Reyklausir með reykingahósta 18. júní 2005 00:01 Ég er orðin þreytt á kaffihúsaferðum. Þreytt á skemmtistöðum og þreytt á veitingastöðum. Hóstinn gerir mig þreytta. Hvaða hósti? Reykingahóstinn. Reykingahóstinn sem stafar reyndar ekki af mínum eigin reykingum heldur sígarettureyk annars fólks. Stundum er ég alveg hlessa á okkur Íslendingum. Við þykjumst vera svo óskaplega framarlega á öllum sviðum en ekki viljum við banna reykingar. Mótrökin eru öll með fáránlegasta móti. "Þá værum við að skerða frelsi einstaklingsins." Frelsi til þess að skaða aðra? Hvað með frelsið til að fara á kaffihús, veitingastaði og skemmtistaði án þess að anda að sér skaðlegum efnum? Einnig heyrast þær raddir oft að þeir sem þoli ekki reykinn geti bara farið eitthvað annað. Því miður gengur það ekki upp. Ekki hefur reyklaus skemmtistaður dúkkað upp enn. Reyklausu kaffihúsin örfáu eru í mesta lagi opin til tíu og hvað á reyklausa fólkið þá að gera? Fara heim? Við sættum okkur ekki við það og hírumst í staðinn inni á reykmettuðum stöðunum þangað til að augun eru farin að grenja og lungun að öskra. Hárið lyktar langar leiðir og fötin sömuleiðis. Af hverju látum við okkur hafa það? Jú, því við höfum líka gaman af því að skemmta okkur. Eitt sinn sagði samstarfsmaður við mig að ég væri nú ekki skyldug til þess að fara út að borða eða djamma og á meðan ég væri ekki skyldug til þess gæti ég ekki kvartað. Nefnilega af því að ég hefði val. Frábært. Ég verð þá bara heima. Eiga þá einungis reykingafólk og aðrir sem þola ógeðis reykinn þeirra að sækja skemmtistaði og kaffihús heim. Átta eigendur sig ekki á því að þeir eru að missa af öllum hinum? Hvað með starfsfólkið sem þarf að vinna í reyknum? Hvers á það að gjalda? Oft eru þetta einu störfin sem eru fáanleg og þá verður fólk bara að dúsa í skaðlegu umhverfi. Það er ekki réttlátt. Einnig hef ég heyrt þau rök að víst það eigi að banna reykingar því þær séu óhollar þá hljóti að vera rétt að banna fólki að nota sykur út í kaffið. Eða banna því að borða feitan mat. Eða að neyta áfengis. Þetta eru verstu mótrök sem ég hef heyrt. Ég get ekki séð að neysla annarra á sykri, feitum mat eða áfengi hafi áhrif á mína heilsu. Ekki nema einhver verði óhemjufeitur, detti ofan á mig og drepi mig eða fullur maður æli yfir mig. Þetta eru ekki góð rök fyrir því að banna eigi þessar neysluvörur. Rökin fyrir því að banna reykingar eru hins vegar svo sterk að sterkari verða þau ekki að mínu mati. Reykingar skaða ekki einungis neytandann heldur líka fólkið í kring. Írar voru fyrstir til að banna reykingar á veitingastöðum, kaffihúsum og bara öllum opinberum stöðum. Írar? Bjórþambs- og kráaþjóðin mikla? Ef þeir geta þetta þá hljótum við að geta þetta. Í kjölfarið hafa margar þjóðir fylgt Írum eftir, til dæmis Noregur, Svíþjóð, Indland og jafnvel Bretar hafa bannað reykingar en þeir þora þó ekki að stíga skrefið til fulls og banna einungis að reykja á stöðum sem bera fram mat. Samt eru fjórir af hverjum fimm Bretum hlynntir allsherjar reykingabanni. Af hverju hlusta yfirvöld ekki á vilja almennings? Reykingabönnin hafa svo í flestum tilvikum virkað vel og til dæmis hefur orðið sex prósent aukning á veitingahúsagestum í New York. Það er einnig margsönnuð staðreynd að óbeinar reykingar geta meðal annars valdið krabbameini, skertri lungnastarfsemi og auknum einkennum hjá lungna-, astma- og ofnæmissjúklingum og fólk deyr af völdum óbeinna reykinga. Hvers á þetta fjölmarga fólk að gjalda? Eru það í alvöru sjálfsögð mannréttindi að auka sjúkdómseinkenni hjá öðru fólki? Svarið er að sjálfsögðu nei og þeir sem átta sig ekki á því eru kjánar. Enn hef ég ekki rekist á reykingamann sem langar ekki að hætta. Alla langar að hætta að reykja en samt eru þeir með hnefann á lofti að berjast fyrir réttindum sínum að mega reykja. Það dugar ekki að skipta upp svæðum á kaffihúsum og veitingastöðum því eins og allir vita hlýðir reykurinn ekki svoleiðis reglum. Það dugar heldur ekki að hafa einungis nokkra reyklausa staði. Mikill minnihluti þjóðarinnar er reykingafólk og það hefur engan rétt á að skaða okkur hin. Það eina sem dugar til að vernda reyklaust fólk við skaðsemi sígarettureyks á opinberum stöðum er að banna hann eins og margar þjóðir í kringum okkur hafa gert. Við erum klárari en svo að heltast úr lestinni á þennan hátt. Borghildur Gunnarsdóttir - hilda@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borghildur Gunnarsdóttir Í brennidepli Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Ég er orðin þreytt á kaffihúsaferðum. Þreytt á skemmtistöðum og þreytt á veitingastöðum. Hóstinn gerir mig þreytta. Hvaða hósti? Reykingahóstinn. Reykingahóstinn sem stafar reyndar ekki af mínum eigin reykingum heldur sígarettureyk annars fólks. Stundum er ég alveg hlessa á okkur Íslendingum. Við þykjumst vera svo óskaplega framarlega á öllum sviðum en ekki viljum við banna reykingar. Mótrökin eru öll með fáránlegasta móti. "Þá værum við að skerða frelsi einstaklingsins." Frelsi til þess að skaða aðra? Hvað með frelsið til að fara á kaffihús, veitingastaði og skemmtistaði án þess að anda að sér skaðlegum efnum? Einnig heyrast þær raddir oft að þeir sem þoli ekki reykinn geti bara farið eitthvað annað. Því miður gengur það ekki upp. Ekki hefur reyklaus skemmtistaður dúkkað upp enn. Reyklausu kaffihúsin örfáu eru í mesta lagi opin til tíu og hvað á reyklausa fólkið þá að gera? Fara heim? Við sættum okkur ekki við það og hírumst í staðinn inni á reykmettuðum stöðunum þangað til að augun eru farin að grenja og lungun að öskra. Hárið lyktar langar leiðir og fötin sömuleiðis. Af hverju látum við okkur hafa það? Jú, því við höfum líka gaman af því að skemmta okkur. Eitt sinn sagði samstarfsmaður við mig að ég væri nú ekki skyldug til þess að fara út að borða eða djamma og á meðan ég væri ekki skyldug til þess gæti ég ekki kvartað. Nefnilega af því að ég hefði val. Frábært. Ég verð þá bara heima. Eiga þá einungis reykingafólk og aðrir sem þola ógeðis reykinn þeirra að sækja skemmtistaði og kaffihús heim. Átta eigendur sig ekki á því að þeir eru að missa af öllum hinum? Hvað með starfsfólkið sem þarf að vinna í reyknum? Hvers á það að gjalda? Oft eru þetta einu störfin sem eru fáanleg og þá verður fólk bara að dúsa í skaðlegu umhverfi. Það er ekki réttlátt. Einnig hef ég heyrt þau rök að víst það eigi að banna reykingar því þær séu óhollar þá hljóti að vera rétt að banna fólki að nota sykur út í kaffið. Eða banna því að borða feitan mat. Eða að neyta áfengis. Þetta eru verstu mótrök sem ég hef heyrt. Ég get ekki séð að neysla annarra á sykri, feitum mat eða áfengi hafi áhrif á mína heilsu. Ekki nema einhver verði óhemjufeitur, detti ofan á mig og drepi mig eða fullur maður æli yfir mig. Þetta eru ekki góð rök fyrir því að banna eigi þessar neysluvörur. Rökin fyrir því að banna reykingar eru hins vegar svo sterk að sterkari verða þau ekki að mínu mati. Reykingar skaða ekki einungis neytandann heldur líka fólkið í kring. Írar voru fyrstir til að banna reykingar á veitingastöðum, kaffihúsum og bara öllum opinberum stöðum. Írar? Bjórþambs- og kráaþjóðin mikla? Ef þeir geta þetta þá hljótum við að geta þetta. Í kjölfarið hafa margar þjóðir fylgt Írum eftir, til dæmis Noregur, Svíþjóð, Indland og jafnvel Bretar hafa bannað reykingar en þeir þora þó ekki að stíga skrefið til fulls og banna einungis að reykja á stöðum sem bera fram mat. Samt eru fjórir af hverjum fimm Bretum hlynntir allsherjar reykingabanni. Af hverju hlusta yfirvöld ekki á vilja almennings? Reykingabönnin hafa svo í flestum tilvikum virkað vel og til dæmis hefur orðið sex prósent aukning á veitingahúsagestum í New York. Það er einnig margsönnuð staðreynd að óbeinar reykingar geta meðal annars valdið krabbameini, skertri lungnastarfsemi og auknum einkennum hjá lungna-, astma- og ofnæmissjúklingum og fólk deyr af völdum óbeinna reykinga. Hvers á þetta fjölmarga fólk að gjalda? Eru það í alvöru sjálfsögð mannréttindi að auka sjúkdómseinkenni hjá öðru fólki? Svarið er að sjálfsögðu nei og þeir sem átta sig ekki á því eru kjánar. Enn hef ég ekki rekist á reykingamann sem langar ekki að hætta. Alla langar að hætta að reykja en samt eru þeir með hnefann á lofti að berjast fyrir réttindum sínum að mega reykja. Það dugar ekki að skipta upp svæðum á kaffihúsum og veitingastöðum því eins og allir vita hlýðir reykurinn ekki svoleiðis reglum. Það dugar heldur ekki að hafa einungis nokkra reyklausa staði. Mikill minnihluti þjóðarinnar er reykingafólk og það hefur engan rétt á að skaða okkur hin. Það eina sem dugar til að vernda reyklaust fólk við skaðsemi sígarettureyks á opinberum stöðum er að banna hann eins og margar þjóðir í kringum okkur hafa gert. Við erum klárari en svo að heltast úr lestinni á þennan hátt. Borghildur Gunnarsdóttir - hilda@frettabladid.is
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun