London í morgun 8. júlí 2005 00:01 Lundúnarlögreglan fann grunsamlegan böggul nærri Liverpool lestarstöðinni í London upp úr klukkan átta í morgun og var vegfarendum beint frá, en hættuástandi hefur verið aflýst. Á áttunda tímanum í morgun var Euston brautarstöðin í miðborginni líka rýmd í öryggisskyni, en rétt fyrir klukkan átta var hættuástandi þar aflýst. það ríkir því enn mikil spenna í borginni. Gríðarleg rannsókn og leit að árásarmönnunum á London í gær er hafin um gjörvallt Bretland. Enn sem komið er hefur enginn verið handtekinn, en lögregluþjónar eru nú sýnilegir um alla borg. Enn eru svæði umhverfis vettvang hryðjuverkanna lokuð af og því ljóst að margir halda ekki til vinnu eins og á venjulegum föstudegi. Almenningur er hvattur til að halda sínu striki og er daglegt líf að færast í eðlilegt horf í borginni. Neðanjarðarlestakerfið hefur að miklu leyti verið tekið í gagnið á nýjan leik, þó með áðurnefndum truflunum, og strætisvagnaferðir eru eins og alla jafna. Ekki hefur verið staðfest að fleiri en þrjátíu og sjö hafi látist,en búist er við að sú tala eigi eftir að hækka verulega þar sem meira en sjö hundruð manns slösuðust, þar af um fimmtíu lífshættulega. Allir virðast sammála um að al-Qaeda hafi lagt á ráðin, þótt það sé ekki opinberlega staðfest, enda séu öll ummerki mjög lík og þegar gerðar voru mannskæðar árásir í Madríd í fyrra. Frá Gleneagles í Skotlandi hefur borist yfirlýsing frá leiðtogum G8 ríkjanna, þar sem þeir segja að árásirnar muni ekki hafa áhrif á markmið fundarins eða niðurstöður hans. Tony Blair er aftur kominn þangað, eftir ferð sína til Lundúna í gær í kjölfar árásanna. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Lundúnarlögreglan fann grunsamlegan böggul nærri Liverpool lestarstöðinni í London upp úr klukkan átta í morgun og var vegfarendum beint frá, en hættuástandi hefur verið aflýst. Á áttunda tímanum í morgun var Euston brautarstöðin í miðborginni líka rýmd í öryggisskyni, en rétt fyrir klukkan átta var hættuástandi þar aflýst. það ríkir því enn mikil spenna í borginni. Gríðarleg rannsókn og leit að árásarmönnunum á London í gær er hafin um gjörvallt Bretland. Enn sem komið er hefur enginn verið handtekinn, en lögregluþjónar eru nú sýnilegir um alla borg. Enn eru svæði umhverfis vettvang hryðjuverkanna lokuð af og því ljóst að margir halda ekki til vinnu eins og á venjulegum föstudegi. Almenningur er hvattur til að halda sínu striki og er daglegt líf að færast í eðlilegt horf í borginni. Neðanjarðarlestakerfið hefur að miklu leyti verið tekið í gagnið á nýjan leik, þó með áðurnefndum truflunum, og strætisvagnaferðir eru eins og alla jafna. Ekki hefur verið staðfest að fleiri en þrjátíu og sjö hafi látist,en búist er við að sú tala eigi eftir að hækka verulega þar sem meira en sjö hundruð manns slösuðust, þar af um fimmtíu lífshættulega. Allir virðast sammála um að al-Qaeda hafi lagt á ráðin, þótt það sé ekki opinberlega staðfest, enda séu öll ummerki mjög lík og þegar gerðar voru mannskæðar árásir í Madríd í fyrra. Frá Gleneagles í Skotlandi hefur borist yfirlýsing frá leiðtogum G8 ríkjanna, þar sem þeir segja að árásirnar muni ekki hafa áhrif á markmið fundarins eða niðurstöður hans. Tony Blair er aftur kominn þangað, eftir ferð sína til Lundúna í gær í kjölfar árásanna.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira