Aukningin hjá Cantat-3 ekki FARICE 6. júlí 2005 00:01 Gagnaflutningur um nýja FARICE sæstrenginn er svo miklu dýrari en um gamla Cantat-3 sæstrenginn að RHnet, Rannsókna- og háskólanet Íslands, er með allan sinn gagnaflutning um gamla strenginn. Vegna þessa raskaðist ekki gagnaflutningur rannsóknar- og háskólaneta ekki þegar bilun kom upp í FARICE sæstrengnum við Skotland um síðustu helgi. Að FARICE standa stærri símafyrirtæki á Íslandi og í Færeyjum, auk íslenska ríkisins. Jón Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri RHnet, segist vita til þess að síðasta árið hafi aukning í gagnaflutning til og frá landinu nær öll verið um Cantat-3 sæstrenginn. Hann segir Nordunet, samtök norrænna háskóla- og rannsóknarneta semja um tengingar fyrir RHnet og þau taki einfaldlega lægsta boði. "Til þessa hefur Teleglobe sem rekur Cantat-3 boðið mun betur." Jón Ingi telur einkennilega staðið að gjaldtöku gagnaflutninga um FARICE sæstrenginn. "Þetta er svona svipað og að stofnað yrði flugfélag og fyrsta sætið kostaði jafn mikið og að kaupa alla vélina," segir hann. Forsvarsmenn FARICE segja verð fyrir gagnaflutning koma til með að lækka með auknum viðskiptum, en þau fást tæpast nema að verðið lækki. "Við skiljum þetta ekki alveg, en svona hefur stjórn FARICE ákveðið að gera þetta." Jón Ingi segir þó viðræður standa yfir við stjórnvöld um að þau komi að málum til að RHnet geti flutt sig yfir á FARICE strenginn, sem býður upp á meiri möguleika en Cantat-3, en ekki sér fyrir endann á þeim viðræðum. Cantat-3 sæstrengurinn er kominn til ára sinna og segir Jón Ingi menn nokkuð uggandi um að Teleglobe leggi strenginn niður. Við það yrðu allir nauðbeygðir til að kaupa gagnaflutninga af FARICE. Hann segir þó alveg ljóst að til þurfi að koma varaleið í formi nýs sæstrengs, enda geti einn strengur ekki tryggt öryggi gagnaflutninga til og frá landinu. "Við voru ekki jafnflottir á því og Norðmenn þegar þeir lögðu til Svalbarða, en þeir létu leggja tvo strengi í einu og fengu báða nánast á verði eins." Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Gagnaflutningur um nýja FARICE sæstrenginn er svo miklu dýrari en um gamla Cantat-3 sæstrenginn að RHnet, Rannsókna- og háskólanet Íslands, er með allan sinn gagnaflutning um gamla strenginn. Vegna þessa raskaðist ekki gagnaflutningur rannsóknar- og háskólaneta ekki þegar bilun kom upp í FARICE sæstrengnum við Skotland um síðustu helgi. Að FARICE standa stærri símafyrirtæki á Íslandi og í Færeyjum, auk íslenska ríkisins. Jón Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri RHnet, segist vita til þess að síðasta árið hafi aukning í gagnaflutning til og frá landinu nær öll verið um Cantat-3 sæstrenginn. Hann segir Nordunet, samtök norrænna háskóla- og rannsóknarneta semja um tengingar fyrir RHnet og þau taki einfaldlega lægsta boði. "Til þessa hefur Teleglobe sem rekur Cantat-3 boðið mun betur." Jón Ingi telur einkennilega staðið að gjaldtöku gagnaflutninga um FARICE sæstrenginn. "Þetta er svona svipað og að stofnað yrði flugfélag og fyrsta sætið kostaði jafn mikið og að kaupa alla vélina," segir hann. Forsvarsmenn FARICE segja verð fyrir gagnaflutning koma til með að lækka með auknum viðskiptum, en þau fást tæpast nema að verðið lækki. "Við skiljum þetta ekki alveg, en svona hefur stjórn FARICE ákveðið að gera þetta." Jón Ingi segir þó viðræður standa yfir við stjórnvöld um að þau komi að málum til að RHnet geti flutt sig yfir á FARICE strenginn, sem býður upp á meiri möguleika en Cantat-3, en ekki sér fyrir endann á þeim viðræðum. Cantat-3 sæstrengurinn er kominn til ára sinna og segir Jón Ingi menn nokkuð uggandi um að Teleglobe leggi strenginn niður. Við það yrðu allir nauðbeygðir til að kaupa gagnaflutninga af FARICE. Hann segir þó alveg ljóst að til þurfi að koma varaleið í formi nýs sæstrengs, enda geti einn strengur ekki tryggt öryggi gagnaflutninga til og frá landinu. "Við voru ekki jafnflottir á því og Norðmenn þegar þeir lögðu til Svalbarða, en þeir létu leggja tvo strengi í einu og fengu báða nánast á verði eins."
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira