "Ég ætla alls ekki að láta hryðjuverkamenn hafa áhrif á hvernig ég lifi mínu lífi. Ég er engu að síður mjög döpur yfir þessum hörmulegu atburðum. Að ráðast á fólk sem er fast ofan í neðanjarðarlestum er villimannlegra en orð fá lýst. Írski lýðveldisherinn, sama hversu slæmur hann var, hét því alltaf að láta neðanjarðarlestirnar í friði."
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira