Fuglaflensuveiran er hér 25. maí 2005 00:01 "Við munum væntanlega finna fuglaflensuveiruna hér, ef farið verður í rannsóknir á vatnafuglum," segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir hjá Landlæknisembættinu. Hann segir að veiran sé án vafa til staðar í villtum fuglum hér og hafi verið. Yfirdýralæknisembættið hefur sótt um fjárveitingu upp á eina og hálfa milljón króna til að láta fara fram svokallaða skimun á alifuglum og vatnafuglum hér á landi. Þetta er ein af fjölmörgum varúðarráðstöfunum sem uppi eru hér á landi til varnar fuglaflensunni illræmdu sem er í gangi í suðaustur Asíu. Landbúnaðarráðuneytið framlengdi í fyrradag bann við innflutningi til landsins á lifandi fuglum, frjóeggjum og hráum afurðum alifugla frá þeim löndum þar sem fuglaflensan hefur verið í gangi. Haraldur segir, að þótt inflúensuveiran finnist í farfuglum hér á landi við leit þýði það síður en svo að hér skapist hætta á að faraldur verði til og breiðist út. Til þess þurfi ákveðin skilyrði sem séu alls ekki til staðar. "Þessi veira hefur fundist víða í fuglum sem eru ákjósanlegir hýslar fyrir hana, svo sem á norðurslóð jarðar og í Bandaríkjunum," segir hann. "Hún er hluti af þarmaflóru fuglanna og liður í þeirri hringrás sem fram fer í fuglaríkinu. Hún er í miklu magni í saur þeirra, einkum þegar þeir halda á suðurslóðir að hausti. Þar losa þeir sig að mestu við veiruna, en hún fer þó ekki alveg. Þegar þeir koma aftur að vori fer magnið aftur að aukast og svona gengur þetta í hringi eftir árstíðum." Haraldur bendir á að aðstæður veirunnar til að þróast séu allt aðrar í SA - Asíu heldur en hér. Þar séu alifuglar í miklu nábýli við manninn. Þeir séu gjarnan í þröngum bakgörðum og við slíkar aðstæður geti skapast skilyrði til að veiran fari að breyta sér, skepnur farið að drepast af völdum hennar og jafnvel síðar fari hún að smitast á milli manna. Fuglaflensan sé nýtt vandamál í þessum löndum. Hér séu villtir fuglar fjarri mönnum og alifuglar séu í lokuðum búum. Ef einhverrar skæðrar pestar yrði vart hér sé hægt að farga alifuglum fljótt og skipulega og þar með sé það úr sögunni. Miklu erfiðara sé um vik með slíkan niðurskurð í Asíulöndunum. Aðstæður séu því alls ekki sambærilegar. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira
"Við munum væntanlega finna fuglaflensuveiruna hér, ef farið verður í rannsóknir á vatnafuglum," segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir hjá Landlæknisembættinu. Hann segir að veiran sé án vafa til staðar í villtum fuglum hér og hafi verið. Yfirdýralæknisembættið hefur sótt um fjárveitingu upp á eina og hálfa milljón króna til að láta fara fram svokallaða skimun á alifuglum og vatnafuglum hér á landi. Þetta er ein af fjölmörgum varúðarráðstöfunum sem uppi eru hér á landi til varnar fuglaflensunni illræmdu sem er í gangi í suðaustur Asíu. Landbúnaðarráðuneytið framlengdi í fyrradag bann við innflutningi til landsins á lifandi fuglum, frjóeggjum og hráum afurðum alifugla frá þeim löndum þar sem fuglaflensan hefur verið í gangi. Haraldur segir, að þótt inflúensuveiran finnist í farfuglum hér á landi við leit þýði það síður en svo að hér skapist hætta á að faraldur verði til og breiðist út. Til þess þurfi ákveðin skilyrði sem séu alls ekki til staðar. "Þessi veira hefur fundist víða í fuglum sem eru ákjósanlegir hýslar fyrir hana, svo sem á norðurslóð jarðar og í Bandaríkjunum," segir hann. "Hún er hluti af þarmaflóru fuglanna og liður í þeirri hringrás sem fram fer í fuglaríkinu. Hún er í miklu magni í saur þeirra, einkum þegar þeir halda á suðurslóðir að hausti. Þar losa þeir sig að mestu við veiruna, en hún fer þó ekki alveg. Þegar þeir koma aftur að vori fer magnið aftur að aukast og svona gengur þetta í hringi eftir árstíðum." Haraldur bendir á að aðstæður veirunnar til að þróast séu allt aðrar í SA - Asíu heldur en hér. Þar séu alifuglar í miklu nábýli við manninn. Þeir séu gjarnan í þröngum bakgörðum og við slíkar aðstæður geti skapast skilyrði til að veiran fari að breyta sér, skepnur farið að drepast af völdum hennar og jafnvel síðar fari hún að smitast á milli manna. Fuglaflensan sé nýtt vandamál í þessum löndum. Hér séu villtir fuglar fjarri mönnum og alifuglar séu í lokuðum búum. Ef einhverrar skæðrar pestar yrði vart hér sé hægt að farga alifuglum fljótt og skipulega og þar með sé það úr sögunni. Miklu erfiðara sé um vik með slíkan niðurskurð í Asíulöndunum. Aðstæður séu því alls ekki sambærilegar.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Sjá meira