Barnakláms leitað hjá Íslendingi 14. júní 2005 00:01 Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú átta tölvur og fjöldann allan af disklingum og myndböndum sem gerð voru upptæk heima hjá 32 ára manni í gærmorgun vegna gruns um að þar væri að finna barnaklám. Rannsóknin tengist umfangsmiklum aðgerðum gegn alþjóðlegum barnaklámhring, en þeim var stjórnað af Europol undir heitinu "Icebreaker" og náðu þær til um 150 manns í 13 löndum. Vísbendingar voru um að Íslendingurinn hefði tengst netbúnaði barnaklámhringsins. Lögreglan í Reykjavík tók því þátt í aðgerðunum sem fram fóru á sama tíma í öllum löndunum. Lögreglumenn handtóku hinn grunaða snemma í gærmorgun og gerðu hjá honum húsleit. Haldlagðar voru fjórar tölvur svo og ýmis tölvubúnaður og efni. Maðurinn var í haldi fram eftir degi í gær og yfirheyrður, en síðan látinn laus. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík vildi ekki upplýsa um hvort maðurinn hefði játað eða neitað að hafa barnaklám undir höndum. Hann sagði að ekki fengist staðfest fyrr en í dag hvort tölvubúnaðurinn hefði að geyma barnaklám. "Þetta er gríðarlegt magn af efni sem við tókum og mikið verk fyrir höndum að fara yfir það allt," sagði hann. Barnaklámið sem maðurinn er grunaður um að hafa sótt var vistað á tölvu á Ítalíu. Hörður sagði að maðurinn hefði ekki þurft að hafa sérstakan aðgang að netkláminu heldur hefði hann getað komist inn á miðilinn með leit. "Ástæðan fyrir því að þessar aðgerðir eru svona víðfemar er viðleitni til að ná lengra inn í þennan hóp og finna þá sem framleiða þetta efni til dreifingar. Það er refsivert í öllum þessum löndum að hafa barnaklám í vörslu sinni. Það er hægt að taka þessa menn, sem miðla þessu á milli sín, sekta þá og dæma.. En aðalmarkmiðið er að ná til þeirra sem framleiða þetta, því það eru þeir sem misþyrma börnunum." Hörður sagði ekki leika grun á því að fleiri hér á landi væru viðriðnir þennan alþjóðlega barnaklámhring, því búið var að kortleggja þá vandlega sem hefðu sótt frá honum efni. Maðurinn sem leitað var hjá hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna aðildar að barnaklámi og ekki er talið að hann hafi dreift efninu til annarra hérlendis. Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú átta tölvur og fjöldann allan af disklingum og myndböndum sem gerð voru upptæk heima hjá 32 ára manni í gærmorgun vegna gruns um að þar væri að finna barnaklám. Rannsóknin tengist umfangsmiklum aðgerðum gegn alþjóðlegum barnaklámhring, en þeim var stjórnað af Europol undir heitinu "Icebreaker" og náðu þær til um 150 manns í 13 löndum. Vísbendingar voru um að Íslendingurinn hefði tengst netbúnaði barnaklámhringsins. Lögreglan í Reykjavík tók því þátt í aðgerðunum sem fram fóru á sama tíma í öllum löndunum. Lögreglumenn handtóku hinn grunaða snemma í gærmorgun og gerðu hjá honum húsleit. Haldlagðar voru fjórar tölvur svo og ýmis tölvubúnaður og efni. Maðurinn var í haldi fram eftir degi í gær og yfirheyrður, en síðan látinn laus. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík vildi ekki upplýsa um hvort maðurinn hefði játað eða neitað að hafa barnaklám undir höndum. Hann sagði að ekki fengist staðfest fyrr en í dag hvort tölvubúnaðurinn hefði að geyma barnaklám. "Þetta er gríðarlegt magn af efni sem við tókum og mikið verk fyrir höndum að fara yfir það allt," sagði hann. Barnaklámið sem maðurinn er grunaður um að hafa sótt var vistað á tölvu á Ítalíu. Hörður sagði að maðurinn hefði ekki þurft að hafa sérstakan aðgang að netkláminu heldur hefði hann getað komist inn á miðilinn með leit. "Ástæðan fyrir því að þessar aðgerðir eru svona víðfemar er viðleitni til að ná lengra inn í þennan hóp og finna þá sem framleiða þetta efni til dreifingar. Það er refsivert í öllum þessum löndum að hafa barnaklám í vörslu sinni. Það er hægt að taka þessa menn, sem miðla þessu á milli sín, sekta þá og dæma.. En aðalmarkmiðið er að ná til þeirra sem framleiða þetta, því það eru þeir sem misþyrma börnunum." Hörður sagði ekki leika grun á því að fleiri hér á landi væru viðriðnir þennan alþjóðlega barnaklámhring, því búið var að kortleggja þá vandlega sem hefðu sótt frá honum efni. Maðurinn sem leitað var hjá hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna aðildar að barnaklámi og ekki er talið að hann hafi dreift efninu til annarra hérlendis.
Fréttir Innlent Lög og regla Tækni Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira