Júlíus Vífill stefnir líka hátt 22. maí 2005 00:01 Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segir kominn tíma á kynslóðaskipti í hugmyndum sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hann ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri flokksins í borginni og segist sækjast eftir sæti ofarlega á lista. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, sem hefur sóst eftir að leiða lista sjálfstæðismanna, sagði í samtali við Bylgjuna að hann vildi ekki tjá sig um ummæli Gísla Marteins að öðru leyti en því að hann legði áherslu á að það yrði opið lýðræðislegt prófkjör og hann myndi sækjast eftir að leiða lista sjálfstæðismanna. Hann kvaðst hins vegar vera andvígur sérstöku leiðtogaprófkjöri eða beinni uppstillingu kjörnefndar. Gísli Marteinn segir í viðtalinu, þegar hann er spurður hvort hann telji kominn tíma til að skipta um forystu sjálfstæðismanna í borginni, að þau réttmætu rök að R-listinn kunni ekki að fara með fjármuni dugi ekki ein og sér. Fólkið vilji framtíðarsýn og hana þurfi sjálfstæðismenn að leggja betur fram. Vilhjálmur segist sammála Gísla Marteini; eitt af hans fyrstu verkum þegar hann hafi tekið við af Birni Bjarnasyni hafi verið að skipa sérstakan hóp til að fjalla um framtíðarsýn sjálfstæðismanna í borginni. Niðurstaða hans verði kynnt í næstu viku. Slík vinna sé því þegar hafin. Þröng umræða um fjármál og óstjórn R-listans hafi ekki skilað flokknum nægilega vel fram á við. Gísli Marteinn er ekki einn um að daðra við forystuhlutverk í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Júlíus Vífiill Ingvarsson segist vera að kanna bakland sitt í Sjálfstæðisflokknum. Hann ætlar að ákveða á komandi dögum hvort hann taki slaginn í prófkjöri og taki þá stefnu á eitt af efstu sætunum. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður segir kominn tíma á kynslóðaskipti í hugmyndum sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Hann ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri flokksins í borginni og segist sækjast eftir sæti ofarlega á lista. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, sem hefur sóst eftir að leiða lista sjálfstæðismanna, sagði í samtali við Bylgjuna að hann vildi ekki tjá sig um ummæli Gísla Marteins að öðru leyti en því að hann legði áherslu á að það yrði opið lýðræðislegt prófkjör og hann myndi sækjast eftir að leiða lista sjálfstæðismanna. Hann kvaðst hins vegar vera andvígur sérstöku leiðtogaprófkjöri eða beinni uppstillingu kjörnefndar. Gísli Marteinn segir í viðtalinu, þegar hann er spurður hvort hann telji kominn tíma til að skipta um forystu sjálfstæðismanna í borginni, að þau réttmætu rök að R-listinn kunni ekki að fara með fjármuni dugi ekki ein og sér. Fólkið vilji framtíðarsýn og hana þurfi sjálfstæðismenn að leggja betur fram. Vilhjálmur segist sammála Gísla Marteini; eitt af hans fyrstu verkum þegar hann hafi tekið við af Birni Bjarnasyni hafi verið að skipa sérstakan hóp til að fjalla um framtíðarsýn sjálfstæðismanna í borginni. Niðurstaða hans verði kynnt í næstu viku. Slík vinna sé því þegar hafin. Þröng umræða um fjármál og óstjórn R-listans hafi ekki skilað flokknum nægilega vel fram á við. Gísli Marteinn er ekki einn um að daðra við forystuhlutverk í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Júlíus Vífiill Ingvarsson segist vera að kanna bakland sitt í Sjálfstæðisflokknum. Hann ætlar að ákveða á komandi dögum hvort hann taki slaginn í prófkjöri og taki þá stefnu á eitt af efstu sætunum.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira