Steggjaæði og gæsafyllerí 13. júní 2005 00:01 Það er komið sumar. Tími brúðkaupa. Kirkjur landsins eru í óða önn að undirbúa sig undir að ungt fólk flykkist til presta, taki stóra skrefið og gangi í hjónaband. Brúðarvalsinn er farinn að óma um allt land. Við sem stöndum fyrir utan sjáum glæsibifreiðar á laugardögum skreyttar borðum. Inn í þeim situr glæsilegt par sem hefur tekið eina stærstu ákvörðun lífs síns. Það hefur heitið, frammi fyrir Guði og mönnum, að það muni styðja við hvort annað og verði hvort öðru trútt. Að þau verði saman til æviloka. Ég las grein í Metro - blaði á leið minni frá Odense til Kaupmannahafnar. Ungt danskt fólk ákveður í síauknu mæli að búa út af fyrir sig. Það á kannski kærasta en hefur ekki fyrir því að búa saman. Þola ekki hömlurnar sem því fylgja. Danir eru single. Við Íslendingar erum hins vegar brúðkaupsóðir og viljum hafa veisluna mikla og stóra. Kannski af því að við eigum ekkert kóngafólk til þess að horfa á giftast. Brúðkaupið þarf því að vera konunglegt. Áður en giftingin getur orðið að veruleika þarf að sjá um nokkra hluti. Panta hljóðfæraleikara, kirkju, prest, sal, mat, vín, búa til boðskort og svona mætti lengi, lengi, lengi telja. Og allt kostar þetta pening. Ég hef heyrt tölur sem eru stjarnfræðilegar. Brúðkaup sem kosti milljón. Það er farið út í næsta banka og tekið lán fyrir herlegheitunum. Ég bíð eftir að fólki verði boðið upp á hundrað prósenta brúðkaupslán. Þetta á jú að endast til æviloka. Varla sniðug fjárfesting þar sem á síðasta ári voru 552 lögskilnaðir. Einhver laug því að mér að þrjátíu prósent hjónabanda enduðu í skilnaði. Þegar foreldrar mínir giftu sig var athöfnin látlaus. Veislan var haldin heima hjá ömmu minni sem jafnframt eldaði veislumatinn. Þegar ég skoðaði myndir af veislunni velti ég því fyrir mér að ef þau hefðu gert eins og unga fólkið í dag væru þau þá enn þá að borga af veislunni? Mikilvægasti atburðurinn virðist þó vera steggjunin og gæsunin. Órjúfanlegur hluti af hjónavígslunni. Vinir og kunningjar draga tilvonandi hjónakorn út á lífið. "Þú verður að ná að skemmta þér áður en þú verður njörvaður niður í hlekki hjónabandsins," er stríðsöskrið. Svo er farið í bæinn og hvergi má aðilinn sjá verðandi maka sinn. Hann verður að vera drukkinn og tilbúinn í allt. Ágætur prestur sagði mér sögu fyrir ekki margt löngu. Brúðguminn hafði komið til hans og játaði fyrir honum syndir sínar. Hann hafði átt vingott við stúlku sem ekki var sú sem hann ætlaði að giftast. Þetta gerðist í steggjuninni. Presturinn sagði þetta ekki vera einsdæmi. Brúðguminn ákvað að láta slag standa, enda kostnaðurinn við brúðkaupið kominn upp úr öllu valdi. Hann gæti ekki blásið það af á þessari stundu. Presturinn aumkaði sig ekki yfir manninum þegar hann sá andlitið á honum á brúðkaupsdaginn. Þegar brúðarvalsinn fór að hljóma og stoltur faðir leiddi dóttur sína niður kirkjugólfið féllu tár hjá drengnum. Ekki voru þetta gleðitár heldur hafði hann svona líka nagandi samviskubit. Presturinn var þess handviss að þau yrðu kominn inn á skrifstofu til sín innan tveggja ára með skilnaðarpappíra. Brúðkaupið er að leysast upp í vitleysu. Fólk giftir sig eins og kóngafólk. Það þarf allt að vera flott, glæsilegt og rándýrt. Steggjunin og gæsunin þarf að vera eins öfgafull og hægt er, rándýr og helst þurfa verðandi brúðhjón að framkvæma eitthvað sem þau sjá eftir alla sína ævi. Það að giftast er alls ekki slæm ákvörðun. Langt því frá. Ef vissan er fyrir hendi þarf hvorki gæsun né steggjun til þess að sannfærast. Það er væntanlega ekki vont að þurfa að eyða ævinni með sálufélaganum. Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er komið sumar. Tími brúðkaupa. Kirkjur landsins eru í óða önn að undirbúa sig undir að ungt fólk flykkist til presta, taki stóra skrefið og gangi í hjónaband. Brúðarvalsinn er farinn að óma um allt land. Við sem stöndum fyrir utan sjáum glæsibifreiðar á laugardögum skreyttar borðum. Inn í þeim situr glæsilegt par sem hefur tekið eina stærstu ákvörðun lífs síns. Það hefur heitið, frammi fyrir Guði og mönnum, að það muni styðja við hvort annað og verði hvort öðru trútt. Að þau verði saman til æviloka. Ég las grein í Metro - blaði á leið minni frá Odense til Kaupmannahafnar. Ungt danskt fólk ákveður í síauknu mæli að búa út af fyrir sig. Það á kannski kærasta en hefur ekki fyrir því að búa saman. Þola ekki hömlurnar sem því fylgja. Danir eru single. Við Íslendingar erum hins vegar brúðkaupsóðir og viljum hafa veisluna mikla og stóra. Kannski af því að við eigum ekkert kóngafólk til þess að horfa á giftast. Brúðkaupið þarf því að vera konunglegt. Áður en giftingin getur orðið að veruleika þarf að sjá um nokkra hluti. Panta hljóðfæraleikara, kirkju, prest, sal, mat, vín, búa til boðskort og svona mætti lengi, lengi, lengi telja. Og allt kostar þetta pening. Ég hef heyrt tölur sem eru stjarnfræðilegar. Brúðkaup sem kosti milljón. Það er farið út í næsta banka og tekið lán fyrir herlegheitunum. Ég bíð eftir að fólki verði boðið upp á hundrað prósenta brúðkaupslán. Þetta á jú að endast til æviloka. Varla sniðug fjárfesting þar sem á síðasta ári voru 552 lögskilnaðir. Einhver laug því að mér að þrjátíu prósent hjónabanda enduðu í skilnaði. Þegar foreldrar mínir giftu sig var athöfnin látlaus. Veislan var haldin heima hjá ömmu minni sem jafnframt eldaði veislumatinn. Þegar ég skoðaði myndir af veislunni velti ég því fyrir mér að ef þau hefðu gert eins og unga fólkið í dag væru þau þá enn þá að borga af veislunni? Mikilvægasti atburðurinn virðist þó vera steggjunin og gæsunin. Órjúfanlegur hluti af hjónavígslunni. Vinir og kunningjar draga tilvonandi hjónakorn út á lífið. "Þú verður að ná að skemmta þér áður en þú verður njörvaður niður í hlekki hjónabandsins," er stríðsöskrið. Svo er farið í bæinn og hvergi má aðilinn sjá verðandi maka sinn. Hann verður að vera drukkinn og tilbúinn í allt. Ágætur prestur sagði mér sögu fyrir ekki margt löngu. Brúðguminn hafði komið til hans og játaði fyrir honum syndir sínar. Hann hafði átt vingott við stúlku sem ekki var sú sem hann ætlaði að giftast. Þetta gerðist í steggjuninni. Presturinn sagði þetta ekki vera einsdæmi. Brúðguminn ákvað að láta slag standa, enda kostnaðurinn við brúðkaupið kominn upp úr öllu valdi. Hann gæti ekki blásið það af á þessari stundu. Presturinn aumkaði sig ekki yfir manninum þegar hann sá andlitið á honum á brúðkaupsdaginn. Þegar brúðarvalsinn fór að hljóma og stoltur faðir leiddi dóttur sína niður kirkjugólfið féllu tár hjá drengnum. Ekki voru þetta gleðitár heldur hafði hann svona líka nagandi samviskubit. Presturinn var þess handviss að þau yrðu kominn inn á skrifstofu til sín innan tveggja ára með skilnaðarpappíra. Brúðkaupið er að leysast upp í vitleysu. Fólk giftir sig eins og kóngafólk. Það þarf allt að vera flott, glæsilegt og rándýrt. Steggjunin og gæsunin þarf að vera eins öfgafull og hægt er, rándýr og helst þurfa verðandi brúðhjón að framkvæma eitthvað sem þau sjá eftir alla sína ævi. Það að giftast er alls ekki slæm ákvörðun. Langt því frá. Ef vissan er fyrir hendi þarf hvorki gæsun né steggjun til þess að sannfærast. Það er væntanlega ekki vont að þurfa að eyða ævinni með sálufélaganum. Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun